Ók niður hús Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2013 10:30 Þegar rallökumenn missa stjórn á bílum sínum verður það oftast til þess að þeir eyðileggja bíla sína og enda gjarnan langt utan vegar. Sjaldgæfara er að þeir lendi á húsum og gereyðileggi þau. Það gerðist þó í þessum rallakstri, en þar ekur einn keppnisbílanna á gafl á húsi sem muna má fífil sinn fegurri. Húsið virðist reyndar að hruni komið áður en bíllinn klárar verkið, en gaflinn hrynur einfaldlega allur við áreksturinn. Líklega og vonandi verður það til þess að húsið verði jafnað við jörðu, en það er nú álíka óhrjálegt og fyrir heimsókn bílsins í það. Rallökumaðurinn á í raun þökk fyrir að hefja niðurrif þess. Hvorki ökumaður né aðstoðarökumaður meiddust við áreksturinn og bíllinn er ekki svo mikið skemmdur. Sjá má áreksturinn í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent
Þegar rallökumenn missa stjórn á bílum sínum verður það oftast til þess að þeir eyðileggja bíla sína og enda gjarnan langt utan vegar. Sjaldgæfara er að þeir lendi á húsum og gereyðileggi þau. Það gerðist þó í þessum rallakstri, en þar ekur einn keppnisbílanna á gafl á húsi sem muna má fífil sinn fegurri. Húsið virðist reyndar að hruni komið áður en bíllinn klárar verkið, en gaflinn hrynur einfaldlega allur við áreksturinn. Líklega og vonandi verður það til þess að húsið verði jafnað við jörðu, en það er nú álíka óhrjálegt og fyrir heimsókn bílsins í það. Rallökumaðurinn á í raun þökk fyrir að hefja niðurrif þess. Hvorki ökumaður né aðstoðarökumaður meiddust við áreksturinn og bíllinn er ekki svo mikið skemmdur. Sjá má áreksturinn í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent