I approve this message Hildur Sverrisdóttir skrifar 4. maí 2013 15:00 Í nýafstöðnum kosningum klæddu gamlar konur sig upp, einhverjir flögguðu, allavega einn fékk ís og enginn gerði þarfir sínar í kjörkassa. ÖSE-menn voru sáttir, herbergi var innsiglað og svo fundið út úr því hvernig ætti að komast inn í það. Formenn flokkanna tóku niðurstöðum af jafnaðargeði enda í þjálfun eftir málefnalega og skætingslitla kosningabaráttu. Sem sagt bara harla gott. Það skyggir þó á að þrátt fyrir það var kosningaþátttaka með minna móti og traustið á stjórnmál virðist lítið aukast. Það hjálpar því ekki að það sé farið að bera á uppdiktuðum vefsíðum í nafni stjórnmálaflokks með rætnum skilaboðum í garð annarra þrátt fyrir að engin tengsl virðist vera við viðkomandi flokk – að því er virðist til þess eins að bjaga umræðuna og blekkja fólk. Hvað þá um aðrar síður sem hafa gerst sekar um sambærilega rætni gagnvart öðrum, kunna sumir að spyrja. Munurinn er að við vitum allavega hverjir ábyrgðarmenn þeirra eru – dónaskapnum er ekki klínt á aðra. Til að auka traust almennings á stjórnmálum voru upp úr aldamótum settar reglur í Bandaríkjunum til að girða fyrir svokallaðar árásarauglýsingar, þar sem er ráðist á pólitíska andstæðinga með óvægnum hætti – meðal annars með því að gera þeim upp skoðanir. Reglurnar kveða á um að sá frambjóðandi eða flokkur sem auglýsir í pólitískum tilgangi í ljósvakamiðlum verður að votta skilaboðin: „I‘m Hillary Clinton and I approve this message.“ Frumvarp um að setja sambærilegar reglur fyrir vefinn dagaði þó uppi á bandaríska þinginu. Löggjöf er ágætt tæki til að rétta við órétt. En fyrst og fremst ætti lausnin að felast í að sýna virðingu og fara vel með það frelsi sem við höfum til að eiga í opnum pólitískum skoðanaskiptum án afskipta ríkisvaldsins. Það er vont að fara illa með þau réttindi og gerir okkar ágæta landi lýðræðishefðar engan greiða. Svo má bara skerpa á þeirri staðreynd að sá sem þarf að spila óheiðarlega er löngu búinn að tapa leiknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Í nýafstöðnum kosningum klæddu gamlar konur sig upp, einhverjir flögguðu, allavega einn fékk ís og enginn gerði þarfir sínar í kjörkassa. ÖSE-menn voru sáttir, herbergi var innsiglað og svo fundið út úr því hvernig ætti að komast inn í það. Formenn flokkanna tóku niðurstöðum af jafnaðargeði enda í þjálfun eftir málefnalega og skætingslitla kosningabaráttu. Sem sagt bara harla gott. Það skyggir þó á að þrátt fyrir það var kosningaþátttaka með minna móti og traustið á stjórnmál virðist lítið aukast. Það hjálpar því ekki að það sé farið að bera á uppdiktuðum vefsíðum í nafni stjórnmálaflokks með rætnum skilaboðum í garð annarra þrátt fyrir að engin tengsl virðist vera við viðkomandi flokk – að því er virðist til þess eins að bjaga umræðuna og blekkja fólk. Hvað þá um aðrar síður sem hafa gerst sekar um sambærilega rætni gagnvart öðrum, kunna sumir að spyrja. Munurinn er að við vitum allavega hverjir ábyrgðarmenn þeirra eru – dónaskapnum er ekki klínt á aðra. Til að auka traust almennings á stjórnmálum voru upp úr aldamótum settar reglur í Bandaríkjunum til að girða fyrir svokallaðar árásarauglýsingar, þar sem er ráðist á pólitíska andstæðinga með óvægnum hætti – meðal annars með því að gera þeim upp skoðanir. Reglurnar kveða á um að sá frambjóðandi eða flokkur sem auglýsir í pólitískum tilgangi í ljósvakamiðlum verður að votta skilaboðin: „I‘m Hillary Clinton and I approve this message.“ Frumvarp um að setja sambærilegar reglur fyrir vefinn dagaði þó uppi á bandaríska þinginu. Löggjöf er ágætt tæki til að rétta við órétt. En fyrst og fremst ætti lausnin að felast í að sýna virðingu og fara vel með það frelsi sem við höfum til að eiga í opnum pólitískum skoðanaskiptum án afskipta ríkisvaldsins. Það er vont að fara illa með þau réttindi og gerir okkar ágæta landi lýðræðishefðar engan greiða. Svo má bara skerpa á þeirri staðreynd að sá sem þarf að spila óheiðarlega er löngu búinn að tapa leiknum.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun