Gróðinn og griðastaðirnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. júlí 2013 06:00 Að undanförnu hefur fólk í vaxandi mæli áttað sig á þeim hættum og vandamálum, sem fylgja tækifærunum í örri uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Viðkvæm náttúra liggur víða undir skemmdum vegna átroðnings ferðamanna, samgöngukerfið er undir miklu álagi með tilheyrandi slysahættu, útköllum björgunarsveita hefur snarfjölgað og þannig mætti áfram telja. Þörfin á skýrri stefnumótun til langs tíma um það hvernig á að standa að uppbyggingu ferðaþjónustunnar verður æ augljósari. Tveir guðfræðingar, þau Hjalti Hugason og Sigrún Óskarsdóttir, brydda upp á nýjum anga þessarar umræðu í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar fjalla þau um áform um að reisa í Skálholti tilgátuhús, einhvers konar endurgerð einnar hinna risastóru timburdómkirkna sem þar stóðu á miðöldum. Áformin eru samstarfsverkefni þjóðkirkjunnar, sem er eigandi Skálholts, og fjárfesta í ferðaþjónustu. Markmiðið er að gera Skálholt að fjölsóttum ferðamannastað. Talsmenn hugmyndarinnar hafa bent á að Skálholt sé í hjarta helzta ferðamannasvæðis landsins, skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Hin gríðarlega fjölgun ferðamanna geri framkvæmdina að raunhæfum möguleika; með meira en 600 þúsund erlendum ferðamönnum sé orðinn til markaður sem geri kleift að byggja kirkjuna og reka á arðbæran hátt. Og vissulega getur slíkt verkefni orðið arðbært. Hjalti og Sigrún benda hins vegar á hina hlið málsins: „…Skálholt hefur fest sig í sessi sem kirkjulegt menningarsetur. Þau eru fjöldamörg sem vitna um að þar hafi gefist dýrmæt hvíld, endurnæring og uppbygging. Staðsetningin utan skarkala daglegs lífs, helgihald, fræðsla og umhverfið allt hjálpar til að svo megi verða.“ Þetta er nefnilega rétt. Skálholt er sjaldgæfur griðastaður þar sem náttúra, arkitektúr, saga og helgi staðarins sameinast um að búa til einstaka upplifun. Og talsvert til í því sem guðfræðingarnir segja; að áform um að laða þangað nokkur hundruð þúsund túrista fela í sér „afhelgun“ staðarins. „Ef áform um „miðaldakirkju“ verða að veruleika mun veraldlegur rekstur, veitinga-, lopapeysu-, lunda- og önnur minjagripasala taka yfir,“ skrifa Hjalti og Sigrún. Hugmyndin um að byggja tilgátuhús, sem sýnir hvernig dómkirkjur í Skálholti litu kannski út fyrr á öldum, er alls ekki slæm. Og ekki heldur að gera úr slíku húsi fjölsótta ferðamannagildru. En hún á þá heima einhvers staðar annars staðar, hugsanlega í nágrenni Skálholts, en ekki ofan í Skálholtsstað. Við höfum fordæmi fyrir slíku í Þjórsárdal, þar sem byggt var tilgátuhús, Þjóðveldisbærinn svokallaði, en ekki á Stöng þar sem rústin fannst sem hann er sniðinn eftir, heldur talsvert frá hinum raunverulegu fornminjum. Slíkan stað ætti að finna miðaldakirkjunni og misheppnað tilgátuhús sem fyrir er í Skálholti, Þorláksbúð, mætti gjarnan fara með þegar sá staður er fundinn. Það búa mikil verðmæti, andleg og söguleg, í stöðum eins og Skálholti. Að minnsta kosti sumir slíkir staðir verða að vera utan seilingar fjöldatúrismans; annars spillast þau verðmæti. Grein þeirra Hjalta og Sigrúnar er þörf áminning um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Að undanförnu hefur fólk í vaxandi mæli áttað sig á þeim hættum og vandamálum, sem fylgja tækifærunum í örri uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Viðkvæm náttúra liggur víða undir skemmdum vegna átroðnings ferðamanna, samgöngukerfið er undir miklu álagi með tilheyrandi slysahættu, útköllum björgunarsveita hefur snarfjölgað og þannig mætti áfram telja. Þörfin á skýrri stefnumótun til langs tíma um það hvernig á að standa að uppbyggingu ferðaþjónustunnar verður æ augljósari. Tveir guðfræðingar, þau Hjalti Hugason og Sigrún Óskarsdóttir, brydda upp á nýjum anga þessarar umræðu í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar fjalla þau um áform um að reisa í Skálholti tilgátuhús, einhvers konar endurgerð einnar hinna risastóru timburdómkirkna sem þar stóðu á miðöldum. Áformin eru samstarfsverkefni þjóðkirkjunnar, sem er eigandi Skálholts, og fjárfesta í ferðaþjónustu. Markmiðið er að gera Skálholt að fjölsóttum ferðamannastað. Talsmenn hugmyndarinnar hafa bent á að Skálholt sé í hjarta helzta ferðamannasvæðis landsins, skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Hin gríðarlega fjölgun ferðamanna geri framkvæmdina að raunhæfum möguleika; með meira en 600 þúsund erlendum ferðamönnum sé orðinn til markaður sem geri kleift að byggja kirkjuna og reka á arðbæran hátt. Og vissulega getur slíkt verkefni orðið arðbært. Hjalti og Sigrún benda hins vegar á hina hlið málsins: „…Skálholt hefur fest sig í sessi sem kirkjulegt menningarsetur. Þau eru fjöldamörg sem vitna um að þar hafi gefist dýrmæt hvíld, endurnæring og uppbygging. Staðsetningin utan skarkala daglegs lífs, helgihald, fræðsla og umhverfið allt hjálpar til að svo megi verða.“ Þetta er nefnilega rétt. Skálholt er sjaldgæfur griðastaður þar sem náttúra, arkitektúr, saga og helgi staðarins sameinast um að búa til einstaka upplifun. Og talsvert til í því sem guðfræðingarnir segja; að áform um að laða þangað nokkur hundruð þúsund túrista fela í sér „afhelgun“ staðarins. „Ef áform um „miðaldakirkju“ verða að veruleika mun veraldlegur rekstur, veitinga-, lopapeysu-, lunda- og önnur minjagripasala taka yfir,“ skrifa Hjalti og Sigrún. Hugmyndin um að byggja tilgátuhús, sem sýnir hvernig dómkirkjur í Skálholti litu kannski út fyrr á öldum, er alls ekki slæm. Og ekki heldur að gera úr slíku húsi fjölsótta ferðamannagildru. En hún á þá heima einhvers staðar annars staðar, hugsanlega í nágrenni Skálholts, en ekki ofan í Skálholtsstað. Við höfum fordæmi fyrir slíku í Þjórsárdal, þar sem byggt var tilgátuhús, Þjóðveldisbærinn svokallaði, en ekki á Stöng þar sem rústin fannst sem hann er sniðinn eftir, heldur talsvert frá hinum raunverulegu fornminjum. Slíkan stað ætti að finna miðaldakirkjunni og misheppnað tilgátuhús sem fyrir er í Skálholti, Þorláksbúð, mætti gjarnan fara með þegar sá staður er fundinn. Það búa mikil verðmæti, andleg og söguleg, í stöðum eins og Skálholti. Að minnsta kosti sumir slíkir staðir verða að vera utan seilingar fjöldatúrismans; annars spillast þau verðmæti. Grein þeirra Hjalta og Sigrúnar er þörf áminning um það.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun