Háttvirtar hefðir Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. júní 2013 07:00 Þegar ég vann í London forvitnaðist ég um ástæðu þess að breskir dómarar og lögmenn væru með hárkollur í dómsal. Flestir sögðu að það væri til að útmá persónueinkenni og koma í veg fyrir hlutdrægni. Formaður breska lögmannafélagsins sagði mér þó að hann teldi að slíkar útskýringar væru seinni tíma réttlætingar. Hann taldi að raunverulega skýringin risti ekki dýpra en svo að þegar heldri karlmenn hættu almennt að ganga með hárkollur hefði sú tískubreyting einfaldlega aldrei náð formlega inn í réttarsalinn. Hárkollurnar voru því um kyrrt og urðu þar að virðulegri hefð sem enginn sá ástæðu til að breyta og öllum þykir nú vænt um. Mér varð hugsað til þessa þegar það varð fréttaefni í vikunni að nýr þingmaður rauf hefð í þingsal með að mæta þangað í gallabuxum. Sitt sýndist hverjum þar sem einum fannst að þingmenn ættu ekki að vera of uppskrúfaðir en öðrum fannst að þeir ættu að sýna hlutverkinu virðingu með að vera tilhlýðilega klæddir eins og vaninn er. Kannski er skýringin á þessu sú að með nýjum kynslóðum þingmanna fjölgar þeim sem hafa aldrei litið á gallabuxur sem ódannaðan verkamannaklæðnað heldur einmitt eitt það fínasta sem hægt er að vera í. Þegar ég var unglingur safnaði ég í heilt sumar fyrir pari af Levi‘s 501, í London borðaði ég núðlur í öll mál til að eiga fyrir nýjustu Diesel og í dag eru Lee-gallabuxurnar síður en svo hornreka í fataskápnum. Mín kynslóð á því um margt erfitt með að skilja hvers gallabuxurnar eiga eiginlega að gjalda. Þegar það gleymist að setja upp hárkolluna í bresku dómsölunum horfa dómarar út undan sér tómum augum og segjast ekki heyra í lögmanninum. Lögmaðurinn skottast þá í að redda sér hárkollu og þá batnar víst heyrn dómaranna. Ég held að gallabuxur valdi ekki heyrnarleysi á Alþingi og kannski munu viðmið um klæðaburð breytast í takt við nýja tískutíma. En þangað til er smá óþarfi að sýna þessari saklausu hefð lítilsvirðingu. Svona rétt á meðan þingfundi stendur – vinsamlegast vippaðu þér úr gallabuxunum, vinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Þegar ég vann í London forvitnaðist ég um ástæðu þess að breskir dómarar og lögmenn væru með hárkollur í dómsal. Flestir sögðu að það væri til að útmá persónueinkenni og koma í veg fyrir hlutdrægni. Formaður breska lögmannafélagsins sagði mér þó að hann teldi að slíkar útskýringar væru seinni tíma réttlætingar. Hann taldi að raunverulega skýringin risti ekki dýpra en svo að þegar heldri karlmenn hættu almennt að ganga með hárkollur hefði sú tískubreyting einfaldlega aldrei náð formlega inn í réttarsalinn. Hárkollurnar voru því um kyrrt og urðu þar að virðulegri hefð sem enginn sá ástæðu til að breyta og öllum þykir nú vænt um. Mér varð hugsað til þessa þegar það varð fréttaefni í vikunni að nýr þingmaður rauf hefð í þingsal með að mæta þangað í gallabuxum. Sitt sýndist hverjum þar sem einum fannst að þingmenn ættu ekki að vera of uppskrúfaðir en öðrum fannst að þeir ættu að sýna hlutverkinu virðingu með að vera tilhlýðilega klæddir eins og vaninn er. Kannski er skýringin á þessu sú að með nýjum kynslóðum þingmanna fjölgar þeim sem hafa aldrei litið á gallabuxur sem ódannaðan verkamannaklæðnað heldur einmitt eitt það fínasta sem hægt er að vera í. Þegar ég var unglingur safnaði ég í heilt sumar fyrir pari af Levi‘s 501, í London borðaði ég núðlur í öll mál til að eiga fyrir nýjustu Diesel og í dag eru Lee-gallabuxurnar síður en svo hornreka í fataskápnum. Mín kynslóð á því um margt erfitt með að skilja hvers gallabuxurnar eiga eiginlega að gjalda. Þegar það gleymist að setja upp hárkolluna í bresku dómsölunum horfa dómarar út undan sér tómum augum og segjast ekki heyra í lögmanninum. Lögmaðurinn skottast þá í að redda sér hárkollu og þá batnar víst heyrn dómaranna. Ég held að gallabuxur valdi ekki heyrnarleysi á Alþingi og kannski munu viðmið um klæðaburð breytast í takt við nýja tískutíma. En þangað til er smá óþarfi að sýna þessari saklausu hefð lítilsvirðingu. Svona rétt á meðan þingfundi stendur – vinsamlegast vippaðu þér úr gallabuxunum, vinur.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun