Ein sú eftirsóttasta í Hollywood 26. janúar 2013 07:00 Jessica Chastain á Golden Globe-hátíðinni þar sem hún var verðlaunuð fyrir leik sinn í Zero Dark Thirty.nordicphotos/getty Bandaríska leikkonan Jessica Chastain leikur aðalhlutverkið í tveimur vinsælustu kvikmyndunum vestanhafs, samkvæmt tekjulista sem var birtur eftir síðustu helgi. Afar fátítt er að sama manneskjan leiki í tveimur efstu myndunum og jafnvel enn fátíðara að um leikkonu sé að ræða. Þessar tvær toppmyndir eru hryllingsmyndin Mama og Zero Dark Thirty. Fyrir hlutverk sitt í síðarnefndu myndinni, sem fjallar um leitina að Osama bin Laden, var Chastain tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Mama fjallar um parið Lucas og Annebel sem ákveður að ala upp tvær litlar frænkur Lucas sem voru skildar eftir aleinar í skógi fimm árum áður. Chastain hefur risið hratt upp á stjörnuhiminninn að undanförnu og er hún orðin ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Skemmst er að minnast þess er hún hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta aðalleikkonan fyrir hlutverkið í Zero Dark Thirty. Þessi 35 ára Kaliforníumær gekk í Juilliard-leiklistarskólann eftir að hafa fengið styrk frá Robin Williams. Þorvaldur Davíð Kristjánsson varð einmitt fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild Juilliard og hann hlaut einnig Robin Williams-styrk eftir að hann var kominn í skólann. Chastain hóf feril sinn í sjónvarpsþáttum á borð við ER, Veronica Mars, Law & Order og bresku þáttunum Agatha Christie‘s Poirot. Árið 2011 var hennar ár því þá komu út sjö kvikmyndir með henni, þar á meðal The Tree of Life í leikstjórn Terrence Malick, Texas Killing Fields og The Help. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsins fyrir þá síðastnefndu. Auk Mama og Zero Dark Thirty eru tvær nýjar myndir væntanlegar frá Chastain, eða tvíburamyndirnar The Disappearance of Eleanor Rigby: His og The Disappearance of Eleanor Rigby: Hers þar sem hún leikur á móti James McAvoy. Golden Globes Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Chastain leikur aðalhlutverkið í tveimur vinsælustu kvikmyndunum vestanhafs, samkvæmt tekjulista sem var birtur eftir síðustu helgi. Afar fátítt er að sama manneskjan leiki í tveimur efstu myndunum og jafnvel enn fátíðara að um leikkonu sé að ræða. Þessar tvær toppmyndir eru hryllingsmyndin Mama og Zero Dark Thirty. Fyrir hlutverk sitt í síðarnefndu myndinni, sem fjallar um leitina að Osama bin Laden, var Chastain tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Mama fjallar um parið Lucas og Annebel sem ákveður að ala upp tvær litlar frænkur Lucas sem voru skildar eftir aleinar í skógi fimm árum áður. Chastain hefur risið hratt upp á stjörnuhiminninn að undanförnu og er hún orðin ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Skemmst er að minnast þess er hún hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta aðalleikkonan fyrir hlutverkið í Zero Dark Thirty. Þessi 35 ára Kaliforníumær gekk í Juilliard-leiklistarskólann eftir að hafa fengið styrk frá Robin Williams. Þorvaldur Davíð Kristjánsson varð einmitt fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild Juilliard og hann hlaut einnig Robin Williams-styrk eftir að hann var kominn í skólann. Chastain hóf feril sinn í sjónvarpsþáttum á borð við ER, Veronica Mars, Law & Order og bresku þáttunum Agatha Christie‘s Poirot. Árið 2011 var hennar ár því þá komu út sjö kvikmyndir með henni, þar á meðal The Tree of Life í leikstjórn Terrence Malick, Texas Killing Fields og The Help. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsins fyrir þá síðastnefndu. Auk Mama og Zero Dark Thirty eru tvær nýjar myndir væntanlegar frá Chastain, eða tvíburamyndirnar The Disappearance of Eleanor Rigby: His og The Disappearance of Eleanor Rigby: Hers þar sem hún leikur á móti James McAvoy.
Golden Globes Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp