Mál sem má ræða Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. janúar 2013 06:00 Klaufaleg ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um svokallaða hælisferðamennsku (e. asylum tourism) hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð. Af þeim mátti skilja að það ætti við um verulegan hóp hælisleitenda að hann væri fólk sem stundaði að "fara til útlanda og kynnast landi og þjóð og nýti sér þá þjónustu sem hælisleitendum stendur til boða". Í ljósi þess að flestir hælisleitendur eru bágstatt fólk, sem flýr stríðsátök eða ofsóknir í heimalandi sínu, þóttu mörgum þetta engan veginn viðeigandi ummæli. Forstjórinn skýrði hins vegar mál sitt í yfirlýsingu, sem hún sendi frá sér eftir að allt var farið í háaloft yfir ummælum hennar í fréttum Ríkisútvarpsins. Þar segist hún hafa ætlað að koma því á framfæri að hælisleitendum hafi fjölgað gríðarlega á Íslandi síðustu ár og afleiðing þess væri meðal annars að málsmeðferðartími hjá Útlendingastofnun væri orðinn of langur. Það hefði ýmsar óæskilegar afleiðingar í för með sér, fyrst og fremst fyrir þá sem sæktu um hæli og þyrftu að bíða lengi í óvissu. "Langur málsmeðferðartími getur því miður einnig haft það í för með sér að einhverjir einstaklingar reyni að misnota þá aðstoð sem stendur hælisleitendum til boða og eru stofnuninni vel kunnar slíkar aðstæður sem skapast hafa hjá nágrannaríkjum okkar," segir Kristín. "Af reynslu nágrannaríkjanna hefur það sýnt sig að besta leiðin til að koma í veg fyrir misnotkun á kerfinu er að málsmeðferð sé skjótvirk og sanngjörn." Hún bætir því við að á síðustu vikum hafi "nokkur hópur einstaklinga" sótt um hæli, sem gæti fallið í hóp svokallaðra hælisferðamanna. Algengt sé að þetta fólk beri ekki fyrir sig ofsóknir sem ástæðu flótta, heldur efnahagslegar ástæður. Það falli því ekki undir flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, en eigi engu að síður rétt á vandaðri málsmeðferð. Það er ekki óeðlilegt að hælisleitendum fjölgi á Íslandi, því að í samanburði við flest nágrannalönd hafa þeir verið fáir hér. Ísland hefur sömuleiðis staðið sig verr en flest Evrópulönd í móttöku flóttamanna. Fjölgun hælisleitenda hefur ekki fylgt nauðsynleg efling Útlendingastofnunar. Í nóvember síðastliðnum var lögfræðingum, sem fara með mál hælisleitenda, fjölgað úr tveimur í fjóra sem að mati Kristínar dugir ekki til að vinna á málahalanum sem þegar er orðinn til. Á milli áranna 2011 og 2012 fjölgaði hælisleitendum um 50% og kostnaður skattgreiðenda af uppihaldi þeirra hækkaði úr 108 milljónum í 220. Þetta eru raunveruleg úrlausnarefni. Fólk sem sækir um hæli á Íslandi á rétt á skjótri og vandaðri málsmeðferð. Efling Útlendingastofnunar til að halda í við fjölgun hælisleitenda myndi spara útgjöld annars staðar í ríkiskerfinu. Og ef slíkar úrbætur draga úr líkum á að lítill hópur misnoti kerfi sem búið var til í þeim tilgangi að hjálpa bágstöddu fólki eru þær líka eðlilegar og sjálfsagðar. Um þetta má tala og leita að lausnum. Klaufaskapur forstjórans í fjölmiðlum á ekki að yfirskyggja það viðfangsefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun
Klaufaleg ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um svokallaða hælisferðamennsku (e. asylum tourism) hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð. Af þeim mátti skilja að það ætti við um verulegan hóp hælisleitenda að hann væri fólk sem stundaði að "fara til útlanda og kynnast landi og þjóð og nýti sér þá þjónustu sem hælisleitendum stendur til boða". Í ljósi þess að flestir hælisleitendur eru bágstatt fólk, sem flýr stríðsátök eða ofsóknir í heimalandi sínu, þóttu mörgum þetta engan veginn viðeigandi ummæli. Forstjórinn skýrði hins vegar mál sitt í yfirlýsingu, sem hún sendi frá sér eftir að allt var farið í háaloft yfir ummælum hennar í fréttum Ríkisútvarpsins. Þar segist hún hafa ætlað að koma því á framfæri að hælisleitendum hafi fjölgað gríðarlega á Íslandi síðustu ár og afleiðing þess væri meðal annars að málsmeðferðartími hjá Útlendingastofnun væri orðinn of langur. Það hefði ýmsar óæskilegar afleiðingar í för með sér, fyrst og fremst fyrir þá sem sæktu um hæli og þyrftu að bíða lengi í óvissu. "Langur málsmeðferðartími getur því miður einnig haft það í för með sér að einhverjir einstaklingar reyni að misnota þá aðstoð sem stendur hælisleitendum til boða og eru stofnuninni vel kunnar slíkar aðstæður sem skapast hafa hjá nágrannaríkjum okkar," segir Kristín. "Af reynslu nágrannaríkjanna hefur það sýnt sig að besta leiðin til að koma í veg fyrir misnotkun á kerfinu er að málsmeðferð sé skjótvirk og sanngjörn." Hún bætir því við að á síðustu vikum hafi "nokkur hópur einstaklinga" sótt um hæli, sem gæti fallið í hóp svokallaðra hælisferðamanna. Algengt sé að þetta fólk beri ekki fyrir sig ofsóknir sem ástæðu flótta, heldur efnahagslegar ástæður. Það falli því ekki undir flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, en eigi engu að síður rétt á vandaðri málsmeðferð. Það er ekki óeðlilegt að hælisleitendum fjölgi á Íslandi, því að í samanburði við flest nágrannalönd hafa þeir verið fáir hér. Ísland hefur sömuleiðis staðið sig verr en flest Evrópulönd í móttöku flóttamanna. Fjölgun hælisleitenda hefur ekki fylgt nauðsynleg efling Útlendingastofnunar. Í nóvember síðastliðnum var lögfræðingum, sem fara með mál hælisleitenda, fjölgað úr tveimur í fjóra sem að mati Kristínar dugir ekki til að vinna á málahalanum sem þegar er orðinn til. Á milli áranna 2011 og 2012 fjölgaði hælisleitendum um 50% og kostnaður skattgreiðenda af uppihaldi þeirra hækkaði úr 108 milljónum í 220. Þetta eru raunveruleg úrlausnarefni. Fólk sem sækir um hæli á Íslandi á rétt á skjótri og vandaðri málsmeðferð. Efling Útlendingastofnunar til að halda í við fjölgun hælisleitenda myndi spara útgjöld annars staðar í ríkiskerfinu. Og ef slíkar úrbætur draga úr líkum á að lítill hópur misnoti kerfi sem búið var til í þeim tilgangi að hjálpa bágstöddu fólki eru þær líka eðlilegar og sjálfsagðar. Um þetta má tala og leita að lausnum. Klaufaskapur forstjórans í fjölmiðlum á ekki að yfirskyggja það viðfangsefni.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun