Úrslitin í bandaríska hafnaboltanum, World Series, standa nú yfir og Boston Red Sox getur tryggt sér titilinn í kvöld.
Eins og búast mátti við er slegist um miða á leikinn sem gæti orðið sögulegur.
Meðalverð miða á leik kvöldsins er 263 þúsund krónur en það gerir leikinn að einum dýrasta íþróttaviðburði í sögu borgarinnar.
Ódýrustu miðarnir á Fenway Park í kvöld eru á rúmlega 100 þúsund krónur. Dýrustu miðarnir í VIP-stúku eru að fara á rúmar 5 milljónir króna.
Áratugalöng bið Red Sox eftir titli lauk árið 2005 og liðið vann svo aftur árið 2007. Það vilja eðlilega allir vera á staðnum ef liðið verður aftur meistari í nótt.
Meðalverð miða á leik kvöldsins rúmar 260 þúsund krónur

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti


Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
