Vinnur við búningana í Game of Thrones Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. júní 2013 08:00 „Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið á tímakaupi,“ segir listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir sem landaði vinnu í búningadeild sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Sylvía er komin til Belfast á Írlandi þar sem tökur á fjórðu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu fara að mestu leyti fram en serían er væntanleg á skjáinn á næsta ári. „Þættirnir eru að stærstum hluta teknir á Írlandi og er myndverið sjálft og allar vinnustofurnar í Belfast. Við klárum tökur fyrir jól svo ég verð hér að minnsta kosti næsta hálfa árið,“ segir Sylvía, sem á fjögurra ára son, Andreas Halldór, sem er væntanlegur til Írlands ásamt móðursystur hennar um leið og Sylvía hefur komið sér almennilega fyrir. Sylvía er titlaður „break down artist“ sem tilheyrir búningadeildinni. Hún sér meðal annars um að láta búningana líta út fyrir að vera bæði notaða og veðraða og þannig passa hinum ýmsum kringumstæðum. Hún er menntaður myndlistarmaður frá Willem de Kooning Academy í Hollandi og hefur sett upp sýningar hérlendis og erlendis en hún gengur undir listamannsnafninu Lovetank. Tækifærið við sjónvarpsþættina kom upp í hendurnar á henni í fyrra er tökulið Game of Thrones var statt hér við gerð þriðju þáttaraðarinnar. „Ég var á leiðinni til Boston þegar ég fékk símtal frá Ellen Loftsdóttur, vinkonu minni, sem var að vinna hjá Pegasus. Það vantaði listamann til að mála á búningana sem voru í tökum þar og ég skipti því Boston út fyrir tökur á Mývatni,“ segir Sylvía og sér ekki eftir því í dag því henni bauðst svo vinna við fjórðu seríuna í kjölfarið. Hún segir starfsfólk Pegasus og írska tökuliðið hafa átt það sameiginlegt að vera yndislegt fólk sem hafði fagmennskuna í fyrirrúmi þannig að dvölin við Mývatni varð ógleymanleg. „Þessi þáttagerð er mjög umfangsmikil og mikið hæfileikafólk sem leggur hönd á plóg. Ég er að vinna með listamönnum alls staðar að úr heiminum svo óhætt er að segja að tengslanetið mitt hefur margfaldast og ýmis tækifæri gætu fylgt því í framtíðinni.“ Game of Thrones Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið á tímakaupi,“ segir listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir sem landaði vinnu í búningadeild sjónvarpsþáttanna Game of Thrones. Sylvía er komin til Belfast á Írlandi þar sem tökur á fjórðu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu fara að mestu leyti fram en serían er væntanleg á skjáinn á næsta ári. „Þættirnir eru að stærstum hluta teknir á Írlandi og er myndverið sjálft og allar vinnustofurnar í Belfast. Við klárum tökur fyrir jól svo ég verð hér að minnsta kosti næsta hálfa árið,“ segir Sylvía, sem á fjögurra ára son, Andreas Halldór, sem er væntanlegur til Írlands ásamt móðursystur hennar um leið og Sylvía hefur komið sér almennilega fyrir. Sylvía er titlaður „break down artist“ sem tilheyrir búningadeildinni. Hún sér meðal annars um að láta búningana líta út fyrir að vera bæði notaða og veðraða og þannig passa hinum ýmsum kringumstæðum. Hún er menntaður myndlistarmaður frá Willem de Kooning Academy í Hollandi og hefur sett upp sýningar hérlendis og erlendis en hún gengur undir listamannsnafninu Lovetank. Tækifærið við sjónvarpsþættina kom upp í hendurnar á henni í fyrra er tökulið Game of Thrones var statt hér við gerð þriðju þáttaraðarinnar. „Ég var á leiðinni til Boston þegar ég fékk símtal frá Ellen Loftsdóttur, vinkonu minni, sem var að vinna hjá Pegasus. Það vantaði listamann til að mála á búningana sem voru í tökum þar og ég skipti því Boston út fyrir tökur á Mývatni,“ segir Sylvía og sér ekki eftir því í dag því henni bauðst svo vinna við fjórðu seríuna í kjölfarið. Hún segir starfsfólk Pegasus og írska tökuliðið hafa átt það sameiginlegt að vera yndislegt fólk sem hafði fagmennskuna í fyrirrúmi þannig að dvölin við Mývatni varð ógleymanleg. „Þessi þáttagerð er mjög umfangsmikil og mikið hæfileikafólk sem leggur hönd á plóg. Ég er að vinna með listamönnum alls staðar að úr heiminum svo óhætt er að segja að tengslanetið mitt hefur margfaldast og ýmis tækifæri gætu fylgt því í framtíðinni.“
Game of Thrones Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp