Fjögurra ára drengur lifði af skotárásina í Naírobí eftir að hafa sagt árásarmanni að hann væri vondur maður Frosti Logason skrifar 24. september 2013 19:55 Hinn ungi Elliott Prior ásamt systur sinni Amelie. Fórnarlamb Íslamistanna liggur í valnum á bak við. Hinn ungi Elliott Prior, frá Bretlandi, er sagðu hafa sýnt ótrúlegt hugrekki eftir að móðir hans hafði orðið fyrir skoti eins gíslatökumannsins í verslunarmiðstöðinni í Naíróbi í Kenía. Eftir að hafa séð móður sína skotna í mjöðm er hinn ungi Elliott Prior sagður hafa staðið andspænis vopnuðum manni og gargað á hann, „Þú ert vondur maður, leyfðu okkur að fara.“ Til allrar hamingju virtist maðurinn iðrast eitthvað við að sjá drenginn og sex ára systur hans Amelie, því hann rétti þeim báðum Mars súkkulaðistykki og sagði að þeim væri frjálst að fara. Móðir þeirra, hin 35 ára gamla Amber Prior, er þá sögð hafa gripið með sér tvö börn til viðbótar, þar á meðal særðan tólf ára dreng en móðir hans var ein hinna látnu í árásinni, og farið með þau öll út úr verslunarmiðstöðinni. Myndir af börnunum standandi fyrir utan verslunarmiðstöðina með súkkulaðistykki í hendi hafa farið sem eldur í sinu um internetið. Rétt um það bil sem Amber var á leiðinni út með börnin er hryðjuverkamaðurinn sagður hafa hrópað: „Við erum bara að drepa fólk frá Bandaríkjunum og Kenía, ekki Breta. Takið Íslams trú. Fyrirgefið okkur, við erum ekki skrímsli.“ Harmageddon Mest lesið Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Hljómsveitin Queens of the Stone Age komin í pásu Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Sannleikurinn: Pizzukvöld yfir The Biggest Loser Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon 10 ráð til að eiga ánægjulegra kynlíf Harmageddon
Hinn ungi Elliott Prior, frá Bretlandi, er sagðu hafa sýnt ótrúlegt hugrekki eftir að móðir hans hafði orðið fyrir skoti eins gíslatökumannsins í verslunarmiðstöðinni í Naíróbi í Kenía. Eftir að hafa séð móður sína skotna í mjöðm er hinn ungi Elliott Prior sagður hafa staðið andspænis vopnuðum manni og gargað á hann, „Þú ert vondur maður, leyfðu okkur að fara.“ Til allrar hamingju virtist maðurinn iðrast eitthvað við að sjá drenginn og sex ára systur hans Amelie, því hann rétti þeim báðum Mars súkkulaðistykki og sagði að þeim væri frjálst að fara. Móðir þeirra, hin 35 ára gamla Amber Prior, er þá sögð hafa gripið með sér tvö börn til viðbótar, þar á meðal særðan tólf ára dreng en móðir hans var ein hinna látnu í árásinni, og farið með þau öll út úr verslunarmiðstöðinni. Myndir af börnunum standandi fyrir utan verslunarmiðstöðina með súkkulaðistykki í hendi hafa farið sem eldur í sinu um internetið. Rétt um það bil sem Amber var á leiðinni út með börnin er hryðjuverkamaðurinn sagður hafa hrópað: „Við erum bara að drepa fólk frá Bandaríkjunum og Kenía, ekki Breta. Takið Íslams trú. Fyrirgefið okkur, við erum ekki skrímsli.“
Harmageddon Mest lesið Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Hljómsveitin Queens of the Stone Age komin í pásu Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Sannleikurinn: Pizzukvöld yfir The Biggest Loser Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon 10 ráð til að eiga ánægjulegra kynlíf Harmageddon