Tuttugu ára afmæli X-977 - Maus Ómar Úlfur skrifar 28. október 2013 08:33 Hljómsveitin Maus kemur fram í listasafni Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. Hljómsveitin Maus var stofnuð í apríl 1993 af æskufélögunum Eggerti Gíslasyni og Birgi Erni Steinarssyni. Félagarnir höfðu lengi gengið með þá hugmynd í maganum að stofna hljómsveit. Börðu þeir saman nokkur lög í svefnherbergi Eggerts og fékk eitt þeirra, Ljósrof að lifa. Trommarinn Daníel Þorsteinsson og Páll Ragnar Pálsson voru fljótlega vélaðir í bandið. Í mars árið 1994 sigraði Maus músiktilraunir og gáfu í framhaldinu út lag sem birtist á safnplötunni Smekkleysa í hálfa öld. Lagið Skjár var töluvert mikið spilað á þá nýrri útvarpsstöð Xinu 977. 17. september gáfu Maus út sína fyrstu plötu, Allar kenningar heimsins og ögn meira sem dró nafn sitt úr kafla úr Atómsstöð Halldórs Kiljan Laxness. Smekkleysa gáfu plötuna út og fékk hún prýðisundirtektir. Fyrripart ársins 1995 skrifaði sveitin undir samning við plötufyrirtækið Spor. Spilamennska Maus var að verða grófari og tilraunakenndari og mikið var leitað í íslenskan undirtón. Ghostsongs var mest öll sungin á ensku að ósk útgefandans. Platan fékk afbragðs dóma en fékk samt ekki mikinn byr. Maus liðar eyddu stórum hluta ársins 1996 við spilamennsku og æfingar. Eftir nokkuð hlé frá útgáfu kom út lagið égímeilaþig sem hlaut mikla útvarpsspilun og varð stærsti smellur sveitarinnar. Lagið kom út á plötunni Blossi:810551 sem innihélt tónlistina úr samnefndri kvikmynd. Árið 1997 kynntist hljómsveitin Roger O. Donnell hljómborðsleikara hljómsveitarinnar The Cure. Roger spilaði inná nokkur lög á þriðju plötu Maus. Lof mér að falla að þínu eyra sem kom út 4. nóvember sama ár. Platan sló í gegn og Maus voru reglulegir gestir á vinsældarlistum á landinu bláa. Maus hlaut verðlaun sem hljómsveit ársins á íslensku tónlistarverðlaununum árið 1998. Það sumar komu út lögin Allt sem þú lest er lygi og Kristalsnótt út á safnplötunni Kvistir en það síðarnefnda er eina órafmagnaða lagið sem að Maus hefur gefið út. Lagið kom áður út í rafmagnaðri útgáfu á Lof mér að falla að þínu eyra.Í þessi sekúndubrot sem ég flýt er fjórða plata Maus og kom út nákvæmlega tveimur árum eftir að Lof mér að falla að þínu eyra eða 4. nóvember árið 1999. Platan hlaut sem fyrr prýðisdóma og löginBáturinn minn lekur og Kerfisbundin þrá slógu í gegn.Maus skellti sér í tónleikaferð til Ameríku árið 2000 og hófust handa við gerð fimmtu plötunnar. Sveitin hitaði upp fyrir Kent, Ian Brown og Bloodhound Gang hér á Íslandi og birtust greinar um þá m.a í Dazed And Confused og Rolling Stone tímaritunum. Undirbúningur fyrir nýju plötuna teygðist inní árið 2001 og það ár fagnaði sveitin sínum tvo hundruðustu tónleikum á ferlinum. Fimmta platan Musick kom loks út árið 2003 og var öll sungin á ensku. Life In A Fishbowl og titillag plötunnar náðu til fjöldans. Árið 2004 fengu aðdáendur Maus ferilsplötuna Tónlyst – Lystaukar í hendurnar og platan sú innheldur öll bestu lög sveitarinnar. Svo fór að meðlimir Maus dreifðu sér um hnöttinn við leik og störf og sveitin lagðist í dvala en hyggst dusta rykið af hljóðfærunum á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur þriðjudagskvöldið 29. október. Miðasala er í fullum gangi á miði.is Harmageddon Mest lesið Tónarúm - Mammút Harmageddon Nordic Playlist setur upp útvarpsstöð í Reykjavík Harmageddon Jón Gnarr svarar spurningum á Reddit í kvöld Harmageddon Fimm bestu jólalögin Harmageddon Rússar banna texta og myndefni rokkhljómsveitar Harmageddon Dómstólar leggja mat á hvort Stairway To Heaven sé stolið Harmageddon Íslam í Reykjavík - seinni hluti Harmageddon Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband á Vísi Harmageddon Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon
Hljómsveitin Maus var stofnuð í apríl 1993 af æskufélögunum Eggerti Gíslasyni og Birgi Erni Steinarssyni. Félagarnir höfðu lengi gengið með þá hugmynd í maganum að stofna hljómsveit. Börðu þeir saman nokkur lög í svefnherbergi Eggerts og fékk eitt þeirra, Ljósrof að lifa. Trommarinn Daníel Þorsteinsson og Páll Ragnar Pálsson voru fljótlega vélaðir í bandið. Í mars árið 1994 sigraði Maus músiktilraunir og gáfu í framhaldinu út lag sem birtist á safnplötunni Smekkleysa í hálfa öld. Lagið Skjár var töluvert mikið spilað á þá nýrri útvarpsstöð Xinu 977. 17. september gáfu Maus út sína fyrstu plötu, Allar kenningar heimsins og ögn meira sem dró nafn sitt úr kafla úr Atómsstöð Halldórs Kiljan Laxness. Smekkleysa gáfu plötuna út og fékk hún prýðisundirtektir. Fyrripart ársins 1995 skrifaði sveitin undir samning við plötufyrirtækið Spor. Spilamennska Maus var að verða grófari og tilraunakenndari og mikið var leitað í íslenskan undirtón. Ghostsongs var mest öll sungin á ensku að ósk útgefandans. Platan fékk afbragðs dóma en fékk samt ekki mikinn byr. Maus liðar eyddu stórum hluta ársins 1996 við spilamennsku og æfingar. Eftir nokkuð hlé frá útgáfu kom út lagið égímeilaþig sem hlaut mikla útvarpsspilun og varð stærsti smellur sveitarinnar. Lagið kom út á plötunni Blossi:810551 sem innihélt tónlistina úr samnefndri kvikmynd. Árið 1997 kynntist hljómsveitin Roger O. Donnell hljómborðsleikara hljómsveitarinnar The Cure. Roger spilaði inná nokkur lög á þriðju plötu Maus. Lof mér að falla að þínu eyra sem kom út 4. nóvember sama ár. Platan sló í gegn og Maus voru reglulegir gestir á vinsældarlistum á landinu bláa. Maus hlaut verðlaun sem hljómsveit ársins á íslensku tónlistarverðlaununum árið 1998. Það sumar komu út lögin Allt sem þú lest er lygi og Kristalsnótt út á safnplötunni Kvistir en það síðarnefnda er eina órafmagnaða lagið sem að Maus hefur gefið út. Lagið kom áður út í rafmagnaðri útgáfu á Lof mér að falla að þínu eyra.Í þessi sekúndubrot sem ég flýt er fjórða plata Maus og kom út nákvæmlega tveimur árum eftir að Lof mér að falla að þínu eyra eða 4. nóvember árið 1999. Platan hlaut sem fyrr prýðisdóma og löginBáturinn minn lekur og Kerfisbundin þrá slógu í gegn.Maus skellti sér í tónleikaferð til Ameríku árið 2000 og hófust handa við gerð fimmtu plötunnar. Sveitin hitaði upp fyrir Kent, Ian Brown og Bloodhound Gang hér á Íslandi og birtust greinar um þá m.a í Dazed And Confused og Rolling Stone tímaritunum. Undirbúningur fyrir nýju plötuna teygðist inní árið 2001 og það ár fagnaði sveitin sínum tvo hundruðustu tónleikum á ferlinum. Fimmta platan Musick kom loks út árið 2003 og var öll sungin á ensku. Life In A Fishbowl og titillag plötunnar náðu til fjöldans. Árið 2004 fengu aðdáendur Maus ferilsplötuna Tónlyst – Lystaukar í hendurnar og platan sú innheldur öll bestu lög sveitarinnar. Svo fór að meðlimir Maus dreifðu sér um hnöttinn við leik og störf og sveitin lagðist í dvala en hyggst dusta rykið af hljóðfærunum á afmælistónleikum X-977 í listasafni Reykjavíkur þriðjudagskvöldið 29. október. Miðasala er í fullum gangi á miði.is
Harmageddon Mest lesið Tónarúm - Mammút Harmageddon Nordic Playlist setur upp útvarpsstöð í Reykjavík Harmageddon Jón Gnarr svarar spurningum á Reddit í kvöld Harmageddon Fimm bestu jólalögin Harmageddon Rússar banna texta og myndefni rokkhljómsveitar Harmageddon Dómstólar leggja mat á hvort Stairway To Heaven sé stolið Harmageddon Íslam í Reykjavík - seinni hluti Harmageddon Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband á Vísi Harmageddon Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon