Vonast eftir þjóðarsátt um fjárlög ríkisstjórnarinnar Höskuldur Kári Schram skrifar 13. desember 2013 15:20 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis vonast eftir þjóðarsátt um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harkalega niðurskurðaraðgerðir síðustu ríkisstjórnar í heilbrigðismálum. Vigdís mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar þegar önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. „Segja má að forgangsröðun sú sem birtist í nefndaráliti meirihlutans sé þjóðarsátt um fjárlög ársins 2014. Við reisum við heilbrigðiskerfið sem holað var að innan í tíð síðustu ríkisstjórnar jafnt á Reykjavíkursvæðinu sem og á landsbyggðinni. Við forgangsröðum í þágu fólksins í landinu öllu í grunnþjónustunni og þá sleppum við óþarfanum sem sumir kalla gæluverkefni fyrri ríkisstjórnar. Við náum að snúa af braut hömlulausra útgjalda í ríkisrekstri í það að skila hallalausum fjárlögum og meira að segja að skila örlitlum afgangi,“ sagði Vigdís. Hún vonast eftir breiðri sátt um frumvarpið. „Það er von okkar að um þessi fjárlög skapist góð samstaða og litið verði á þau sem undirbúning að því að snúa við óheillaþróun í rekstri ríkissjóðs og hefja von bráðar niðurgreiðslu á ríkisskuldum sem er brýn nauðsyn svo Íslendingum farnist vel í framtíðinni og landið haldið efnahagslegu sjálfstæðis,“ sagði Vigdís. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, sagði að gagnrýni Vigdísar væri ómálefnaleg og ekki til þess fallin að ýta undir málefnalega umræðu um fjárlögin. „Ég verð að viðurkenna að maður bregður við þegar lagt er út í faglega og málefnalega umræðu sem hér á eftir að standa næstu daga með orðunum að hér hafi orðið hömlulaus útgjöld á síðustu árum. Hömlulaus útgjöld. Þar sem búið er að skera niður frá því að vera með 14% halla á landsframleiðslu niður í 1%. Við erum að tala um að menn hafi tekið við villandi búi hvað sem það þýðir. Að tekjuáætlun á þessu ári hafi verið byggð á lofti, innihaldslaus með öllu eins og hér er sagt. Ég verð að biðjast undan svona málflutningi í sambandi við fjárlög,“ sagði Guðbjartur. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis vonast eftir þjóðarsátt um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harkalega niðurskurðaraðgerðir síðustu ríkisstjórnar í heilbrigðismálum. Vigdís mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar þegar önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. „Segja má að forgangsröðun sú sem birtist í nefndaráliti meirihlutans sé þjóðarsátt um fjárlög ársins 2014. Við reisum við heilbrigðiskerfið sem holað var að innan í tíð síðustu ríkisstjórnar jafnt á Reykjavíkursvæðinu sem og á landsbyggðinni. Við forgangsröðum í þágu fólksins í landinu öllu í grunnþjónustunni og þá sleppum við óþarfanum sem sumir kalla gæluverkefni fyrri ríkisstjórnar. Við náum að snúa af braut hömlulausra útgjalda í ríkisrekstri í það að skila hallalausum fjárlögum og meira að segja að skila örlitlum afgangi,“ sagði Vigdís. Hún vonast eftir breiðri sátt um frumvarpið. „Það er von okkar að um þessi fjárlög skapist góð samstaða og litið verði á þau sem undirbúning að því að snúa við óheillaþróun í rekstri ríkissjóðs og hefja von bráðar niðurgreiðslu á ríkisskuldum sem er brýn nauðsyn svo Íslendingum farnist vel í framtíðinni og landið haldið efnahagslegu sjálfstæðis,“ sagði Vigdís. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, sagði að gagnrýni Vigdísar væri ómálefnaleg og ekki til þess fallin að ýta undir málefnalega umræðu um fjárlögin. „Ég verð að viðurkenna að maður bregður við þegar lagt er út í faglega og málefnalega umræðu sem hér á eftir að standa næstu daga með orðunum að hér hafi orðið hömlulaus útgjöld á síðustu árum. Hömlulaus útgjöld. Þar sem búið er að skera niður frá því að vera með 14% halla á landsframleiðslu niður í 1%. Við erum að tala um að menn hafi tekið við villandi búi hvað sem það þýðir. Að tekjuáætlun á þessu ári hafi verið byggð á lofti, innihaldslaus með öllu eins og hér er sagt. Ég verð að biðjast undan svona málflutningi í sambandi við fjárlög,“ sagði Guðbjartur.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira