Bólusett fyrir staðreyndum? Ólafur Stephensen skrifar 16. október 2013 08:33 Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá skýrslu sóttvarnalæknis, sem bendir til að ótrúlega algengt sé að foreldrar mæti ekki með börn sín til bólusetningar fyrir hættulegum sjúkdómum. Embætti landlæknis hyggst kanna málið betur; vanskráning eða forföll gætu skýrt tölurnar. Dæmi eru þó um að fólk sem mætir með börn sín í reglubundna læknisskoðun hafni því hreinlega að láta bólusetja þau. Í nágrannalöndunum hefur færzt í vöxt að fólk láti ekki bólusetja börn sín. Rannsóknir benda til að annars vegar sé þar um trassaskap að ræða, sérstaklega hjá foreldrum með takmarkaða menntun, en hins vegar meðvitaða ákvörðun, gjarnan hjá menntafólki með ágætar tekjur. Það er þversagnakennt, en í báðum tilvikum er hluti skýringarinnar líklega hversu vel hefur gengið að útrýma smitsjúkdómum með bólusetningum. Í Fréttablaðinu í gær birtist yfirlit um þá helztu, til dæmis stífkrampa, kíghósta, barnaveiki, mænusótt og heilahimnubólgu. Dánartíðni vegna þessara sjúkdóma er frá einum af hverjum 200 sem fá þá og upp í tíu af hverjum 200. Nú orðið þekkja foreldrar ekki alvarlegar afleiðingar þessara sjúkdóma. Þess vegna trassa fleiri að mæta með börnin í bólusetningu og aðrir telja sjálfum sér trú um að aukaverkanir af bólusetningunni geti verið hættulegri en sjúkdómurinn sem bólusett er við, enda séu börnin þeirra í lítilli hættu. Fréttablaðið ræddi við íslenzkan föður í síðarnefnda hópnum sem sagði: „Við notuðum heilbrigða skynsemi og mátum hverjar áhætturnar væru með hvoru tveggja, því það er margt sem bendir til að það sé áhættusamt að bólusetja, og mátum það sem svo að bólusetningar væru meiri áhætta en að sleppa þeim.“ Því miður er þetta mat ekki byggt á staðreyndum, heldur miklu frekar flökkusögum og óábyrgum fréttum af mögulegum aukaverkunum bóluefna. Allar vísindarannsóknir benda til hins gagnstæða; að gagnið af bólusetningum sé miklu meira en áhættan. Allir helztu vísindamenn heims á sviði smitsjúkdóma og faraldsfræði mæla með að börn séu bólusett. Á vef landlæknisembættisins er bent á að að varasamar aukaverkanir séu hugsanlegar hjá einum af hverjum 500 þúsund til milljón bólusettum. Þegar þær tölur eru bornar saman við dánartíðni vegna sjúkdóma sem bólusett er fyrir, er ekki með nokkru móti hægt að halda því fram að heilbrigð skynsemi komi við sögu í ákvörðunum um að hafna bólusetningu. Einhver kann að spyrja hvort það sé ekki réttur foreldra að hafna bólusetningu. Það er það í rauninni ekki. Enginn getur leikið sér að því að stefna barninu sínu í hættu. Á því máli er líka önnur hlið; ef hlutfall bólusettra fer niður fyrir tiltekin mörk er ekki lengur hægt að mynda svokallað hjarðónæmi fyrir smitsjúkdómum, sem felur í sér að hægt er að koma í veg fyrir faraldur, jafnvel þótt einstök tilfelli komi upp. Það er þess vegna rétt sem Margrét Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor, sagði í Fréttablaðinu í gær; að þeir sem mæta ekki með börnin sín í bólusetningu bera ábyrgð á því ef sjúkdómar breiðast út. Við eigum öll að axla ábyrgð á að koma í veg fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá skýrslu sóttvarnalæknis, sem bendir til að ótrúlega algengt sé að foreldrar mæti ekki með börn sín til bólusetningar fyrir hættulegum sjúkdómum. Embætti landlæknis hyggst kanna málið betur; vanskráning eða forföll gætu skýrt tölurnar. Dæmi eru þó um að fólk sem mætir með börn sín í reglubundna læknisskoðun hafni því hreinlega að láta bólusetja þau. Í nágrannalöndunum hefur færzt í vöxt að fólk láti ekki bólusetja börn sín. Rannsóknir benda til að annars vegar sé þar um trassaskap að ræða, sérstaklega hjá foreldrum með takmarkaða menntun, en hins vegar meðvitaða ákvörðun, gjarnan hjá menntafólki með ágætar tekjur. Það er þversagnakennt, en í báðum tilvikum er hluti skýringarinnar líklega hversu vel hefur gengið að útrýma smitsjúkdómum með bólusetningum. Í Fréttablaðinu í gær birtist yfirlit um þá helztu, til dæmis stífkrampa, kíghósta, barnaveiki, mænusótt og heilahimnubólgu. Dánartíðni vegna þessara sjúkdóma er frá einum af hverjum 200 sem fá þá og upp í tíu af hverjum 200. Nú orðið þekkja foreldrar ekki alvarlegar afleiðingar þessara sjúkdóma. Þess vegna trassa fleiri að mæta með börnin í bólusetningu og aðrir telja sjálfum sér trú um að aukaverkanir af bólusetningunni geti verið hættulegri en sjúkdómurinn sem bólusett er við, enda séu börnin þeirra í lítilli hættu. Fréttablaðið ræddi við íslenzkan föður í síðarnefnda hópnum sem sagði: „Við notuðum heilbrigða skynsemi og mátum hverjar áhætturnar væru með hvoru tveggja, því það er margt sem bendir til að það sé áhættusamt að bólusetja, og mátum það sem svo að bólusetningar væru meiri áhætta en að sleppa þeim.“ Því miður er þetta mat ekki byggt á staðreyndum, heldur miklu frekar flökkusögum og óábyrgum fréttum af mögulegum aukaverkunum bóluefna. Allar vísindarannsóknir benda til hins gagnstæða; að gagnið af bólusetningum sé miklu meira en áhættan. Allir helztu vísindamenn heims á sviði smitsjúkdóma og faraldsfræði mæla með að börn séu bólusett. Á vef landlæknisembættisins er bent á að að varasamar aukaverkanir séu hugsanlegar hjá einum af hverjum 500 þúsund til milljón bólusettum. Þegar þær tölur eru bornar saman við dánartíðni vegna sjúkdóma sem bólusett er fyrir, er ekki með nokkru móti hægt að halda því fram að heilbrigð skynsemi komi við sögu í ákvörðunum um að hafna bólusetningu. Einhver kann að spyrja hvort það sé ekki réttur foreldra að hafna bólusetningu. Það er það í rauninni ekki. Enginn getur leikið sér að því að stefna barninu sínu í hættu. Á því máli er líka önnur hlið; ef hlutfall bólusettra fer niður fyrir tiltekin mörk er ekki lengur hægt að mynda svokallað hjarðónæmi fyrir smitsjúkdómum, sem felur í sér að hægt er að koma í veg fyrir faraldur, jafnvel þótt einstök tilfelli komi upp. Það er þess vegna rétt sem Margrét Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor, sagði í Fréttablaðinu í gær; að þeir sem mæta ekki með börnin sín í bólusetningu bera ábyrgð á því ef sjúkdómar breiðast út. Við eigum öll að axla ábyrgð á að koma í veg fyrir það.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun