Heimskulegasti bíll LA Auto Show Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2013 08:45 Youabian Puma er hræðilega stór og ljótur. Bandaríkjamenn er þekktir fyrir ást sína á stórum bílum. Því er erfitt að ímynda sér að bíll sem þessi væri sýndur annarsstaðar en einmitt þar. Þetta skrímsli, sem heitir Youabian Puma, er 6,15 metrar á lengd og 2,36 metrar á breidd. Það telst ógnarstór bíll, en samt er hann aðeins fyrir 4 farþega. Puma er nú til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles og vekur meiri furðu en aðdáun, enda þykir flestum hann forljótur og alger tímaskekkja nú á tímum síminnkandi og eyðslugrannra bíla. Puma er á 44 tommu dekkjum og 20 tommu felgurnar virka því agnarsmáar. Slæmt þykir að þrátt fyrir sína ógnarstærð er hann alls ekki rúmur að innan og er því sannarlega eitt hönnunarslys. Bíllinn er með 7,2 lítra 505 hestafla V8 vél frá GM og 5,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur það á óvart að hann eyðir um 17 lítrum á hundraðið í innanbæjarakstri. Kannski er það allra versta við þennan bíl óupptalið, en það er verð hans. Hann kostar 134 milljónir króna og væri því líklega á um kvartmilljarð hingað til Íslands kominn. Hrikalega stór dekk. Athyglivert ófríður að aftan. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Bandaríkjamenn er þekktir fyrir ást sína á stórum bílum. Því er erfitt að ímynda sér að bíll sem þessi væri sýndur annarsstaðar en einmitt þar. Þetta skrímsli, sem heitir Youabian Puma, er 6,15 metrar á lengd og 2,36 metrar á breidd. Það telst ógnarstór bíll, en samt er hann aðeins fyrir 4 farþega. Puma er nú til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles og vekur meiri furðu en aðdáun, enda þykir flestum hann forljótur og alger tímaskekkja nú á tímum síminnkandi og eyðslugrannra bíla. Puma er á 44 tommu dekkjum og 20 tommu felgurnar virka því agnarsmáar. Slæmt þykir að þrátt fyrir sína ógnarstærð er hann alls ekki rúmur að innan og er því sannarlega eitt hönnunarslys. Bíllinn er með 7,2 lítra 505 hestafla V8 vél frá GM og 5,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur það á óvart að hann eyðir um 17 lítrum á hundraðið í innanbæjarakstri. Kannski er það allra versta við þennan bíl óupptalið, en það er verð hans. Hann kostar 134 milljónir króna og væri því líklega á um kvartmilljarð hingað til Íslands kominn. Hrikalega stór dekk. Athyglivert ófríður að aftan.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent