Audi vill hreyfanleg stefnuljós til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 10:30 Stefnuljósin kvikna í hreyfanlegri línu í beygjuátt. Nýjustu stefnuljós Audi A8 eru ansi mögnuð en þau eru með gula LED lýsingu sem hreyfist í þá átt sem beygja skal til. Audi telur þau mun skýrari skilaboð til annarra vegfarenda en blikkandi venjuleg stefnuljós. Vandi Audi er hinsvegar sá að þau eru ekki lögleg vestanhafs þar sem þau uppfylla ekki þá lágmarksstærð stefnuljósa sem reglugerðin þar kveður á um. Á það reyndar aðeins við um þegar kviknar á þeim í upphafi, en þegar öll lína þeirra er tendruð, sem gerist reyndar mjög hratt, er lýsingin næg. Það sem gerir þau svo áberandi er að þau eru hreyfanleg og það er einmitt það sem mannsaugað greinir svo vel, en fornt veiðimannseðli mannsins leitar einmitt eftir hreyfingu. Alls ekki er víst að Audi muni ná hylli bílaöryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA, en hún er ekki þekkt fyrir eftirgjöf af neinu tagi. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent
Nýjustu stefnuljós Audi A8 eru ansi mögnuð en þau eru með gula LED lýsingu sem hreyfist í þá átt sem beygja skal til. Audi telur þau mun skýrari skilaboð til annarra vegfarenda en blikkandi venjuleg stefnuljós. Vandi Audi er hinsvegar sá að þau eru ekki lögleg vestanhafs þar sem þau uppfylla ekki þá lágmarksstærð stefnuljósa sem reglugerðin þar kveður á um. Á það reyndar aðeins við um þegar kviknar á þeim í upphafi, en þegar öll lína þeirra er tendruð, sem gerist reyndar mjög hratt, er lýsingin næg. Það sem gerir þau svo áberandi er að þau eru hreyfanleg og það er einmitt það sem mannsaugað greinir svo vel, en fornt veiðimannseðli mannsins leitar einmitt eftir hreyfingu. Alls ekki er víst að Audi muni ná hylli bílaöryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA, en hún er ekki þekkt fyrir eftirgjöf af neinu tagi.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent