Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Sunna Valgerðardóttir skrifar 15. júní 2013 00:01 Dorrit býr nú lögum samkvæmt í Bretlandi, en þau hjónin eru ekki á leið að slíta samvistum, samkvæmt forsetaritara. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur fært lögheimili sitt til Bretlands og er því ekki lengur skráð til heimilis með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Flutningar lögheimilis Dorritar frá Bessastöðum til Bretlands gengu í gegn í fyrra, án athugasemda frá Þjóðskrá, en samkvæmt íslenskum lögum þurfa hjón að vera skráð á sama lögheimili. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skráninguna hafa gengið í gegn með venjubundnum hætti, án athugasemda frá Hagstofu og þjóðskrá. „Breytingin tengist heimili, störfum Dorritar og fjölskyldu hennar í London,“ segir Örnólfur. „Það var engin athugasemd gerð af hálfu opinberra aðila.“ Spurður hvort Dorrit og Ólafur hafi slitið samvistir segir hann svo ekki vera. „Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistum og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn.“ Samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá þurfa hjón að slíta samvistir til þess að geta haft sitthvort lögheimilið samkvæmt lögum. Margrét Hauksdóttir, forstjóri þjóðskrár, segir að fólk þurfi að framvísa staðfestingu á því að það sé búið að slíta samvistum eða sé að skilja að borði og sæng, ætli annað hjónanna að flytja lögheimili sitt. Svoleiðis séu lögin og engar undantekningar gerðar á því að undanskildum þingmönnum, ráðherrum og starfsmönnum sendiráða erlendis. Hún geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Greint var frá því í fyrra að Dorrit greiðir ekki auðlegðarskatt hér á landi, þrátt fyrir að vera búsett hér og gift Íslendingi. Fjölskylda hennar er vellauðug og voru foreldrar hennar einir fremstu skartgripasafnarar heims. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Bæði forseti Íslands og maki hans greiða skatta og gjöld af tekjum sínum og eru hjón lögum samkvæmt samsköttuð. Dorrit fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2006, þremur árum eftir að hún giftist Ólafi Ragnari. Dorrit og Ólafur trúlofuðust árið 2000 og giftu sig á afmælisdegi forsetans þann 14. maí 2003. Hjón eiga að eiga sama lögheimili „Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn hjóna eru hjá þeim báðum eða hjón eru barnlaus skulu þau ákveða á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður Þjóðskrá Íslands það. Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lögheimilið hvort.“ Úr 7. grein laga um lögheimili Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur fært lögheimili sitt til Bretlands og er því ekki lengur skráð til heimilis með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Flutningar lögheimilis Dorritar frá Bessastöðum til Bretlands gengu í gegn í fyrra, án athugasemda frá Þjóðskrá, en samkvæmt íslenskum lögum þurfa hjón að vera skráð á sama lögheimili. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skráninguna hafa gengið í gegn með venjubundnum hætti, án athugasemda frá Hagstofu og þjóðskrá. „Breytingin tengist heimili, störfum Dorritar og fjölskyldu hennar í London,“ segir Örnólfur. „Það var engin athugasemd gerð af hálfu opinberra aðila.“ Spurður hvort Dorrit og Ólafur hafi slitið samvistir segir hann svo ekki vera. „Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistum og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn.“ Samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá þurfa hjón að slíta samvistir til þess að geta haft sitthvort lögheimilið samkvæmt lögum. Margrét Hauksdóttir, forstjóri þjóðskrár, segir að fólk þurfi að framvísa staðfestingu á því að það sé búið að slíta samvistum eða sé að skilja að borði og sæng, ætli annað hjónanna að flytja lögheimili sitt. Svoleiðis séu lögin og engar undantekningar gerðar á því að undanskildum þingmönnum, ráðherrum og starfsmönnum sendiráða erlendis. Hún geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Greint var frá því í fyrra að Dorrit greiðir ekki auðlegðarskatt hér á landi, þrátt fyrir að vera búsett hér og gift Íslendingi. Fjölskylda hennar er vellauðug og voru foreldrar hennar einir fremstu skartgripasafnarar heims. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Bæði forseti Íslands og maki hans greiða skatta og gjöld af tekjum sínum og eru hjón lögum samkvæmt samsköttuð. Dorrit fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2006, þremur árum eftir að hún giftist Ólafi Ragnari. Dorrit og Ólafur trúlofuðust árið 2000 og giftu sig á afmælisdegi forsetans þann 14. maí 2003. Hjón eiga að eiga sama lögheimili „Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn hjóna eru hjá þeim báðum eða hjón eru barnlaus skulu þau ákveða á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður Þjóðskrá Íslands það. Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lögheimilið hvort.“ Úr 7. grein laga um lögheimili
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira