Rafmagns Formula 1 Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2013 16:45 Formula E bíll tilbúinn til keppni. Nú á tímum mikillar fjölgunar rafmagnsbíla verður það að teljast tímanna tákn að sett hafi verið á legg kappaksturskeppni sem fengið hefur nafnið Formula E. Keppnisröð Formula E hefst í sptember á næsta ári og verða keppnirnar alls 10 talsins. Þeim fjölgar mjög liðunum sem skráð hafa sig í keppnina og mörg þeirra hafa einmitt tengsl við Formula 1 liðin. Formúlukappinn Alain Prost fer fyrir einu þeirra í samstarfi við Jean-Paul Driot stofnanda GP2 og Formula Renault kepnanna. Super Aguri, sem áður tefldi fram liði í Formula 1 mun einnig taka þátt undir nafninu Super Aguri Formula E og fer stofnandinn Aguri Suzuki fyrir því liði. Fyrsti kappaksturinn í Formula E fer fram í Peking eftir 10 mánuði. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Nú á tímum mikillar fjölgunar rafmagnsbíla verður það að teljast tímanna tákn að sett hafi verið á legg kappaksturskeppni sem fengið hefur nafnið Formula E. Keppnisröð Formula E hefst í sptember á næsta ári og verða keppnirnar alls 10 talsins. Þeim fjölgar mjög liðunum sem skráð hafa sig í keppnina og mörg þeirra hafa einmitt tengsl við Formula 1 liðin. Formúlukappinn Alain Prost fer fyrir einu þeirra í samstarfi við Jean-Paul Driot stofnanda GP2 og Formula Renault kepnanna. Super Aguri, sem áður tefldi fram liði í Formula 1 mun einnig taka þátt undir nafninu Super Aguri Formula E og fer stofnandinn Aguri Suzuki fyrir því liði. Fyrsti kappaksturinn í Formula E fer fram í Peking eftir 10 mánuði.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent