Uppskrift frá Gunnu frænku Mikael Torfason skrifar 7. ágúst 2013 07:00 Píratar eru að auka fylgi sitt og fólk hlýtur að líta til nýjustu frétta eftir skýringum. Það sem áður hljómaði sem brjálaðar samsæriskenningar og vísindaskáldskapur er nú raunveruleiki. Og raunveruleikinn býr á netinu. Uppljóstranir Snowdens staðfesta þetta og 1984 eftir George Orwell selst eins og heitar lummur. Í bókaverslun Amazon á netinu er talað um 9 þúsund prósenta aukningu. Í skáldsögunni er Stóri bróðir alls staðar og fylgst er með borgurum í gegnum skjái. Reyndar er Stóri bróðir ekki þau alræðisríki sem Orwell spáði fyrir um að hefðu þegnana undir smásjánni heldur yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi og víðar, yfirvöld í lýðræðisríkjum sem á góðum degi boða gegnsæi og frelsi. Þessi yfirvöld geta fylgst með öllu sem við gerum, til dæmis á Facebook. Einhverjir nafnlausir fulltrúar á skrifstofum ýmissa stofnana í Bandaríkjunum geta skoðað samtöl okkar í spjallforritum í rauntíma. Íslensk stjórnvöld eru óvenju fámál um málið en það eru Píratar ekki og vilja að við bjóðum uppljóstraranum Snowden hæli hér á landi. Þegar Snowden fór þess á leit voru íslensk yfirvöld með fyrirslátt sem tæplega stenst skoðun og földu sig á bak við rök sem kennd eru við Catch 22, skáldsögu eftir Joseph Heller; Snowden þurfti að vera staddur á landinu til að sækja um landvistarleyfi en hingað gat hann ekki komið því bandarísk stjórnvöld höfðu ógilt vegabréf hans. Flest erum við auðvitað ekki að segja neitt mikilvægt á samskiptasíðum og margir segja í hálfkæringi: Verði þeim að góðu. Fáir flykkjast út á götu til að mótmæla eftirliti erlendra stofnana, fremur að flestum þyki það fyndin tilhugsun að erlendir leyniþjónustumenn séu að þæfa sig í gegnum kökuuppskriftir frá Gunnu frænku. En það breytir ekki eðli málsins og því hversu alvarlegar uppljóstranir Snowdens eru. Og þá ekki síður heiftarleg viðbrögð stjórnvalda í Bandaríkjunum, en Evrópa hefur sýnt sig í þessu máli undir hæl Bandaríkjanna. Ráðist er á Snowden, eins öfugsnúið sem það er því hann hefur í raun gert almenningi stórkostlegan greiða með því að afhjúpa þetta yfirgripsmikla eftirlit með borgurum í hinum vestræna heimi. Blaðamaðurinn sem fyrstur sagði frá uppljóstrunum Snowdens hefur einnig verið sakaður um landráð og reynt hefur verið að draga úr trúverðugleika hans. Glenn Greenwald hefur þurft að réttlæta birtingu fréttanna, eins einkennilegt og það nú er. En það er svo sem ekkert nýtt að stjórnvöld og jafnvel almenningur vilji skjóta sendiboðann. Þetta þekkja blaðamenn um allan heim. Og furðu fljótt eftir uppljóstranir vill fólk beina athyglinni að lekanum sem slíkum, hvernig hann er til kominn, miklu fremur en að upplýsingunum sem fram koma. Þetta hefur komið vel fram í tengslum við mál Edwards Snowden og gengur furðu vel að beina sjónum manna frá aðalatriðum mála þegar svo ber undir; svo vel að yfirvöld ættu kannski ekki að hafa eins miklar áhyggjur og raun ber vitni. Erfitt er að sjá hvað uppljóstranir Snowdens munu hafa í för með sér. Kannski ekkert í bráð. Nema þá aukningu á fylgi Pírata og að það sé vísbending um að almenningi standi ekki á sama. Íslensk stjórnvöld hafa enn tækifæri til að hrista af sér slyðruorðið og verða við beiðni Snowdens um hæli hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Píratar eru að auka fylgi sitt og fólk hlýtur að líta til nýjustu frétta eftir skýringum. Það sem áður hljómaði sem brjálaðar samsæriskenningar og vísindaskáldskapur er nú raunveruleiki. Og raunveruleikinn býr á netinu. Uppljóstranir Snowdens staðfesta þetta og 1984 eftir George Orwell selst eins og heitar lummur. Í bókaverslun Amazon á netinu er talað um 9 þúsund prósenta aukningu. Í skáldsögunni er Stóri bróðir alls staðar og fylgst er með borgurum í gegnum skjái. Reyndar er Stóri bróðir ekki þau alræðisríki sem Orwell spáði fyrir um að hefðu þegnana undir smásjánni heldur yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi og víðar, yfirvöld í lýðræðisríkjum sem á góðum degi boða gegnsæi og frelsi. Þessi yfirvöld geta fylgst með öllu sem við gerum, til dæmis á Facebook. Einhverjir nafnlausir fulltrúar á skrifstofum ýmissa stofnana í Bandaríkjunum geta skoðað samtöl okkar í spjallforritum í rauntíma. Íslensk stjórnvöld eru óvenju fámál um málið en það eru Píratar ekki og vilja að við bjóðum uppljóstraranum Snowden hæli hér á landi. Þegar Snowden fór þess á leit voru íslensk yfirvöld með fyrirslátt sem tæplega stenst skoðun og földu sig á bak við rök sem kennd eru við Catch 22, skáldsögu eftir Joseph Heller; Snowden þurfti að vera staddur á landinu til að sækja um landvistarleyfi en hingað gat hann ekki komið því bandarísk stjórnvöld höfðu ógilt vegabréf hans. Flest erum við auðvitað ekki að segja neitt mikilvægt á samskiptasíðum og margir segja í hálfkæringi: Verði þeim að góðu. Fáir flykkjast út á götu til að mótmæla eftirliti erlendra stofnana, fremur að flestum þyki það fyndin tilhugsun að erlendir leyniþjónustumenn séu að þæfa sig í gegnum kökuuppskriftir frá Gunnu frænku. En það breytir ekki eðli málsins og því hversu alvarlegar uppljóstranir Snowdens eru. Og þá ekki síður heiftarleg viðbrögð stjórnvalda í Bandaríkjunum, en Evrópa hefur sýnt sig í þessu máli undir hæl Bandaríkjanna. Ráðist er á Snowden, eins öfugsnúið sem það er því hann hefur í raun gert almenningi stórkostlegan greiða með því að afhjúpa þetta yfirgripsmikla eftirlit með borgurum í hinum vestræna heimi. Blaðamaðurinn sem fyrstur sagði frá uppljóstrunum Snowdens hefur einnig verið sakaður um landráð og reynt hefur verið að draga úr trúverðugleika hans. Glenn Greenwald hefur þurft að réttlæta birtingu fréttanna, eins einkennilegt og það nú er. En það er svo sem ekkert nýtt að stjórnvöld og jafnvel almenningur vilji skjóta sendiboðann. Þetta þekkja blaðamenn um allan heim. Og furðu fljótt eftir uppljóstranir vill fólk beina athyglinni að lekanum sem slíkum, hvernig hann er til kominn, miklu fremur en að upplýsingunum sem fram koma. Þetta hefur komið vel fram í tengslum við mál Edwards Snowden og gengur furðu vel að beina sjónum manna frá aðalatriðum mála þegar svo ber undir; svo vel að yfirvöld ættu kannski ekki að hafa eins miklar áhyggjur og raun ber vitni. Erfitt er að sjá hvað uppljóstranir Snowdens munu hafa í för með sér. Kannski ekkert í bráð. Nema þá aukningu á fylgi Pírata og að það sé vísbending um að almenningi standi ekki á sama. Íslensk stjórnvöld hafa enn tækifæri til að hrista af sér slyðruorðið og verða við beiðni Snowdens um hæli hér á landi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun