Löggjöf úr takti við veruleikann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. mars 2013 06:00 Einstæður faðir, Matthías Freyr Matthíasson, gagnrýndi í samtali við helgarblað Fréttablaðsins það fyrirkomulag að börn foreldra, sem hafa slitið samvistum, geti eingöngu átt lögheimili hjá öðru foreldrinu, jafnvel þótt barnið dveljist jafnmikið hjá báðum. „Það stakk mig í föðurhjartað að sjá það í þjóðskrá að dóttir mín er ekki hluti af minni fjölskyldu, heldur er hún eingöngu hluti af fjölskyldu móður sinnar. Mér finnst það alveg fáránlegt," segir Matthías. Hann bendir jafnframt á að samkvæmt lögum fær foreldrið sem lögheimilið er skráð hjá barnabætur, meðlag frá hinu foreldrinu, hærri húsaleigubætur og hærri námslán, jafnvel þótt ábyrgðinni á barninu sé jafnt skipt. Matthías kallar eftir því að barn geti verið með skráð lögheimili hjá báðum foreldrum. Í þjóðskránni hafa einstæðar mæður með börn löngum verið miklu fleiri en einstæðir feður. Þó hafa hlutföllin breytzt feðrunum í hag; fyrir fimmtán árum voru einstæðar mæður skráðar fjórtán sinnum fleiri en feðurnir, en í upphafi þessa árs voru þær skráðar tíu sinnum fleiri. Þessar tölur fela þó þá þróun, sem átt hefur sér stað undanfarin tuttugu ár. Foreldrar sem slíta samvistum semja nú í meira en 85% tilvika um sameiginlega forsjá. Samkvæmt könnun sem gerð var á högum barna fráskilinna foreldra árið 2008 bjó fjórðungur jafnt hjá báðum foreldrum og gera má ráð fyrir að hlutfallið hafi heldur hækkað síðan. Löggjöfin tekur ekki mið af þessum breytta veruleika. Tilraunir til að breyta lögunum undanfarin ár hafa runnið út í sandinn. Nefnd velferðarráðherra um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum, sem skilaði skýrslu árið 2009, þríklofnaði í afstöðu sinni til spurningarinnar um tvöfalt lögheimili barna. Meirihluti nefndarinnar vildi fela annarri nefnd á vegum dómsmálaráðherra, sem undirbjó breytingar á barnalögum, að taka á málinu. Sú nefnd taldi „flest rök mæla gegn því" að barn gæti átt tvö lögheimili, enda væri hvergi á Norðurlöndum gert ráð fyrir því. Nefndin benti á að skráning lögheimilis hefði margvísleg réttaráhrif, til dæmis varðandi skyldur sveitarfélaga til að veita velferðarþjónustu, og breytingin væri því of flókin. Hvað það varðar að opinber stuðningur renni eingöngu til lögheimilisforeldrisins benti nefndin á að foreldrar gætu ákveðið að eigin frumkvæði að skipta slíkum greiðslum með sér og vildi „breyta frekar sérlögum í einstaka tilvikum í þá veru að taka tillit til barnsins og stöðu beggja foreldra ef rétt þykir að taka tillit til þess tíma sem barn dvelur í umgengni". Niðurstaðan varð sú að gera enga breytingu hvað þetta varðaði – ekki heldur á öðrum sérlögum – og Alþingi lét þar við sitja. Ekki verður annað séð en að löggjafinn hafi með þessu gefizt upp fyrir því verkefni að láta löggjöfina endurspegla hina raunverulegu þróun og ýta frekar undir hana. Því að það er tvímælalaust jákvætt að báðir foreldrar axli jafna ábyrgð á uppeldi barna, líka eftir skilnað eða sambúðarslit. Það er einn þáttur í að koma á raunverulegu kynjajafnrétti á öllum sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Einstæður faðir, Matthías Freyr Matthíasson, gagnrýndi í samtali við helgarblað Fréttablaðsins það fyrirkomulag að börn foreldra, sem hafa slitið samvistum, geti eingöngu átt lögheimili hjá öðru foreldrinu, jafnvel þótt barnið dveljist jafnmikið hjá báðum. „Það stakk mig í föðurhjartað að sjá það í þjóðskrá að dóttir mín er ekki hluti af minni fjölskyldu, heldur er hún eingöngu hluti af fjölskyldu móður sinnar. Mér finnst það alveg fáránlegt," segir Matthías. Hann bendir jafnframt á að samkvæmt lögum fær foreldrið sem lögheimilið er skráð hjá barnabætur, meðlag frá hinu foreldrinu, hærri húsaleigubætur og hærri námslán, jafnvel þótt ábyrgðinni á barninu sé jafnt skipt. Matthías kallar eftir því að barn geti verið með skráð lögheimili hjá báðum foreldrum. Í þjóðskránni hafa einstæðar mæður með börn löngum verið miklu fleiri en einstæðir feður. Þó hafa hlutföllin breytzt feðrunum í hag; fyrir fimmtán árum voru einstæðar mæður skráðar fjórtán sinnum fleiri en feðurnir, en í upphafi þessa árs voru þær skráðar tíu sinnum fleiri. Þessar tölur fela þó þá þróun, sem átt hefur sér stað undanfarin tuttugu ár. Foreldrar sem slíta samvistum semja nú í meira en 85% tilvika um sameiginlega forsjá. Samkvæmt könnun sem gerð var á högum barna fráskilinna foreldra árið 2008 bjó fjórðungur jafnt hjá báðum foreldrum og gera má ráð fyrir að hlutfallið hafi heldur hækkað síðan. Löggjöfin tekur ekki mið af þessum breytta veruleika. Tilraunir til að breyta lögunum undanfarin ár hafa runnið út í sandinn. Nefnd velferðarráðherra um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum, sem skilaði skýrslu árið 2009, þríklofnaði í afstöðu sinni til spurningarinnar um tvöfalt lögheimili barna. Meirihluti nefndarinnar vildi fela annarri nefnd á vegum dómsmálaráðherra, sem undirbjó breytingar á barnalögum, að taka á málinu. Sú nefnd taldi „flest rök mæla gegn því" að barn gæti átt tvö lögheimili, enda væri hvergi á Norðurlöndum gert ráð fyrir því. Nefndin benti á að skráning lögheimilis hefði margvísleg réttaráhrif, til dæmis varðandi skyldur sveitarfélaga til að veita velferðarþjónustu, og breytingin væri því of flókin. Hvað það varðar að opinber stuðningur renni eingöngu til lögheimilisforeldrisins benti nefndin á að foreldrar gætu ákveðið að eigin frumkvæði að skipta slíkum greiðslum með sér og vildi „breyta frekar sérlögum í einstaka tilvikum í þá veru að taka tillit til barnsins og stöðu beggja foreldra ef rétt þykir að taka tillit til þess tíma sem barn dvelur í umgengni". Niðurstaðan varð sú að gera enga breytingu hvað þetta varðaði – ekki heldur á öðrum sérlögum – og Alþingi lét þar við sitja. Ekki verður annað séð en að löggjafinn hafi með þessu gefizt upp fyrir því verkefni að láta löggjöfina endurspegla hina raunverulegu þróun og ýta frekar undir hana. Því að það er tvímælalaust jákvætt að báðir foreldrar axli jafna ábyrgð á uppeldi barna, líka eftir skilnað eða sambúðarslit. Það er einn þáttur í að koma á raunverulegu kynjajafnrétti á öllum sviðum.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun