Mikil og óvænt ísing myndaðist víða á götum og vegum í gærkvöldi, einkum suðvestanlands. Nokkrir þurftu að leita læknis eftir slæmar byltur á svellbunkum og nokkrir bílar höfnuðu utan vegar, en ekki er vitað til að neinn hafi meiðst í þeim.
Spáð er að hiti veriði eitt til sjö stig á landinu í dag, og það fari víða að hvessa. Við þessar aðstæður getur víða orðið flughált, enda snjóþekja víða á vegum, og varar Vegagerðin ökumenn við þessum aðstæðum.
Hálka í hlákunni
