100 milljón bíla sala 2018 Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2013 08:45 Sala bíla mun vaxa mikið næstu 5 ár. Í ár munu seljast um 82 milljón bílar í heiminum en spár benda til þess að salan fari í 100 milljón bíla árið 2018. Ekki eru það slæmar fréttir fyrir bílaframleiðendur sem margir hverjir hafa upp áform um mikla framleiðsluaukningu á næstu árum. Líkt og nú verða það líklega kínverjar sem sem kaupa flesta bíla, en í ár munu seljast um 17,5 milljónir bíla þar. Það er ríflega 21% af öllum seldum nýjum bílum í ár. Fleiri markaðir eru þó hratt vaxandi og verður aukningin einnig drifin af miklum vexti í öðrum löndum þar sem bílaeign er ekki svo almenn nú eins og í Brasilíu, Indlandi, Tælandi og Chile. Í ár munu seljast tæplega 13 milljón bílar í Bandaríkjunum en búist er við 15,5 milljón bíla sölu árið 2018. Þá er því spáð að bílasala í Evrópu fari brátt að vaxa aftur eftir nokkur samdráttarár. Ef leikið sér er aðeins með tölur og gert ráð fyrir að árið 2018 verði 8 milljarður manna á jörðinni og sala bíla verði 100 milljónir, eru 80 manns bakvið sölu hvers nýs bíls. Ef það er síðan umreiknað fyrir íslensku þjóðina nú, þ.e. um 320.000 manns, samsvarar það 4.000 bíla sölu á ári. Í fyrra seldust tæplega 8.000 bílar á Íslandi. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Í ár munu seljast um 82 milljón bílar í heiminum en spár benda til þess að salan fari í 100 milljón bíla árið 2018. Ekki eru það slæmar fréttir fyrir bílaframleiðendur sem margir hverjir hafa upp áform um mikla framleiðsluaukningu á næstu árum. Líkt og nú verða það líklega kínverjar sem sem kaupa flesta bíla, en í ár munu seljast um 17,5 milljónir bíla þar. Það er ríflega 21% af öllum seldum nýjum bílum í ár. Fleiri markaðir eru þó hratt vaxandi og verður aukningin einnig drifin af miklum vexti í öðrum löndum þar sem bílaeign er ekki svo almenn nú eins og í Brasilíu, Indlandi, Tælandi og Chile. Í ár munu seljast tæplega 13 milljón bílar í Bandaríkjunum en búist er við 15,5 milljón bíla sölu árið 2018. Þá er því spáð að bílasala í Evrópu fari brátt að vaxa aftur eftir nokkur samdráttarár. Ef leikið sér er aðeins með tölur og gert ráð fyrir að árið 2018 verði 8 milljarður manna á jörðinni og sala bíla verði 100 milljónir, eru 80 manns bakvið sölu hvers nýs bíls. Ef það er síðan umreiknað fyrir íslensku þjóðina nú, þ.e. um 320.000 manns, samsvarar það 4.000 bíla sölu á ári. Í fyrra seldust tæplega 8.000 bílar á Íslandi.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent