Brotnar samstaðan um ónýtt kerfi? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. september 2013 08:42 Áratugum saman hefur ríkt nánast þverpólitísk samstaða á Íslandi um handónýtt landbúnaðarkerfi. Þrátt fyrir að alþjóðastofnanir (útlendar skammstafanir eins og forsætisráðherrann kallar það) á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) hafi bent á að kerfið sé óskilvirkt og alltof dýrt hafa engar grundvallarbreytingar verið gerðar. Innlend samkeppnisyfirvöld hafa sömuleiðis margoft hvatt til þess að markaðsöflin verði virkjuð í landbúnaðinum eins og öðrum atvinnugreinum. Þau tala alltaf fyrir daufum eyrum og stærstur hluti landbúnaðarins heldur undanþágu sinni frá samkeppnislögum. Gríðarlegir fjármunir fara til að styrkja þessa einu atvinnugrein. Framlag skattgreiðenda til landbúnaðarins nemur um ellefu milljörðum króna á ári. Viðbótarstuðningur í formi tollverndar er talinn nema um sex milljörðum króna; landbúnaðurinn nýtur verndar fyrir erlendri samkeppni og vörurnar eru neytendum dýrari sem því nemur. Eins og við sögðum frá í fréttum okkar á Stöð 2 á föstudaginn nema landbúnaðarstyrkir tæplega helmingi af tekjum bænda hér á landi. Það er um helmingi hærra hlutfall en í OECD-ríkjunum að meðaltali. Aðeins í fjórum ríkjum OECD leggja skattgreiðendur hlutfallslega meira til landbúnaðarins en á Íslandi. Það má heita furðulegt að síðasta ríkisstjórn, undir forystu eina flokksins sem þá hafði róttæka uppstokkun landbúnaðarins á stefnuskrá sinni, skyldi ekki hreyfa við styrkjakerfinu. Skýringin er væntanlega ítök bænda í Vinstri grænum, sem þrátt fyrir að þykjast róttækur flokkur er íhaldið uppmálað þegar kemur að landbúnaðinum. Alla jafna ætti fólk ekki að búast við miklum breytingum á landbúnaðarkerfinu þegar ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks tekur við völdum. Landbúnaðaríhaldið ræður svo miklu í þeim báðum. Nú getur þó verið að hilli undir breytingar, einfaldlega vegna þess að rekstur ríkissjóðs er í kalda koli og róttækra aðgerða þörf. Líklega er það skýringin á ummælum Ásmundar Einars Daðasonar, formanns hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, í Fréttablaðinu um helgina, um að landbúnaðurinn sé ekki undanskilinn í hagræðingarvinnunni, fremur en að þingmaðurinn hafi orðið fyrir einhvers konar yfirnáttúrulegri reynslu. Ríkisstjórnin hefur sagzt vilja nýta ríkisútgjöldin með skilvirkari hætti og leitar nú leiða til að stokka upp meðal annars í mennta- og heilbrigðiskerfinu í því skyni. Ef hún skoðar landbúnaðarkerfið, liggur fyrir að þar borga skattgreiðendur einhverja hæstu landbúnaðarstyrki í heimi, bændur hafa það fremur skítt og neytendur borga eitthvert hæsta búvöruverð á byggðu bóli. Allir tapa með öðrum orðum. Er þá ekki alveg örugglega verið að gera eitthvað vitlaust? Og róttækra breytinga þörf? Svo gæti farið að hin pólitíska samstaða um að breyta engu rofnaði – og að flokkar landbúnaðaríhaldsins verði á næstunni knúnir til að skera upp kerfið, út úr hreinni neyð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Áratugum saman hefur ríkt nánast þverpólitísk samstaða á Íslandi um handónýtt landbúnaðarkerfi. Þrátt fyrir að alþjóðastofnanir (útlendar skammstafanir eins og forsætisráðherrann kallar það) á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) hafi bent á að kerfið sé óskilvirkt og alltof dýrt hafa engar grundvallarbreytingar verið gerðar. Innlend samkeppnisyfirvöld hafa sömuleiðis margoft hvatt til þess að markaðsöflin verði virkjuð í landbúnaðinum eins og öðrum atvinnugreinum. Þau tala alltaf fyrir daufum eyrum og stærstur hluti landbúnaðarins heldur undanþágu sinni frá samkeppnislögum. Gríðarlegir fjármunir fara til að styrkja þessa einu atvinnugrein. Framlag skattgreiðenda til landbúnaðarins nemur um ellefu milljörðum króna á ári. Viðbótarstuðningur í formi tollverndar er talinn nema um sex milljörðum króna; landbúnaðurinn nýtur verndar fyrir erlendri samkeppni og vörurnar eru neytendum dýrari sem því nemur. Eins og við sögðum frá í fréttum okkar á Stöð 2 á föstudaginn nema landbúnaðarstyrkir tæplega helmingi af tekjum bænda hér á landi. Það er um helmingi hærra hlutfall en í OECD-ríkjunum að meðaltali. Aðeins í fjórum ríkjum OECD leggja skattgreiðendur hlutfallslega meira til landbúnaðarins en á Íslandi. Það má heita furðulegt að síðasta ríkisstjórn, undir forystu eina flokksins sem þá hafði róttæka uppstokkun landbúnaðarins á stefnuskrá sinni, skyldi ekki hreyfa við styrkjakerfinu. Skýringin er væntanlega ítök bænda í Vinstri grænum, sem þrátt fyrir að þykjast róttækur flokkur er íhaldið uppmálað þegar kemur að landbúnaðinum. Alla jafna ætti fólk ekki að búast við miklum breytingum á landbúnaðarkerfinu þegar ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks tekur við völdum. Landbúnaðaríhaldið ræður svo miklu í þeim báðum. Nú getur þó verið að hilli undir breytingar, einfaldlega vegna þess að rekstur ríkissjóðs er í kalda koli og róttækra aðgerða þörf. Líklega er það skýringin á ummælum Ásmundar Einars Daðasonar, formanns hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, í Fréttablaðinu um helgina, um að landbúnaðurinn sé ekki undanskilinn í hagræðingarvinnunni, fremur en að þingmaðurinn hafi orðið fyrir einhvers konar yfirnáttúrulegri reynslu. Ríkisstjórnin hefur sagzt vilja nýta ríkisútgjöldin með skilvirkari hætti og leitar nú leiða til að stokka upp meðal annars í mennta- og heilbrigðiskerfinu í því skyni. Ef hún skoðar landbúnaðarkerfið, liggur fyrir að þar borga skattgreiðendur einhverja hæstu landbúnaðarstyrki í heimi, bændur hafa það fremur skítt og neytendur borga eitthvert hæsta búvöruverð á byggðu bóli. Allir tapa með öðrum orðum. Er þá ekki alveg örugglega verið að gera eitthvað vitlaust? Og róttækra breytinga þörf? Svo gæti farið að hin pólitíska samstaða um að breyta engu rofnaði – og að flokkar landbúnaðaríhaldsins verði á næstunni knúnir til að skera upp kerfið, út úr hreinni neyð.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun