Hin rökrétta rukkunarleið Ólafur Stephensen skrifar 18. júní 2013 07:00 Loksins hillir undir endalokin á áralöngu gaufi og hringsnúningi stjórnvalda hvað varðar gjaldtöku á ferðamannastöðum. Nýr ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur kveðið upp úr um að finna eigi leiðir til að geta innheimt aðgangseyri að náttúruperlum strax næsta sumar. Ráðherrann áttar sig greinilega á því hvað hér er um að tefla, því að hún nefnir í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun þá þrjá þætti sem hér eru mikilvægastir; í fyrsta lagi að tryggja þurfi öryggi ferðamanna, sem víða er ábótavant, í öðru lagi að byggja upp aðstöðu og þjónustu á ferðamannastöðunum og í þriðja lagi að vernda náttúruna. Allt hangir þetta saman. Þar sem stíga og merkingar vantar er fólk líklegra en ella til að fara sér að voða, þótt auðvitað sé aldrei hægt að taka alveg af fólki ábyrgðina á að sjá sjálft fótum sínum forráð. Að þurfa að vaða drullusvað, fá litlar upplýsingar og komast ekki á klósettið bætir sízt ímynd ferðamanna af viðkomandi stað. Og síðast en ekki sízt liggur íslenzk náttúra víða undir skemmdum vegna átroðnings ferðamanna. Við getum ekki tekið á móti milljón gestum á ári nema gera eitthvað í málinu. Ráðherrann nefnir að gjaldtakan komi í stað gistináttagjaldsins, sem sett var á ferðaþjónustuna. Aðgangseyrir á einstökum ferðamannastöðum er augljóslega réttlátari en slík skattheimta. Þá eru það þeir sem nota þjónustuna og njóta gæðanna á viðkomandi stað sem borga, í stað þess að ráðstefnutúristinn sem dvelur í Reykjavík allan tímann eigi líka að borga fyrir göngustígana við Geysi. Úrtölu- og gagnrýnisraddirnar sem heyrzt hafa, koma ekki á óvart. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir ráðherrann fyrir að ætla að „selja okkur aðgang að eigin landi“. Ragnheiður Elín hefur svarað því ágætlega með því að taka dæmið af Þjóðminjasafninu, sem er byggt og rekið fyrir skattfé og svo augljóslega sameign allra Íslendinga en engu að síður eru eigendurnir rukkaðir um aðgangseyri. Þar, rétt eins og á ferðamannastöðunum, er rukkað fyrir veitta þjónustu og aðstöðu. Svona er þetta í opinberum söfnum og þjóðgörðum um allan heim og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Og auðvitað kostar aðgangur að landinu alltaf eitthvað, ef út í það er farið. Sá sem ætlar að sjá það og komast um það þarf að borga þó ekki sé nema rútufargjald eða kaupa sér hjól, gönguskó, bíl, benzín og svo framvegis. Það er ekki ókeypis frekar en nokkuð annað. Er það voðalega ranglátt? Stóri punkturinn í málinu er auðvitað sá að gjaldtakan er orðin brýn og aðkallandi vegna gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna. Meira að segja innan ferðaþjónustunnar, þar sem lengi voru efasemdir um að fara ætti leið aðgangseyrisins, er nú að myndast nokkuð breið samstaða um að aðgerða sé þörf. Ef við höldum áfram að láta ákvörðunina danka, mun það bæði koma niður á orðstír Íslands sem ferðamannalands og valda óbætanlegum skemmdum á íslenzkri náttúru. Það er afleitur kostur og þess vegna á Ragnheiður Elín að halda ótrauð sínu striki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun
Loksins hillir undir endalokin á áralöngu gaufi og hringsnúningi stjórnvalda hvað varðar gjaldtöku á ferðamannastöðum. Nýr ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur kveðið upp úr um að finna eigi leiðir til að geta innheimt aðgangseyri að náttúruperlum strax næsta sumar. Ráðherrann áttar sig greinilega á því hvað hér er um að tefla, því að hún nefnir í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun þá þrjá þætti sem hér eru mikilvægastir; í fyrsta lagi að tryggja þurfi öryggi ferðamanna, sem víða er ábótavant, í öðru lagi að byggja upp aðstöðu og þjónustu á ferðamannastöðunum og í þriðja lagi að vernda náttúruna. Allt hangir þetta saman. Þar sem stíga og merkingar vantar er fólk líklegra en ella til að fara sér að voða, þótt auðvitað sé aldrei hægt að taka alveg af fólki ábyrgðina á að sjá sjálft fótum sínum forráð. Að þurfa að vaða drullusvað, fá litlar upplýsingar og komast ekki á klósettið bætir sízt ímynd ferðamanna af viðkomandi stað. Og síðast en ekki sízt liggur íslenzk náttúra víða undir skemmdum vegna átroðnings ferðamanna. Við getum ekki tekið á móti milljón gestum á ári nema gera eitthvað í málinu. Ráðherrann nefnir að gjaldtakan komi í stað gistináttagjaldsins, sem sett var á ferðaþjónustuna. Aðgangseyrir á einstökum ferðamannastöðum er augljóslega réttlátari en slík skattheimta. Þá eru það þeir sem nota þjónustuna og njóta gæðanna á viðkomandi stað sem borga, í stað þess að ráðstefnutúristinn sem dvelur í Reykjavík allan tímann eigi líka að borga fyrir göngustígana við Geysi. Úrtölu- og gagnrýnisraddirnar sem heyrzt hafa, koma ekki á óvart. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir ráðherrann fyrir að ætla að „selja okkur aðgang að eigin landi“. Ragnheiður Elín hefur svarað því ágætlega með því að taka dæmið af Þjóðminjasafninu, sem er byggt og rekið fyrir skattfé og svo augljóslega sameign allra Íslendinga en engu að síður eru eigendurnir rukkaðir um aðgangseyri. Þar, rétt eins og á ferðamannastöðunum, er rukkað fyrir veitta þjónustu og aðstöðu. Svona er þetta í opinberum söfnum og þjóðgörðum um allan heim og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Og auðvitað kostar aðgangur að landinu alltaf eitthvað, ef út í það er farið. Sá sem ætlar að sjá það og komast um það þarf að borga þó ekki sé nema rútufargjald eða kaupa sér hjól, gönguskó, bíl, benzín og svo framvegis. Það er ekki ókeypis frekar en nokkuð annað. Er það voðalega ranglátt? Stóri punkturinn í málinu er auðvitað sá að gjaldtakan er orðin brýn og aðkallandi vegna gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna. Meira að segja innan ferðaþjónustunnar, þar sem lengi voru efasemdir um að fara ætti leið aðgangseyrisins, er nú að myndast nokkuð breið samstaða um að aðgerða sé þörf. Ef við höldum áfram að láta ákvörðunina danka, mun það bæði koma niður á orðstír Íslands sem ferðamannalands og valda óbætanlegum skemmdum á íslenzkri náttúru. Það er afleitur kostur og þess vegna á Ragnheiður Elín að halda ótrauð sínu striki.