Villisvín ræðst á vegfarendur Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2013 12:35 Mjög skrítin myndskeið sjást reglulega frá umferðinni í Rússlandi og hér er engin undantekning frá því. Aldrei þessu vant er það ekki beint af grimmri og miskunnarlausri umferðarmenningunni þar heldur úr sveitum Rússlands þar sem meðal annars finnast villisvín með ákveðnar skoðanir. Villisvínið sem hér kemur við sögu er ekkert sérlega vel við það fólk sem á vegi þess verður og ræðst á það, enda eru villisvín ekki þekkt fyrir linkind í samskiptum við mannfólk. Það má reyndar einnig segja um Rússa, enda tekur einn þeirra til þess ráðs að lemja villisvínið með vaski sem hann finnur nærliggjandi og hefur á endanum svínið undir. Í kjölfar þess ekur sá bíll sem myndavélin er í yfir svínið til að tryggja það að árásum þess linni. Ástæða er til að vara þá við sem ekki vilja vera vitni að þessum endalokum villisvínsins. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Mjög skrítin myndskeið sjást reglulega frá umferðinni í Rússlandi og hér er engin undantekning frá því. Aldrei þessu vant er það ekki beint af grimmri og miskunnarlausri umferðarmenningunni þar heldur úr sveitum Rússlands þar sem meðal annars finnast villisvín með ákveðnar skoðanir. Villisvínið sem hér kemur við sögu er ekkert sérlega vel við það fólk sem á vegi þess verður og ræðst á það, enda eru villisvín ekki þekkt fyrir linkind í samskiptum við mannfólk. Það má reyndar einnig segja um Rússa, enda tekur einn þeirra til þess ráðs að lemja villisvínið með vaski sem hann finnur nærliggjandi og hefur á endanum svínið undir. Í kjölfar þess ekur sá bíll sem myndavélin er í yfir svínið til að tryggja það að árásum þess linni. Ástæða er til að vara þá við sem ekki vilja vera vitni að þessum endalokum villisvínsins.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent