Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Frosti Logason skrifar 1. nóvember 2013 07:00 Í boði íslenskra skattgreiðenda? Mikil aukning hefur orðið á hernaðar útgjöldum Afríkuríkisins Úganda undanfarin ár. Samkvæmt gögnum Alþjóðlega friðarrannsóknarsetursins í Stokkhólmi hafa útgjöld til málaflokksins numið allt að 3.5% af VLF ríkisins. Hafa útgjöldin undanfarin fjögur ár numið vel yfir 200 milljörðum króna. Þessi þróun ætti að þykja áhugaverð hér á Íslandi í ljósi þess að á sama tímabili nam framlag Íslands til þróunaraðstoðar í landinu um einum og hálfum milljarði. Ekkert ríki í heiminum þiggur meira fé frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands en Úganda. Á sama tíma og útgjöld Íslands til þróunarmála í Úganda hafa aukist, hafa aðrar þjóðir dregið úr framlögum sínum til Úganda og frysti t.a.m. Bretland allar greiðslur til landsins í nóvember 2012. Var það gert vegna spillingar í landinu og þess að óljóst var talið til hvaða verkefna fjármunum var varið. Í Úganda búa 35.6 milljónir manna og af þeim búa um 14 milljónir undir fátæktarmörkum eða um þriðjungur þjóðarinnar. Álíka margir hafa ekki aðgengi að hreinu vatni og lífskjörin þar með þeim verstu í heiminum. Í ljósi þessa hljóta að vakna upp spurningar um réttmæti forgangsröðunnar Úgandastjórnar. Afhverju peningar eru til fyrir sex nýjum Sukhoi SU-30MK2 herþotum frá Rússlandi, en ekki rennandi vatni. Ennfremur mætti spyrja, hvort þetta sé þróun sem íslensk stjórnvöld geti unað? Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Ómar Ragnarsson handsamaður Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon Sannleikurinn: Útvarpsstjóri bjargast úr rústum RÚV Harmageddon Segir heimsbyggðina standa í þakkarskuld við Snowden Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Sannleikurinn: Snjallsímar eiga 51,2% barna Harmageddon „Öfgasósíalistar tekið yfir stærstu stéttarfélög landsins“ Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Reykjavíkurdætur gefa út nýtt lag Harmageddon Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Harmageddon
Mikil aukning hefur orðið á hernaðar útgjöldum Afríkuríkisins Úganda undanfarin ár. Samkvæmt gögnum Alþjóðlega friðarrannsóknarsetursins í Stokkhólmi hafa útgjöld til málaflokksins numið allt að 3.5% af VLF ríkisins. Hafa útgjöldin undanfarin fjögur ár numið vel yfir 200 milljörðum króna. Þessi þróun ætti að þykja áhugaverð hér á Íslandi í ljósi þess að á sama tímabili nam framlag Íslands til þróunaraðstoðar í landinu um einum og hálfum milljarði. Ekkert ríki í heiminum þiggur meira fé frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands en Úganda. Á sama tíma og útgjöld Íslands til þróunarmála í Úganda hafa aukist, hafa aðrar þjóðir dregið úr framlögum sínum til Úganda og frysti t.a.m. Bretland allar greiðslur til landsins í nóvember 2012. Var það gert vegna spillingar í landinu og þess að óljóst var talið til hvaða verkefna fjármunum var varið. Í Úganda búa 35.6 milljónir manna og af þeim búa um 14 milljónir undir fátæktarmörkum eða um þriðjungur þjóðarinnar. Álíka margir hafa ekki aðgengi að hreinu vatni og lífskjörin þar með þeim verstu í heiminum. Í ljósi þessa hljóta að vakna upp spurningar um réttmæti forgangsröðunnar Úgandastjórnar. Afhverju peningar eru til fyrir sex nýjum Sukhoi SU-30MK2 herþotum frá Rússlandi, en ekki rennandi vatni. Ennfremur mætti spyrja, hvort þetta sé þróun sem íslensk stjórnvöld geti unað?
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Ómar Ragnarsson handsamaður Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon Sannleikurinn: Útvarpsstjóri bjargast úr rústum RÚV Harmageddon Segir heimsbyggðina standa í þakkarskuld við Snowden Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Sannleikurinn: Snjallsímar eiga 51,2% barna Harmageddon „Öfgasósíalistar tekið yfir stærstu stéttarfélög landsins“ Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Reykjavíkurdætur gefa út nýtt lag Harmageddon Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Harmageddon