Gaf unglingspilti bíla og hélt honum uppi fyrir kynmök Stígur Helgason skrifar 13. júní 2013 09:00 Sigurður viðurkenndi að hafa átt í sambandi við piltinn en neitaði að hafa notfært sér aðstöðumun og tælt hann með gjöfum. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Aron Snorra Gunnarsson, 36 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti sem stóðu yfir reglulega í tvö ár. Sigurður Aron er dæmdur fyrir að hafa í sex skipti haft kynmök við piltinn, sem þá var á aldrinum 15 til 17 ára. Þrír vinir piltsins kærðu Sigurð Aron einnig fyrir kynferðislega áreitni í samkvæmum en þau mál voru látin niður falla. Pilturinn segist hafa kynnst Sigurði Aron á Facebook. Þeir hafi fljótlega tekið upp kynferðislegt samband og Sigurður Aron farið að bera á hann gjafir.Fram kemur í dómnum að Sigurður Aron hafi gefið piltinum áfengi og fíkniefni, tvo bíla, annan þeirra í jólagjöf, tvo síma, skó, föt og skartgripi. Þá hafi hann lagt inn á hann samtals yfir 300 þúsund krónur, boðið honum með sér til útlanda, lánað móður hans peninga og keypt mat fyrir fjölskyldu hans. Móðir piltsins segist hafa vitað af vinasambandi Sigurðar og sonar hennar en hún hafi ekki vitað að þeir ættu í kynferðislegu sambandi. Sigurður var á þessum tíma 32 til 34 ára gamall en sagði piltinum rangt til um aldur sinn. Hann taldi að Sigurður væri um 26 ára gamall þegar þeir kynntust. Sjálfur hefur Sigurður neitað því að gjafirnar hafi verið í skiptum fyrir kynferðislega greiða. „Ákærði hefur engar trúverðugar skýringar gefið á örlæti sínu við piltinn, sem aftur hefur borið að hann hafi litið svo á að gjafirnar tengdust kynferðislegum samskiptum þeirra,“ segir hins vegar í dómnum. Þar segir einnig að Sigurður Aron hafi brotið gróflega gegn piltinum „sem var á viðkvæmu aldurs- og þroskastigi þegar brotin voru framin“. Enn fremur segir í dómnum: „Mátti ákærða vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar háttsemi hans hlyti að hafa fyrir líf og sálarheill piltsins. Þá sýndi ákærði af sér einbeittan brotavilja í samskiptum við piltinn.“ Hann þarf að greiða piltinum 1,2 milljónir í miskabætur.Margdæmdur afbrotamaður Sigurður Aron hefur á þrettán ára tímabili hlotið sex refsidóma. Nú síðast staðfesti Hæstiréttur 18 mánaða dóm yfir honum fyrir rán og fíkniefnalagabrot. Árið 2009 fékk hann dóm fyrir að brjóta gegn barni með því að sýna því klámefni og hafa uppi annars konar ósiðlega hegðun gagnvart því. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Aron Snorra Gunnarsson, 36 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti sem stóðu yfir reglulega í tvö ár. Sigurður Aron er dæmdur fyrir að hafa í sex skipti haft kynmök við piltinn, sem þá var á aldrinum 15 til 17 ára. Þrír vinir piltsins kærðu Sigurð Aron einnig fyrir kynferðislega áreitni í samkvæmum en þau mál voru látin niður falla. Pilturinn segist hafa kynnst Sigurði Aron á Facebook. Þeir hafi fljótlega tekið upp kynferðislegt samband og Sigurður Aron farið að bera á hann gjafir.Fram kemur í dómnum að Sigurður Aron hafi gefið piltinum áfengi og fíkniefni, tvo bíla, annan þeirra í jólagjöf, tvo síma, skó, föt og skartgripi. Þá hafi hann lagt inn á hann samtals yfir 300 þúsund krónur, boðið honum með sér til útlanda, lánað móður hans peninga og keypt mat fyrir fjölskyldu hans. Móðir piltsins segist hafa vitað af vinasambandi Sigurðar og sonar hennar en hún hafi ekki vitað að þeir ættu í kynferðislegu sambandi. Sigurður var á þessum tíma 32 til 34 ára gamall en sagði piltinum rangt til um aldur sinn. Hann taldi að Sigurður væri um 26 ára gamall þegar þeir kynntust. Sjálfur hefur Sigurður neitað því að gjafirnar hafi verið í skiptum fyrir kynferðislega greiða. „Ákærði hefur engar trúverðugar skýringar gefið á örlæti sínu við piltinn, sem aftur hefur borið að hann hafi litið svo á að gjafirnar tengdust kynferðislegum samskiptum þeirra,“ segir hins vegar í dómnum. Þar segir einnig að Sigurður Aron hafi brotið gróflega gegn piltinum „sem var á viðkvæmu aldurs- og þroskastigi þegar brotin voru framin“. Enn fremur segir í dómnum: „Mátti ákærða vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar háttsemi hans hlyti að hafa fyrir líf og sálarheill piltsins. Þá sýndi ákærði af sér einbeittan brotavilja í samskiptum við piltinn.“ Hann þarf að greiða piltinum 1,2 milljónir í miskabætur.Margdæmdur afbrotamaður Sigurður Aron hefur á þrettán ára tímabili hlotið sex refsidóma. Nú síðast staðfesti Hæstiréttur 18 mánaða dóm yfir honum fyrir rán og fíkniefnalagabrot. Árið 2009 fékk hann dóm fyrir að brjóta gegn barni með því að sýna því klámefni og hafa uppi annars konar ósiðlega hegðun gagnvart því.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sjá meira