Píratar vilja Hönnu Birnu fyrir þingnefnd vegna leka Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2013 13:20 Jón Þór vill kalla Hönnu Birnu, og ráðuneytisstjóra hennar, fyrir þingnefnd vegna þess sem þingmaður kallar alvarlegan leka. Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þetta er vegna þess sem Jón Þór kallar alvarlegan leka á persónuupplýsingum úr ráðuneytinu nýverið. „Leki innanríkisráðuneytisins á persónuupplýsingum um hælisleitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos, grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt er að fá svör við,“ segir Jón Þór Ólafsson í tilkynningu. Jón Þór vitnar í DV og það sem fram kemur í máli Harðar Helga Helgasonar, setts forstjóra Persónuverndar þess efnis að stjórnvöldum beri að gæta trúnaðar: „Það er að sjálfsögðu stjórnvalda hverju sinni að gæta þess að trúnaðar sé gætt í málum er varða persónuleg málefni. Menn verða að fara með upplýsingar í samræmi við eðli þeirra gagna sem þeir hafa undir höndum.“ Hann bendir á að ef uppi sé ágreiningur á meðferð stjórnvalda á viðkvæmum persónuupplýsingum sé hægt að beina slíkum málum til Persónuverndar. Ef grunur sé um brot gegn ákvæðum hegningarlaga sé það eitthvað sem þurfi að láta sæta opinberri ákæru af hálfu saksóknara. Þórunn Þórarinsdóttir hjá Kristínarhúsi, athvarfi sem er fyrst og fremst ætlað konum sem eru á leið út úr vændi eða mansali segir trúnaðarbrot alltaf alvarlegt mál: „Ef rétt reynist að þetta sé trúnaðarbrestur frá ráðuneytinu þá er það mjög alvarlegt mál.“" Vísir falaðist eftir viðtali við Hönnu Birnu í morgun vegna málsins en hún hafnaði því og vísaði til yfirlýsingar frá ráðuneytinu þar sem ráðuneytið vill taka fram að ekkert „bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.“ Þá er bent á að mál flestra hælisleitanda hafa verið til meðferðar hjá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum til margra ára. „Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega.“ Við þetta bætir upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, Jóhannes því að þar sem stendur; „embættismönnum ríkisráðuneytisins – þá á það í raun við um alla starfsmenn ráðuneytisins.“ Lekamálið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þetta er vegna þess sem Jón Þór kallar alvarlegan leka á persónuupplýsingum úr ráðuneytinu nýverið. „Leki innanríkisráðuneytisins á persónuupplýsingum um hælisleitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos, grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt er að fá svör við,“ segir Jón Þór Ólafsson í tilkynningu. Jón Þór vitnar í DV og það sem fram kemur í máli Harðar Helga Helgasonar, setts forstjóra Persónuverndar þess efnis að stjórnvöldum beri að gæta trúnaðar: „Það er að sjálfsögðu stjórnvalda hverju sinni að gæta þess að trúnaðar sé gætt í málum er varða persónuleg málefni. Menn verða að fara með upplýsingar í samræmi við eðli þeirra gagna sem þeir hafa undir höndum.“ Hann bendir á að ef uppi sé ágreiningur á meðferð stjórnvalda á viðkvæmum persónuupplýsingum sé hægt að beina slíkum málum til Persónuverndar. Ef grunur sé um brot gegn ákvæðum hegningarlaga sé það eitthvað sem þurfi að láta sæta opinberri ákæru af hálfu saksóknara. Þórunn Þórarinsdóttir hjá Kristínarhúsi, athvarfi sem er fyrst og fremst ætlað konum sem eru á leið út úr vændi eða mansali segir trúnaðarbrot alltaf alvarlegt mál: „Ef rétt reynist að þetta sé trúnaðarbrestur frá ráðuneytinu þá er það mjög alvarlegt mál.“" Vísir falaðist eftir viðtali við Hönnu Birnu í morgun vegna málsins en hún hafnaði því og vísaði til yfirlýsingar frá ráðuneytinu þar sem ráðuneytið vill taka fram að ekkert „bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.“ Þá er bent á að mál flestra hælisleitanda hafa verið til meðferðar hjá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum til margra ára. „Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega.“ Við þetta bætir upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, Jóhannes því að þar sem stendur; „embættismönnum ríkisráðuneytisins – þá á það í raun við um alla starfsmenn ráðuneytisins.“
Lekamálið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira