Upplagt að nota Meistaramánuð til að hætta 30. september 2013 21:00 Teitur segir málið snúast um að taka ákvörðun og standa við hana. Til þess eru ýmis ráð. Fjórtán prósent Íslendinga reykja daglega samkvæmt nýlegri könnun Landlæknisembættisins. Teitur Guðmundsson læknir segir nákvæmlega ekkert jákvætt við það að reykja og finnst upplagt að reykingamenn noti meistaramánuð og önnur álíka tilefni til að hætta. „Ef horft er til sjúkdóma eru reykingar einn mesti skaðvaldur sem til er en auk þess hafa þær í för með sér ýmis önnur vandamál eins og vonda líkamslykt og andfýlu.“En hvernig á að bera sig að við að hætta?„Fyrst þarf að taka ákvörðun um að hætta. Sama hvernig fólk fer að þurfa allir að taka þessa ákvörðun og standa við hana. Oft verður eitthvað til þess að fólk ákveður allt í einu að nú sé komið nóg. Má þar nefna ef viðkomandi finnur fyrir einkennum sem hann rekur til reykinga eða ef einhver nákominn veikist af völdum reykinga,“ segir Teitur. Þegar ákvörðun hefur verið tekin þarf að ákveða tíma eða tímabil til að hætta. „Best er að fjarlægja allt sem minnir á reykingarnar úr umhverfinu. Eins er gott að gera aðstandendum og vinnufélögum viðvart og biðja þá um að styðja sig.“ Reykingar eru að sögn Teits að stórum hluta vani og þarf að skapa nýjar venjur. „Hreyfing gerir mikið gagn og eins gagnast mörgum að fá sér sítrusávexti, vatn eða tyggjó þegar reykingaþörfin gerir vart við sig. Þá þarf að gera ráðstafanir þegar kemur að aukaáreiti eins og skemmtunum og getur til að mynda verið ráð að draga úr áfengisdrykkju enda getur hún ýtt undir reykingaþörf.“ Mörgum hefur gagnast að nota lyf til að hætta að reykja. „Þetta eru annars vegar nikótínlyf eins og tyggjó, sprey og plástrar sem eru notuð þegar nikótínþörfin kemur upp og hins vegar lyf sem draga úr nikótínþörfinni. Zyban er gamalt geðlyf sem hefur verið notað í þessum tilgangi en það hefur þá aukaverkun að nikótínþörfin minnkar og fólk verður afhuga reykingum. Nýrra lyf er Chanpix. Það blokkerar nikótínviðtakana í heilanum en sá sem reykir býr til meira af nikótínviðtökum sem aftur leysa úr læðingi dópamín sem veldur hluta af þeirri vellíðan sem reykingamenn sækjast eftir. Lyfið sest á nikótínviðtakana sem gerir það að verkum að nikótínið kemst ekki að. Það framkallar engu að síður dópamín og menn finna því síður fyrir fráhvarfseinkennum. Teitur segir að hættan á að falla sé mest fyrstu sex mánuðina. „Haldi fólk það út eru ágætar líkur á að því takist alfarið að hætta.“ Meistaramánuður Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Fjórtán prósent Íslendinga reykja daglega samkvæmt nýlegri könnun Landlæknisembættisins. Teitur Guðmundsson læknir segir nákvæmlega ekkert jákvætt við það að reykja og finnst upplagt að reykingamenn noti meistaramánuð og önnur álíka tilefni til að hætta. „Ef horft er til sjúkdóma eru reykingar einn mesti skaðvaldur sem til er en auk þess hafa þær í för með sér ýmis önnur vandamál eins og vonda líkamslykt og andfýlu.“En hvernig á að bera sig að við að hætta?„Fyrst þarf að taka ákvörðun um að hætta. Sama hvernig fólk fer að þurfa allir að taka þessa ákvörðun og standa við hana. Oft verður eitthvað til þess að fólk ákveður allt í einu að nú sé komið nóg. Má þar nefna ef viðkomandi finnur fyrir einkennum sem hann rekur til reykinga eða ef einhver nákominn veikist af völdum reykinga,“ segir Teitur. Þegar ákvörðun hefur verið tekin þarf að ákveða tíma eða tímabil til að hætta. „Best er að fjarlægja allt sem minnir á reykingarnar úr umhverfinu. Eins er gott að gera aðstandendum og vinnufélögum viðvart og biðja þá um að styðja sig.“ Reykingar eru að sögn Teits að stórum hluta vani og þarf að skapa nýjar venjur. „Hreyfing gerir mikið gagn og eins gagnast mörgum að fá sér sítrusávexti, vatn eða tyggjó þegar reykingaþörfin gerir vart við sig. Þá þarf að gera ráðstafanir þegar kemur að aukaáreiti eins og skemmtunum og getur til að mynda verið ráð að draga úr áfengisdrykkju enda getur hún ýtt undir reykingaþörf.“ Mörgum hefur gagnast að nota lyf til að hætta að reykja. „Þetta eru annars vegar nikótínlyf eins og tyggjó, sprey og plástrar sem eru notuð þegar nikótínþörfin kemur upp og hins vegar lyf sem draga úr nikótínþörfinni. Zyban er gamalt geðlyf sem hefur verið notað í þessum tilgangi en það hefur þá aukaverkun að nikótínþörfin minnkar og fólk verður afhuga reykingum. Nýrra lyf er Chanpix. Það blokkerar nikótínviðtakana í heilanum en sá sem reykir býr til meira af nikótínviðtökum sem aftur leysa úr læðingi dópamín sem veldur hluta af þeirri vellíðan sem reykingamenn sækjast eftir. Lyfið sest á nikótínviðtakana sem gerir það að verkum að nikótínið kemst ekki að. Það framkallar engu að síður dópamín og menn finna því síður fyrir fráhvarfseinkennum. Teitur segir að hættan á að falla sé mest fyrstu sex mánuðina. „Haldi fólk það út eru ágætar líkur á að því takist alfarið að hætta.“
Meistaramánuður Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp