Ranglátur skattur aflagður Ólafur Stephensen skrifar 18. október 2013 00:00 Mín ráðlegging til þeirra sem eru í sömu sporum og ég var árið 1987 er að byrja á því að flytja fyrirtækin úr landi. Ísland er of fjandsamlegt tæknifyrirtækjum til að það sé nokkurt vit í að vera hérna.“ Þetta segir Friðrik Skúlason, einn af helztu frumkvöðlum íslenzka hugbúnaðargeirans, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er þeirrar skoðunar að almennt sé illa búið að tæknifyrirtækjum á Íslandi og nefnir sem dæmi að menntakerfið skili ekki þeim fjölda tæknimenntaðra starfsmanna sem atvinnulífið þurfi á að halda. Þetta rímar við áhyggjur forsvarsmanna tækni- og hugbúnaðargeirans af því að sprotafyrirtækjum á þessu sviði sé ekki búið nógu gott rekstrarumhverfi á Íslandi. Friðrik segir frá því í samtali við blaðið að hann hafi ákveðið að selja útlendingum fyrirtæki sem hann hafði rekið í yfir 20 ár, Frisk Software. Eitt helzta umkvörtunarefni sprotafyrirtækja eru gjaldeyrishöftin, en Friðrik segir þau ekki hafa komið við sögu í sinni ákvörðun. Hann hafi ekki þurft á fjármagni að halda, heldur rekið fyrirtækið á eigin fé. Það sem hafi gert útslagið hafi verið auðlegðarskatturinn, sem settur var á í tíð síðustu ríkisstjórnar. Friðrik lýsir því svo að fyrirtækið hafi verið skuldlaust og nokkurra hundraða milljóna króna virði. Það taldist því stór eign, sem hann og kona hans áttu að greiða af auðlegðarskatt. „Einu tekjurnar sem við höfðum af eigninni voru launin okkar því við vildum ekki greiða okkur út arð heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. Á sama tíma vorum við rukkuð um svo háan auðlegðarskatt að við höfðum engin laun í fjóra mánuði á ári. Okkur var því refsað fyrir að vilja nota arðinn af eigninni til að byggja hana upp,“ segir Friðrik. Niðurstaðan varð sú að þau seldu fyrirtækið til útlanda, tuttugu manns misstu vinnuna og Ísland nýtur ekki lengur ávaxtanna af því nýsköpunarstarfi sem þar er unnið. Það er sjaldgæft að fyrirtæki á Íslandi séu nánast skuldlaus, og líka að eigendur greiði sér ekki út neinn arð, heldur leggi hann jafnóðum í uppbyggingu fyrirtækisins. Engu að síður er það bæði heimskulegt og grátlegt að skattleggja þannig skynsamlegan og ábyrgan fyrirtækjarekstur. Friðrik og kona hans eru þó ekki það fólk sem hefur orðið verst fyrir barðinu á auðlegðarskattinum; fyrr á árinu kom fram að sextíu greiðendur skattsins greiða meira en allar tekjur sínar í auðlegðarskatt og tvö hundruð til viðbótar meira en helming tekna sinna. Auðlegðarskatturinn átti að vera tímabundinn. Fyrri ríkisstjórn hafði ekki hugsað sér að endurnýja hann, enda hafði verið sýnt fram á að hann væri vitlaus, ranglátur og vafamál að hann stæðist stjórnarskrána. Nú hafa fylgismenn fyrrverandi stjórnarflokka hæst vegna þess að ný stjórn hyggst standa við þeirra eigin ákvarðanir og láta skattinn renna sitt skeið. Það er augljóslega rétt ákvörðun að afleggja auðlegðarskattinn. Hitt er svo annað mál að það mun ekki duga til að skapa tæknifyrirtækjum hagstætt umhverfi á Íslandi. Þar verður miklu meira að koma til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Mín ráðlegging til þeirra sem eru í sömu sporum og ég var árið 1987 er að byrja á því að flytja fyrirtækin úr landi. Ísland er of fjandsamlegt tæknifyrirtækjum til að það sé nokkurt vit í að vera hérna.“ Þetta segir Friðrik Skúlason, einn af helztu frumkvöðlum íslenzka hugbúnaðargeirans, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er þeirrar skoðunar að almennt sé illa búið að tæknifyrirtækjum á Íslandi og nefnir sem dæmi að menntakerfið skili ekki þeim fjölda tæknimenntaðra starfsmanna sem atvinnulífið þurfi á að halda. Þetta rímar við áhyggjur forsvarsmanna tækni- og hugbúnaðargeirans af því að sprotafyrirtækjum á þessu sviði sé ekki búið nógu gott rekstrarumhverfi á Íslandi. Friðrik segir frá því í samtali við blaðið að hann hafi ákveðið að selja útlendingum fyrirtæki sem hann hafði rekið í yfir 20 ár, Frisk Software. Eitt helzta umkvörtunarefni sprotafyrirtækja eru gjaldeyrishöftin, en Friðrik segir þau ekki hafa komið við sögu í sinni ákvörðun. Hann hafi ekki þurft á fjármagni að halda, heldur rekið fyrirtækið á eigin fé. Það sem hafi gert útslagið hafi verið auðlegðarskatturinn, sem settur var á í tíð síðustu ríkisstjórnar. Friðrik lýsir því svo að fyrirtækið hafi verið skuldlaust og nokkurra hundraða milljóna króna virði. Það taldist því stór eign, sem hann og kona hans áttu að greiða af auðlegðarskatt. „Einu tekjurnar sem við höfðum af eigninni voru launin okkar því við vildum ekki greiða okkur út arð heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. Á sama tíma vorum við rukkuð um svo háan auðlegðarskatt að við höfðum engin laun í fjóra mánuði á ári. Okkur var því refsað fyrir að vilja nota arðinn af eigninni til að byggja hana upp,“ segir Friðrik. Niðurstaðan varð sú að þau seldu fyrirtækið til útlanda, tuttugu manns misstu vinnuna og Ísland nýtur ekki lengur ávaxtanna af því nýsköpunarstarfi sem þar er unnið. Það er sjaldgæft að fyrirtæki á Íslandi séu nánast skuldlaus, og líka að eigendur greiði sér ekki út neinn arð, heldur leggi hann jafnóðum í uppbyggingu fyrirtækisins. Engu að síður er það bæði heimskulegt og grátlegt að skattleggja þannig skynsamlegan og ábyrgan fyrirtækjarekstur. Friðrik og kona hans eru þó ekki það fólk sem hefur orðið verst fyrir barðinu á auðlegðarskattinum; fyrr á árinu kom fram að sextíu greiðendur skattsins greiða meira en allar tekjur sínar í auðlegðarskatt og tvö hundruð til viðbótar meira en helming tekna sinna. Auðlegðarskatturinn átti að vera tímabundinn. Fyrri ríkisstjórn hafði ekki hugsað sér að endurnýja hann, enda hafði verið sýnt fram á að hann væri vitlaus, ranglátur og vafamál að hann stæðist stjórnarskrána. Nú hafa fylgismenn fyrrverandi stjórnarflokka hæst vegna þess að ný stjórn hyggst standa við þeirra eigin ákvarðanir og láta skattinn renna sitt skeið. Það er augljóslega rétt ákvörðun að afleggja auðlegðarskattinn. Hitt er svo annað mál að það mun ekki duga til að skapa tæknifyrirtækjum hagstætt umhverfi á Íslandi. Þar verður miklu meira að koma til.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun