10 bestu hjá Car and Driver Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2013 10:15 Audi A6 og A7 Árlega leggja blaðamenn Car and Driver frá sér símann, hverfa frá tölvunni og prófa alla nýja bíla sem á markaðnum eru. Úr því kemur svo listi þeirra 10 bíla sem þeir telja þá bestu hverju sinni. Þetta árið hlutu þessir bílar náð fyrir bílablaðamönnum Car and Driver: Audi A6/S6/A7, BMW 3- og 4-línan, Cadillac CTS, Chevrolet Corvette Stingray, Ford Fiesta ST, Honda Accord, Mazda3, Mazda6, Porsche Boxter/Cayman og Volkswagen Golf/GTI. Athygli vekur að einn bílaframleiðandi á tvo bíla á listanum, þ.e. Mazda. Einnig á Volkswagen bílafjölskyldan þrjá fulltrúa, Audi A6/S6/A7, Porsche Boxter/Cayman og Volkswagen Golf/GTI. Listi Car and Driver einskorðast við bíla sem kosta undir 80.000 dollurum í Bandaríkjunum. Það sem lagt er til grundvallar er hve mikið fæst fyrir peninginn, hversu góðir akstursbílar þeir eru og uppfylla þau markmið sem framleiðendurnir settu sér við smíði þeirra. Helmingur þessara bíla sem nú voru valdir kosta um og undir 25.000 dollurum og markar það sérstöðu valsins nú. BMW 3Cadillac CTSChevrolet Corvette StingrayFord Fiesta STHonda AccordMazda3Mazda6Porsche Boxter/Cayman Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Árlega leggja blaðamenn Car and Driver frá sér símann, hverfa frá tölvunni og prófa alla nýja bíla sem á markaðnum eru. Úr því kemur svo listi þeirra 10 bíla sem þeir telja þá bestu hverju sinni. Þetta árið hlutu þessir bílar náð fyrir bílablaðamönnum Car and Driver: Audi A6/S6/A7, BMW 3- og 4-línan, Cadillac CTS, Chevrolet Corvette Stingray, Ford Fiesta ST, Honda Accord, Mazda3, Mazda6, Porsche Boxter/Cayman og Volkswagen Golf/GTI. Athygli vekur að einn bílaframleiðandi á tvo bíla á listanum, þ.e. Mazda. Einnig á Volkswagen bílafjölskyldan þrjá fulltrúa, Audi A6/S6/A7, Porsche Boxter/Cayman og Volkswagen Golf/GTI. Listi Car and Driver einskorðast við bíla sem kosta undir 80.000 dollurum í Bandaríkjunum. Það sem lagt er til grundvallar er hve mikið fæst fyrir peninginn, hversu góðir akstursbílar þeir eru og uppfylla þau markmið sem framleiðendurnir settu sér við smíði þeirra. Helmingur þessara bíla sem nú voru valdir kosta um og undir 25.000 dollurum og markar það sérstöðu valsins nú. BMW 3Cadillac CTSChevrolet Corvette StingrayFord Fiesta STHonda AccordMazda3Mazda6Porsche Boxter/Cayman
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent