ÍR-ungar hvattir til að prófa margar íþróttagreinar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2013 12:15 Ungir og hressir ÍR-ingar. Mynd/Heimasíða ÍR handbolta Íþróttafélag Reykjavíkur er farið í gang með nýtt verkefni fyrir börn í fyrstum tveimur árgöngum grunnskólans. Eitt gjald er greitt fyrir iðkanda sem getur æft hjá sex deildum ÍR eins oft og hann vill yfir önnina. Þannig getur barnið flakkað á milli íþrótta að eigin vilja. Eina vikuna er hægt að einbeita sér að handbolta, þá næstu að frjálsum íþróttum eða flakka á milli íþróttagreina í hverri viku. Auk þess er hægt að æfa knattspyrnu, körfubolta, keilu og skíði. ÍR-ingar kalla verkefnið ÍR-ungar og er þungamiðjan í íþróttahúsinu við Austurberg. Þaðan er boðið upp á rútuferðir í það íþróttahús þar sem æfingin í viðkomandi íþróttagrein fer fram. ÍR-ingar sendu út bréf, bæði á íslensku og ensku, til forráðamanna allra sex og sjö ára barn í póstnúmerum 109 og 111. Í bréfinu er minnt á að Aníta Hinriksdóttir, Evrópu- og heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi, hafi meðal annars kynnst júdó, sundi og körfubolta áður en hún hafi hellt sér út í frjálsar íþróttir. „Íþróttir eiga fyrst og fremst að vera skemmtilegar, en líkamlegt og andlegt hreysti sem hlýst af reglulegri hreyfingu hefur einnig mikið forvarnargildi,“ segir í bréfinu. Þá er því bætt við að þau börn sem stundi íþróttir leiðist síður námið, rífist sjaldnar við foreldra sína, búi yfir betri andlegri heilsu og fái betri einkunnir. Kostnaður á hvorri önn er 15 þúsund krónur en nánari upplýsingar má fá á heimasíðu ÍR. Stundaskrána má sjá í viðhengi hér að neðan. Íþróttir Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Íþróttafélag Reykjavíkur er farið í gang með nýtt verkefni fyrir börn í fyrstum tveimur árgöngum grunnskólans. Eitt gjald er greitt fyrir iðkanda sem getur æft hjá sex deildum ÍR eins oft og hann vill yfir önnina. Þannig getur barnið flakkað á milli íþrótta að eigin vilja. Eina vikuna er hægt að einbeita sér að handbolta, þá næstu að frjálsum íþróttum eða flakka á milli íþróttagreina í hverri viku. Auk þess er hægt að æfa knattspyrnu, körfubolta, keilu og skíði. ÍR-ingar kalla verkefnið ÍR-ungar og er þungamiðjan í íþróttahúsinu við Austurberg. Þaðan er boðið upp á rútuferðir í það íþróttahús þar sem æfingin í viðkomandi íþróttagrein fer fram. ÍR-ingar sendu út bréf, bæði á íslensku og ensku, til forráðamanna allra sex og sjö ára barn í póstnúmerum 109 og 111. Í bréfinu er minnt á að Aníta Hinriksdóttir, Evrópu- og heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi, hafi meðal annars kynnst júdó, sundi og körfubolta áður en hún hafi hellt sér út í frjálsar íþróttir. „Íþróttir eiga fyrst og fremst að vera skemmtilegar, en líkamlegt og andlegt hreysti sem hlýst af reglulegri hreyfingu hefur einnig mikið forvarnargildi,“ segir í bréfinu. Þá er því bætt við að þau börn sem stundi íþróttir leiðist síður námið, rífist sjaldnar við foreldra sína, búi yfir betri andlegri heilsu og fái betri einkunnir. Kostnaður á hvorri önn er 15 þúsund krónur en nánari upplýsingar má fá á heimasíðu ÍR. Stundaskrána má sjá í viðhengi hér að neðan.
Íþróttir Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira