Skýrt misrétti og óútskýrt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. ágúst 2013 06:00 Bandalag háskólamanna kynnti í vikunni enn eina launakönnunina sem sýnir fram á að grátlega lítill árangur hefur náðst í að draga úr kynbundnu launamisrétti á vinnumarkaði. Ríflega 16 prósenta munur er á heildarlaunum karla og kvenna í BHM. Þegar tekið hefur verið tillit til mismunandi starfshlutfalls og vinnutíma, starfsaldurs, menntunar, mannaforráða og ábyrgðar, minnkar munurinn í rúmlega átta prósent. Það er hinn „óútskýrði“ launamunur, eða munur sem verður ekki skýrður með öðru en kynferði. Í könnuninni er eitt og annað sem fólk hlýtur að staldra við. Til dæmis að kynbundinn launamunur hjá félagsmönnum BHM er meiri ef þeir vinna hjá hinu opinbera en ef þeir starfa hjá einkafyrirtækjum. Það segir okkur líka að afnám launaleyndar er ekki það töfratæki í baráttu við launamuninn sem stundum hefur verið haldið fram, því að hjá hinu opinbera eru upplýsingar um launakjör mun aðgengilegri en á einkamarkaðnum. Sömuleiðis er athyglisvert að mesti „óútskýrði“ launamunurinn er hjá Reykjavíkurborg, af því að borgin vann árum saman mun ötullegar að því en flestir aðrir vinnuveitendur að eyða þessum mun með markvissum aðgerðum. Kynbundinn launamunur hjá Reykjavíkurborg hefur aukizt á síðustu árum og það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá sem þar halda nú um stjórnartauma. Svo má spyrja hvort rétt sé að einblína á „óútskýrða“ launamuninn, átta prósentin. Við höfum tilhneigingu til að taka því sem gefnu að konur vinni minna, hafi verið skemur á vinnumarkaði, beri minni ábyrgð og hafi síður mannaforráð en karlar. Og framsetning launakannana bendir til að við höldum líka að þegar við höfum tekið tillit til þessa getum við skorið samvizkubit og skömm samfélagsins yfir launamisréttinu niður um helming. Það er blekking; það eru sextán prósentin sem við neyðumst til að horfast í augu við. Skýringarnar á þessum mun á kynjunum á vinnumarkaði liggja nefnilega fyrst og fremst í úreltu viðhorfi til kynhlutverka; það er enn þá fremur talið starf kvenna að hugsa um börn og heimili og hlutverk karla að vera fyrirvinnan. Fjarvistir kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna eru lengri en karla og svo framvegis. Við náum ekki að uppræta launamuninn nema breyta þessu viðhorfi. Það má alveg velta fyrir sér hvort ein ástæða þess að nú hallar undan fæti á ný í þessum efnum sé sá niðurskurður á greiðslum í fæðingarorlofi sem síðasta ríkisstjórn réðst í. Hann hefur fyrst og fremst haft þær afleiðingar að feður taka sér síður orlof en áður (enda eru þeir yfirleitt með hærri laun en mæðurnar) og einbeita sér bara að vinnunni eins og þeir eru vanir. Ein leið til að grafa undan forsendum launamunarins gæti verið að hætta við fyrirhugaða lengingu orlofsins og hækka þess í stað þakið á greiðslunum, þannig að fleiri feður telji sig hafa efni á að taka sér fæðingarorlof. Svo er jafnlaunavottun, á borð við þá sem stéttarfélagið VR býður nú upp á, gott tæki fyrir vinnuveitendur sem raunverulega vilja útrýma kynbundu launamisrétti. Það vekur raunar furðu að ekki skuli fleiri vinnuveitendur, ekki sízt á vegum ríkis og sveitarfélaga, hafa sótzt eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Bandalag háskólamanna kynnti í vikunni enn eina launakönnunina sem sýnir fram á að grátlega lítill árangur hefur náðst í að draga úr kynbundnu launamisrétti á vinnumarkaði. Ríflega 16 prósenta munur er á heildarlaunum karla og kvenna í BHM. Þegar tekið hefur verið tillit til mismunandi starfshlutfalls og vinnutíma, starfsaldurs, menntunar, mannaforráða og ábyrgðar, minnkar munurinn í rúmlega átta prósent. Það er hinn „óútskýrði“ launamunur, eða munur sem verður ekki skýrður með öðru en kynferði. Í könnuninni er eitt og annað sem fólk hlýtur að staldra við. Til dæmis að kynbundinn launamunur hjá félagsmönnum BHM er meiri ef þeir vinna hjá hinu opinbera en ef þeir starfa hjá einkafyrirtækjum. Það segir okkur líka að afnám launaleyndar er ekki það töfratæki í baráttu við launamuninn sem stundum hefur verið haldið fram, því að hjá hinu opinbera eru upplýsingar um launakjör mun aðgengilegri en á einkamarkaðnum. Sömuleiðis er athyglisvert að mesti „óútskýrði“ launamunurinn er hjá Reykjavíkurborg, af því að borgin vann árum saman mun ötullegar að því en flestir aðrir vinnuveitendur að eyða þessum mun með markvissum aðgerðum. Kynbundinn launamunur hjá Reykjavíkurborg hefur aukizt á síðustu árum og það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá sem þar halda nú um stjórnartauma. Svo má spyrja hvort rétt sé að einblína á „óútskýrða“ launamuninn, átta prósentin. Við höfum tilhneigingu til að taka því sem gefnu að konur vinni minna, hafi verið skemur á vinnumarkaði, beri minni ábyrgð og hafi síður mannaforráð en karlar. Og framsetning launakannana bendir til að við höldum líka að þegar við höfum tekið tillit til þessa getum við skorið samvizkubit og skömm samfélagsins yfir launamisréttinu niður um helming. Það er blekking; það eru sextán prósentin sem við neyðumst til að horfast í augu við. Skýringarnar á þessum mun á kynjunum á vinnumarkaði liggja nefnilega fyrst og fremst í úreltu viðhorfi til kynhlutverka; það er enn þá fremur talið starf kvenna að hugsa um börn og heimili og hlutverk karla að vera fyrirvinnan. Fjarvistir kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna eru lengri en karla og svo framvegis. Við náum ekki að uppræta launamuninn nema breyta þessu viðhorfi. Það má alveg velta fyrir sér hvort ein ástæða þess að nú hallar undan fæti á ný í þessum efnum sé sá niðurskurður á greiðslum í fæðingarorlofi sem síðasta ríkisstjórn réðst í. Hann hefur fyrst og fremst haft þær afleiðingar að feður taka sér síður orlof en áður (enda eru þeir yfirleitt með hærri laun en mæðurnar) og einbeita sér bara að vinnunni eins og þeir eru vanir. Ein leið til að grafa undan forsendum launamunarins gæti verið að hætta við fyrirhugaða lengingu orlofsins og hækka þess í stað þakið á greiðslunum, þannig að fleiri feður telji sig hafa efni á að taka sér fæðingarorlof. Svo er jafnlaunavottun, á borð við þá sem stéttarfélagið VR býður nú upp á, gott tæki fyrir vinnuveitendur sem raunverulega vilja útrýma kynbundu launamisrétti. Það vekur raunar furðu að ekki skuli fleiri vinnuveitendur, ekki sízt á vegum ríkis og sveitarfélaga, hafa sótzt eftir henni.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun