Sama hvaðan gott kemur Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Konudagurinn nálgast óðum og þá gefa margir blóm. Sætur siður, að mati flestra. Valentínusardagurinn svokallaði er nýliðinn og þá gefa líka einhverjir blóm. Það þykir þó ekki eins sætur siður, allavega ekki ef marka mátti samskiptavefinn Facebook þennan dag. Þar kepptist fólk við að lýsa frati á daginn, kallaði hann ameríska sölubrellu sem ætti ekkert erindi við okkur Íslendinga. Við ættum okkar eigin aldagömlu bónda- og konudaga. Ættum við kannski bara að innleiða 4. júlí sem hátíðisdag líka eða hvað? Konudagur er fyrsti dagur góu samkvæmt gamla tímatalinu. Á Vísindavef HÍ komst ég að því að „Í bréfi frá séra Jóni Halldórssyni í Hítardal til Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn árið 1728, segir að bændur eigi að innbjóða góu á sama hátt og húsfreyjur bjóði þorra: ganga út fyrir dyr kvöldið fyrir góukomu og bjóða henni inn sem góðum virðingargesti með fögrum tilmælum um að hún væri sér og sínum létt og ekki skaðsöm." Dagurinn var reyndar ekki kallaður konudagur fyrr en um miðja 19. öld, las ég á Vísindavefnum. Dagurinn snerist ekki um að dekra við konur sérstaklega, heldur var verið að vonast eftir góðu vori. Daginn ber alltaf upp á sunnudag svo kannski hefur þó verið eitthvað gott með kaffinu. En líklega þurftu konurnar að baka það sjálfar. Það var svo ekki fyrr en sniðugir kaupmenn tóku upp á því að auglýsa sérstök konudagsblóm á sjötta áratug síðustu aldar að konudagurinn varð sá rómantíski blómadagur sem við þekkjum. Valentínusardagurinn er aftur á móti mjög nýtt fyrirbæri á Íslandi og jú, Bandaríkjamenn virðast mjög hrifnir af honum ef marka má bíómyndirnar. Ég þekkti hann ekkert en með því að fletta upp á Vísindavefnum og Wikipediu gat ég ekki betur séð en að þennan sið, að halda sérstakan dag kærustupara, megi rekja allt til 14. aldar. Og að hann er upprunninn í Evrópu, kenndur við heilagan Valentínus, rómantískan prest sem á að hafa verið fangelsaður fyrir að gifta þá sem ekki máttu giftast. Sumir segja að verja verði íslenska menningu fyrir óæskilegum áhrifum. Passa upp á arfinn fyrir komandi kynslóðir og það er sjálfsagt rétt. En mér finnst ekkert óæskilegt að ýta undir smá rómantík. Er ekki sama hvaðan gott kemur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Konudagurinn nálgast óðum og þá gefa margir blóm. Sætur siður, að mati flestra. Valentínusardagurinn svokallaði er nýliðinn og þá gefa líka einhverjir blóm. Það þykir þó ekki eins sætur siður, allavega ekki ef marka mátti samskiptavefinn Facebook þennan dag. Þar kepptist fólk við að lýsa frati á daginn, kallaði hann ameríska sölubrellu sem ætti ekkert erindi við okkur Íslendinga. Við ættum okkar eigin aldagömlu bónda- og konudaga. Ættum við kannski bara að innleiða 4. júlí sem hátíðisdag líka eða hvað? Konudagur er fyrsti dagur góu samkvæmt gamla tímatalinu. Á Vísindavef HÍ komst ég að því að „Í bréfi frá séra Jóni Halldórssyni í Hítardal til Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn árið 1728, segir að bændur eigi að innbjóða góu á sama hátt og húsfreyjur bjóði þorra: ganga út fyrir dyr kvöldið fyrir góukomu og bjóða henni inn sem góðum virðingargesti með fögrum tilmælum um að hún væri sér og sínum létt og ekki skaðsöm." Dagurinn var reyndar ekki kallaður konudagur fyrr en um miðja 19. öld, las ég á Vísindavefnum. Dagurinn snerist ekki um að dekra við konur sérstaklega, heldur var verið að vonast eftir góðu vori. Daginn ber alltaf upp á sunnudag svo kannski hefur þó verið eitthvað gott með kaffinu. En líklega þurftu konurnar að baka það sjálfar. Það var svo ekki fyrr en sniðugir kaupmenn tóku upp á því að auglýsa sérstök konudagsblóm á sjötta áratug síðustu aldar að konudagurinn varð sá rómantíski blómadagur sem við þekkjum. Valentínusardagurinn er aftur á móti mjög nýtt fyrirbæri á Íslandi og jú, Bandaríkjamenn virðast mjög hrifnir af honum ef marka má bíómyndirnar. Ég þekkti hann ekkert en með því að fletta upp á Vísindavefnum og Wikipediu gat ég ekki betur séð en að þennan sið, að halda sérstakan dag kærustupara, megi rekja allt til 14. aldar. Og að hann er upprunninn í Evrópu, kenndur við heilagan Valentínus, rómantískan prest sem á að hafa verið fangelsaður fyrir að gifta þá sem ekki máttu giftast. Sumir segja að verja verði íslenska menningu fyrir óæskilegum áhrifum. Passa upp á arfinn fyrir komandi kynslóðir og það er sjálfsagt rétt. En mér finnst ekkert óæskilegt að ýta undir smá rómantík. Er ekki sama hvaðan gott kemur?
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun