45.000 fleiri í hvalaskoðun Mikael Torfason skrifar 10. maí 2013 07:00 Í gær var fyrsta hrefnan drepin í Faxaflóa, rétt fyrir utan skoðunarlínuna svokölluðu. Í fyrra tókst að drepa fimmtíu og þrjú dýr og í ár ætla veiðimenn að gera enn betur. Þeir segja eftirspurnina mikla en kjötið er fyrir heimamarkað og sagt vinsælt á grillið. Kvótinn er tvö hundruð og sextán hrefnur í ár en ekki er talið líklegt að hann verði fullnýttur. Samtök ferðaþjónustunnar mótmæltu veiðunum strax í gær og sendu yfirlýsingu á fjölmiðla. Þar á bæ er fólk ósátt við veiðarnar enda hvalaskoðun í mikilli sókn í því gullæði sem nú er við lýði í ferðaþjónustu á Íslandi. Fjöldi farþega hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum í fyrra var hundrað sjötíu og fimm þúsund. Aukningin á milli ára hljóp á fjörutíu og fimm þúsund farþegum. Um þriðjungur þeirra ferðamanna sem koma til Íslands fer í hvalaskoðun. Við vitum öll að fjölmörg samtök eru á móti hvalveiðum. Íslendingar hafa lengi sætt gagnrýni fyrir þessar veiðar og við höfum lengi deilt við erlendar þjóðir um hvalveiðar. Samkvæmt Samtökum ferðaþjónustunnar eru engin dæmi um að hvalveiðar og hvalaskoðun fari saman en því er oft haldið fram. Samtökin vilja banna allar hvalveiðar í Faxaflóa og innan þrjátíu sjómílna frá öllum hvalaskoðunarsvæðum. Það ætti að vera einfalt mál að verða við því. Eins og segir í tilkynningu frá samtökunum þá hafa hrefnur ?frá upphafi verið hryggsúlan í starfsemi hvalaskoðunarfyrirtækja hér við land og hrefnurannsóknir á svæðinu sýna að það eru sömu dýrin sem sækja á svæðið ár eftir ár?. Það segir sig sjálft að hrefna sem er skotin í Faxaflóa verður ekki til sýnis. Einnig benda samtökin á að dýrin styggjast og öll veiði á hvalaskoðunarsvæðum skaðar mikilvæga atvinnustarfsemi. Samkvæmt fyrrnefndri tilkynningu hefur þróunin síðustu ár verið þannig að ?færri og færri dýr sjást í hverri ferð og eru þau erfiðari að nálgast en áður?. Þetta er áhyggjuefni því við megum ekki fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Það hefur tekið áratugi að byggja hér upp ferðaþjónustu og við eigum enn þó nokkuð í land. Þróunin er jákvæð og Ísland verður vinsælli áfangastaður með hverju árinu. Í fyrra komu næstum sex hundruð og fimmtíu þúsund erlendir ferðamenn hingað. Miðað við aukningu síðustu ára stefnir í að við tökum á móti milljón ferðamönnum eftir fimm ár. Ferðaþjónustan veltir hundruðum milljarða króna. Nýjustu tölur Hagstofunnar eru frá 2009 en þá nam veltan tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna. Síðan þá hefur ferðamönnum fjölgað um þrjátíu og þrjú prósent þannig að veltan er umtalsvert meiri í dag. Samtök ferðaþjónustunnar hafa margt til síns máls og við ættum að hlusta vel á þeirra rök. Hvalaskoðun er í dag miklu mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar og miklu fleiri störf í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun
Í gær var fyrsta hrefnan drepin í Faxaflóa, rétt fyrir utan skoðunarlínuna svokölluðu. Í fyrra tókst að drepa fimmtíu og þrjú dýr og í ár ætla veiðimenn að gera enn betur. Þeir segja eftirspurnina mikla en kjötið er fyrir heimamarkað og sagt vinsælt á grillið. Kvótinn er tvö hundruð og sextán hrefnur í ár en ekki er talið líklegt að hann verði fullnýttur. Samtök ferðaþjónustunnar mótmæltu veiðunum strax í gær og sendu yfirlýsingu á fjölmiðla. Þar á bæ er fólk ósátt við veiðarnar enda hvalaskoðun í mikilli sókn í því gullæði sem nú er við lýði í ferðaþjónustu á Íslandi. Fjöldi farþega hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum í fyrra var hundrað sjötíu og fimm þúsund. Aukningin á milli ára hljóp á fjörutíu og fimm þúsund farþegum. Um þriðjungur þeirra ferðamanna sem koma til Íslands fer í hvalaskoðun. Við vitum öll að fjölmörg samtök eru á móti hvalveiðum. Íslendingar hafa lengi sætt gagnrýni fyrir þessar veiðar og við höfum lengi deilt við erlendar þjóðir um hvalveiðar. Samkvæmt Samtökum ferðaþjónustunnar eru engin dæmi um að hvalveiðar og hvalaskoðun fari saman en því er oft haldið fram. Samtökin vilja banna allar hvalveiðar í Faxaflóa og innan þrjátíu sjómílna frá öllum hvalaskoðunarsvæðum. Það ætti að vera einfalt mál að verða við því. Eins og segir í tilkynningu frá samtökunum þá hafa hrefnur ?frá upphafi verið hryggsúlan í starfsemi hvalaskoðunarfyrirtækja hér við land og hrefnurannsóknir á svæðinu sýna að það eru sömu dýrin sem sækja á svæðið ár eftir ár?. Það segir sig sjálft að hrefna sem er skotin í Faxaflóa verður ekki til sýnis. Einnig benda samtökin á að dýrin styggjast og öll veiði á hvalaskoðunarsvæðum skaðar mikilvæga atvinnustarfsemi. Samkvæmt fyrrnefndri tilkynningu hefur þróunin síðustu ár verið þannig að ?færri og færri dýr sjást í hverri ferð og eru þau erfiðari að nálgast en áður?. Þetta er áhyggjuefni því við megum ekki fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Það hefur tekið áratugi að byggja hér upp ferðaþjónustu og við eigum enn þó nokkuð í land. Þróunin er jákvæð og Ísland verður vinsælli áfangastaður með hverju árinu. Í fyrra komu næstum sex hundruð og fimmtíu þúsund erlendir ferðamenn hingað. Miðað við aukningu síðustu ára stefnir í að við tökum á móti milljón ferðamönnum eftir fimm ár. Ferðaþjónustan veltir hundruðum milljarða króna. Nýjustu tölur Hagstofunnar eru frá 2009 en þá nam veltan tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna. Síðan þá hefur ferðamönnum fjölgað um þrjátíu og þrjú prósent þannig að veltan er umtalsvert meiri í dag. Samtök ferðaþjónustunnar hafa margt til síns máls og við ættum að hlusta vel á þeirra rök. Hvalaskoðun er í dag miklu mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar og miklu fleiri störf í húfi.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun