Helstu pistlahöfundar eru konur - Topp tíu listi yfir vinsælustu greinarnar Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2013 17:00 mynd/shutterstock „Kjánar telja að það sem frægir höfundar skrifa sé aðdáunarvert. En fyrir mína parta; ég les aðeins sjálfum mér til ánægju og mér finnst aðeins það gott sem rímar við minn eigin smekk,“ segir í Birtingi Voltaires. Og, mikið til í því: Fólk les oftar en ekki skoðanaríkan texta til að staðfesta og styrkja sínar eigin skoðanir. En, þeir ættu að hafa hugfast það sem William Blake benti á: „Sá sem aldrei skiptir um skoðun er eins og staðið vatn og það elur aðeins af sér steinrunnar hugsanir.“ Víst er að enginn skortur er á skoðunum; talsvert miklu meira framboð en eftirspurn. Mark Zuckerberg og Twitter-menn gera beinlínis út á þetta framboð með samfélagsmiðlum sínum: Notendur leggja til efnið en þeir selja auglýsingarnar. En, meðfylgjandi er listi yfir greinar sem birtust í Fréttablaðinu og Vísi á árinu sem er að líða og vöktu mikla athygli. Þetta geta verið aðsendar greinar sem og pistlar frá föstum pennum. Engin afstaða til þeirra skoðana sem komast á Topp 10 lista yfir skoðanir ársins er að baki þessari samantekt heldur ræður einfaldlega það hvaða pistlar voru mest lesnir af gestum Vísis. Og þá kemur í ljós að það eru greinar eða pistlar eftir konur sem tróna þar á toppi lista – reyndar komast ekki nema þrír karlar á Topp tíu lista yfir mest lesnu greinarnar.1. Orðsending til íslenskra karlmanna –Hrafnhildur Ragnarsdóttir Þessi grein, sem birtist í nóvember og er eftir stjórnarkonu í kvenréttindafélagi Íslands, reyndist mjög umdeild. Hátt í 300 athugasemdir voru skrifaðar við greinina og athugasemdir við athugasemdirnar. Greinin fjallar um þann ótta sem greinarhöfundur segir að konur búi almennt við: „Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn.“2. Kæri runkari –Fanney Birna Jónsdóttir Númer tvö er pistill eftir fastan pistlahöfund og starfsmann Vísis og er að einhverju leyti efnislega skyldur þeim pistli sem trónir á toppnum þannig að fyrir liggur að lesendur eru áhugasamir um frásagnir sem þessar. Pistillinn birtist í þessum mánuði og fjallar um þá reynslu pistlahöfundar að hafa gengið fram á mann sem sat í Benz-bíl sínum, fróaði sér og þá þannig að pistlahöfundur komst ekki hjá því að sjá. „En síðan fóru að renna á mig tvær grímur; hvað ef þessi aumkunarverða sýning er ekki nóg fyrir þig? Hvað gerir þú næst? Er mér óhætt að halda áfram að labba ein heim? Eða var það kannski aldrei í lagi? Þarna hætti ég að hlæja.“3. Vonlaus blaðamennska – Lilja Magnúsdóttur Númer þrjú er aðsend grein, opið bréf til Mikaels Torfasonar frá fagstjóra og kennara íslensku í MK og birtist hún seint í október. Lilja var ekki par ánægð með leiðara Fréttablaðsins sem Lilja telur hið mesta bull og hún les Mikael pistilinn: „Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveður að hætta námi í Borgarholtsskóla og færa sig yfir í FB telst brottfall?“4. Mamma þín dó í nótt – Oddrún Lára Friðgeirsdóttir Um er að ræða athyglisverða og hjartnæma grein sem birtist í september og eftir leiðbeinanda í leikskóla. Oddrún Lára ritar um veikindi móður sinnar sem var geðveik og þá reynslu að vera vakin 14 ára gömul við þá tilkynningu að hún væri dáin. Greinin er ákall um vitundarvakningu; að rætt verði opinskátt um geðræn veikindi. „Þessa nótt tók hún ekki þá sjálfselsku, meðvituðu ákvörðun um að yfirgefa börnin sín. Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó.“5. Borg í formalíni – Dóri DNA Pistillinn er Bakþanki Dóra sem birtist um mitt sumar en þar sem komið er inn á hina miklu deilu sem stóð og staðið hefur yfir um skemmtistaðinn Nasa. Dóri telur hana á villigötum: „Um hvað nákvæmlega snýst baráttan um Nasa? Snýst hún um húsið sjálft eða starfsemina sem er þar inni? Það er algjörlega borðleggjandi að þessi starfsemi mun finna sér nýjan vettvang.“6. Ég og frændi minn – Kristófer Sigurðsson Unglæknirinn Kristófer skrifaði grein sem birtist í upphafi árs og vakti mikla athygli. Þar tók hann dæmi af sjálfum sér og ungum frænda sínum sem hætti strax eftir skylduna. Í fyrstu virðist Kristófer talsvert betur settur en eftir því sem höfundur reiknaði lengur þeim mun betur leit dæmið út fyrir hinn unga frænda. „Það sem ég hef fram yfir frænda í launum frá því að ég útskrifast úr læknadeild og þar til ég klára sérnámið dugar ekki fyrir námslánunum mínum.“7. Bless, Sigmundur Davíð – Saga Garðarsdóttir Saga Garðarsdóttir leikkona er ein af Bakþankahöfundum Fréttablaðsins og hún tók upp á því að skrifa bréf til forsætisráðherra sem nutu nokkurrar athygli. Í þessum pistli, sem birtist í nóvember, er farið að síga í höfund því hann fær aldrei neitt svar, en þannig hefst pistillinn þessi: „Einu sinni átti mamma mín leiðinlegan pennavin sem hún nennti ekki að skrifast á við lengur, svo hún skrifaði honum bréf með vinstri hendinni sem vinkona sín og sagðist sjálf hafa látist í bílslysi.“8. Til þeirrar sem sagði að ég þyrfti að passa fituprósentuna – Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Tara Margrét er meistaranemi í félagsráðgjöf og efni aðsendrar greinar hennar, sem birtist í janúar, kemur ágætlega fram í skilmerkilegri fyrirsögninni. Vel á fimmta þúsund smelltu á „læk-hnappinn“ og voru þeir sem settu inn athugasemd almennt þeirrar skoðunar að þarna væri þarft mælt. „Þetta kvöld varð ég fyrir dæmigerðum fitufordómum. Þeir sem láta þá í ljós réttlæta gjörðir sínar með því hugarfari að viðkomandi eigi fordómana skilið. Þess vegna eru fitufordómar jafn algengir og raun ber vitni, jafnvel á Íslandi.“9. Er Sigmundur Davíð lærdómur okkar af hruninu? – Jón Kalmann Stefánsson Einn af okkar allra fremstu rithöfundum skrifaði ádrepu í miðri kosningabaráttunni í apríl sem vakti mikla athygli. Og voru þeir rúmlega fimm þúsund sem mæltu sérstaklega með greininni. Þar er þung undiralda og gremja höfundar leynir sér hvergi; honum þykir gullfiskaminni kjósenda og frambjóðenda með ósköpum. „Þegar þessar línur eru skrifaðar, virðast enn þá líkur á samsteypustjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins – sem er gamalkunnug hljómsveit. Undanfarnar vikur hefur formaður Framsóknar, Sigmundur Davíð, ekki sparað loforðin um miklu betri músík, að það verði dansað komist hann til valda, að þessi þjakaða þjóð sjái loksins til sólar – flokkurinn siglir enda með himinskautum og mælist með metfylgi.“10. Eigum við að leggja niður Landspítalann? – Lilja Guðlaug Bolladóttir Lilja Guðlaug er hjúkrunarfræðingur og hún skrifaði grein sem birtist í september. Greinin er löng og fjallar um ófremdarástand í heilbrigðismálum, en málefni Landspítalans hafa sannarlega brunnið á landsmönnum þetta árið. „Landspítalinn í núverandi mynd er fjársvelt stofnun sem fúnkerar sem heilsugæsla, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða og allt þar á milli.“ Fréttir ársins 2013 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
„Kjánar telja að það sem frægir höfundar skrifa sé aðdáunarvert. En fyrir mína parta; ég les aðeins sjálfum mér til ánægju og mér finnst aðeins það gott sem rímar við minn eigin smekk,“ segir í Birtingi Voltaires. Og, mikið til í því: Fólk les oftar en ekki skoðanaríkan texta til að staðfesta og styrkja sínar eigin skoðanir. En, þeir ættu að hafa hugfast það sem William Blake benti á: „Sá sem aldrei skiptir um skoðun er eins og staðið vatn og það elur aðeins af sér steinrunnar hugsanir.“ Víst er að enginn skortur er á skoðunum; talsvert miklu meira framboð en eftirspurn. Mark Zuckerberg og Twitter-menn gera beinlínis út á þetta framboð með samfélagsmiðlum sínum: Notendur leggja til efnið en þeir selja auglýsingarnar. En, meðfylgjandi er listi yfir greinar sem birtust í Fréttablaðinu og Vísi á árinu sem er að líða og vöktu mikla athygli. Þetta geta verið aðsendar greinar sem og pistlar frá föstum pennum. Engin afstaða til þeirra skoðana sem komast á Topp 10 lista yfir skoðanir ársins er að baki þessari samantekt heldur ræður einfaldlega það hvaða pistlar voru mest lesnir af gestum Vísis. Og þá kemur í ljós að það eru greinar eða pistlar eftir konur sem tróna þar á toppi lista – reyndar komast ekki nema þrír karlar á Topp tíu lista yfir mest lesnu greinarnar.1. Orðsending til íslenskra karlmanna –Hrafnhildur Ragnarsdóttir Þessi grein, sem birtist í nóvember og er eftir stjórnarkonu í kvenréttindafélagi Íslands, reyndist mjög umdeild. Hátt í 300 athugasemdir voru skrifaðar við greinina og athugasemdir við athugasemdirnar. Greinin fjallar um þann ótta sem greinarhöfundur segir að konur búi almennt við: „Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn.“2. Kæri runkari –Fanney Birna Jónsdóttir Númer tvö er pistill eftir fastan pistlahöfund og starfsmann Vísis og er að einhverju leyti efnislega skyldur þeim pistli sem trónir á toppnum þannig að fyrir liggur að lesendur eru áhugasamir um frásagnir sem þessar. Pistillinn birtist í þessum mánuði og fjallar um þá reynslu pistlahöfundar að hafa gengið fram á mann sem sat í Benz-bíl sínum, fróaði sér og þá þannig að pistlahöfundur komst ekki hjá því að sjá. „En síðan fóru að renna á mig tvær grímur; hvað ef þessi aumkunarverða sýning er ekki nóg fyrir þig? Hvað gerir þú næst? Er mér óhætt að halda áfram að labba ein heim? Eða var það kannski aldrei í lagi? Þarna hætti ég að hlæja.“3. Vonlaus blaðamennska – Lilja Magnúsdóttur Númer þrjú er aðsend grein, opið bréf til Mikaels Torfasonar frá fagstjóra og kennara íslensku í MK og birtist hún seint í október. Lilja var ekki par ánægð með leiðara Fréttablaðsins sem Lilja telur hið mesta bull og hún les Mikael pistilinn: „Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveður að hætta námi í Borgarholtsskóla og færa sig yfir í FB telst brottfall?“4. Mamma þín dó í nótt – Oddrún Lára Friðgeirsdóttir Um er að ræða athyglisverða og hjartnæma grein sem birtist í september og eftir leiðbeinanda í leikskóla. Oddrún Lára ritar um veikindi móður sinnar sem var geðveik og þá reynslu að vera vakin 14 ára gömul við þá tilkynningu að hún væri dáin. Greinin er ákall um vitundarvakningu; að rætt verði opinskátt um geðræn veikindi. „Þessa nótt tók hún ekki þá sjálfselsku, meðvituðu ákvörðun um að yfirgefa börnin sín. Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó.“5. Borg í formalíni – Dóri DNA Pistillinn er Bakþanki Dóra sem birtist um mitt sumar en þar sem komið er inn á hina miklu deilu sem stóð og staðið hefur yfir um skemmtistaðinn Nasa. Dóri telur hana á villigötum: „Um hvað nákvæmlega snýst baráttan um Nasa? Snýst hún um húsið sjálft eða starfsemina sem er þar inni? Það er algjörlega borðleggjandi að þessi starfsemi mun finna sér nýjan vettvang.“6. Ég og frændi minn – Kristófer Sigurðsson Unglæknirinn Kristófer skrifaði grein sem birtist í upphafi árs og vakti mikla athygli. Þar tók hann dæmi af sjálfum sér og ungum frænda sínum sem hætti strax eftir skylduna. Í fyrstu virðist Kristófer talsvert betur settur en eftir því sem höfundur reiknaði lengur þeim mun betur leit dæmið út fyrir hinn unga frænda. „Það sem ég hef fram yfir frænda í launum frá því að ég útskrifast úr læknadeild og þar til ég klára sérnámið dugar ekki fyrir námslánunum mínum.“7. Bless, Sigmundur Davíð – Saga Garðarsdóttir Saga Garðarsdóttir leikkona er ein af Bakþankahöfundum Fréttablaðsins og hún tók upp á því að skrifa bréf til forsætisráðherra sem nutu nokkurrar athygli. Í þessum pistli, sem birtist í nóvember, er farið að síga í höfund því hann fær aldrei neitt svar, en þannig hefst pistillinn þessi: „Einu sinni átti mamma mín leiðinlegan pennavin sem hún nennti ekki að skrifast á við lengur, svo hún skrifaði honum bréf með vinstri hendinni sem vinkona sín og sagðist sjálf hafa látist í bílslysi.“8. Til þeirrar sem sagði að ég þyrfti að passa fituprósentuna – Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Tara Margrét er meistaranemi í félagsráðgjöf og efni aðsendrar greinar hennar, sem birtist í janúar, kemur ágætlega fram í skilmerkilegri fyrirsögninni. Vel á fimmta þúsund smelltu á „læk-hnappinn“ og voru þeir sem settu inn athugasemd almennt þeirrar skoðunar að þarna væri þarft mælt. „Þetta kvöld varð ég fyrir dæmigerðum fitufordómum. Þeir sem láta þá í ljós réttlæta gjörðir sínar með því hugarfari að viðkomandi eigi fordómana skilið. Þess vegna eru fitufordómar jafn algengir og raun ber vitni, jafnvel á Íslandi.“9. Er Sigmundur Davíð lærdómur okkar af hruninu? – Jón Kalmann Stefánsson Einn af okkar allra fremstu rithöfundum skrifaði ádrepu í miðri kosningabaráttunni í apríl sem vakti mikla athygli. Og voru þeir rúmlega fimm þúsund sem mæltu sérstaklega með greininni. Þar er þung undiralda og gremja höfundar leynir sér hvergi; honum þykir gullfiskaminni kjósenda og frambjóðenda með ósköpum. „Þegar þessar línur eru skrifaðar, virðast enn þá líkur á samsteypustjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins – sem er gamalkunnug hljómsveit. Undanfarnar vikur hefur formaður Framsóknar, Sigmundur Davíð, ekki sparað loforðin um miklu betri músík, að það verði dansað komist hann til valda, að þessi þjakaða þjóð sjái loksins til sólar – flokkurinn siglir enda með himinskautum og mælist með metfylgi.“10. Eigum við að leggja niður Landspítalann? – Lilja Guðlaug Bolladóttir Lilja Guðlaug er hjúkrunarfræðingur og hún skrifaði grein sem birtist í september. Greinin er löng og fjallar um ófremdarástand í heilbrigðismálum, en málefni Landspítalans hafa sannarlega brunnið á landsmönnum þetta árið. „Landspítalinn í núverandi mynd er fjársvelt stofnun sem fúnkerar sem heilsugæsla, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða og allt þar á milli.“
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira