"Pereat, Illugi Gunnarsson“ Mikael Torfason skrifar 28. október 2013 10:14 Pereat, Illugi Gunnarsson.“ Þannig hljóma viðbrögð Ingva Hrafns Jónssonar, framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN, við þeim tíðindum að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hyggist lækka framlög til Ríkisútvarpsins um 215 milljónir króna og gera stofnuninni að sækja tekjutapið á auglýsingamarkað. Ráðherrann boðar lengri auglýsingatíma, tólf mínútur á klukkustund í stað átta, og að peningarnir sem ríkið sparar fari í menntakerfið. Vissulega tekur Ingvi Hrafn stórt upp í sig en hann er skiljanlega reiður. Á mannamáli er Illugi Gunnarsson að segja að ríkið ætli að senda sölumenn út af örkinni og hirða 215 milljónir af einkafyrirtækjum sem reiða sig á auglýsingatekjur. Þetta mun auðvitað koma verst niður á þeim sem minnstir eru á markaði og geta ekki notað stærðina til að verja sig. Ingvi Hrafn er stórhuga maður. Hann er að byggja upp frjálsa sjónvarpsstöð sem reiðir sig einvörðungu á auglýsingatekjur. Stríðsyfirlýsing Illuga Gunnarssonar gæti gert út af við hann. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Ingvi Hrafn vilji losna alveg við ríkið af auglýsingamarkaði. Verði honum að ósk sinni spáir hann því að hér muni þrífast „gífurlega fjölbreyttur fjölmiðlaheimur“. Taka má undir með fyrrverandi fréttastjóra Ríkisútvarpsins, að hér á landi yrði fjölmiðlalandslagið enn fjölbreyttara yrðu ríkinu sett takmörk á auglýsingamarkaði. Það er engin tilviljun að mesta gróskan á íslenskum fjölmiðlamarkaði er á netinu. Vefmiðlun fer vaxandi og hér á landi hafa sprottið upp mýmargir nýir miðlar á vefnum síðustu misserin. Þar hefur hlutunum einmitt verið komið þannig fyrir að ríkið fær ekki að selja auglýsingar á sinn vefmiðil; ruv.is. Ríkisútvarpið fær nefnilega milljarða í forgjöf í formi nefskatts og getur því hæglega boðið lægra verð á auglýsingamarkaði. Þá lifa þeir einir af sem eru nógu sterkir til að takast á við risann. Saga frjálsra miðla á Íslandi er saga sameiningar gegn Ríkisútvarpinu. Útgefandi Fréttablaðsins, 365 miðlar, á sér langa sögu sameininga. Bylgjan og Stöð 2 voru eitt sinn sitt fyrirtækið hvort, X-ið og visir.is sömuleiðis og auðvitað FM957 og Fréttablaðið. Þessir ólíku miðlar hafa sameinast hverjir öðrum og enn fleiri miðlum og eru nú nógu stórir eftir sameiningu til að geta keppt við ríkisbáknið. Að því leytinu til mætti halda því fram að stórfyrirtæki eins og 365 miðlar muni ekki endilega græða mest ef Ríkisútvarpið hverfur af auglýsingamarkaði. Það eru miklu fremur litlu fyrirtækin sem eiga mest undir því. Fyrirtæki eins og sjónvarpsstöðin ÍNN sem Ingvi Hrafn rekur. Menntamálaráðherra ætti að endurskoða þessar hugmyndir sínar. Miðað við stöðuna á fjölmiðlamarkaði væri miklu nær að takmarka umsvif ríkisins. Til dæmis með því að ríkið hætti að bjóða morð fjár í erlent afþreyingarefni á móti frjálsum miðlum og þrýsta þannig verðinu upp. Þá væri ráð að hætta strax rekstri sérstakrar ríkisíþróttarásar. Hið sama má segja um rekstur fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það er ekkert í fréttum ríkisins sem ekki er gert jafn vel eða betur hjá frjálsum miðlum nú þegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Pereat, Illugi Gunnarsson.“ Þannig hljóma viðbrögð Ingva Hrafns Jónssonar, framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN, við þeim tíðindum að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hyggist lækka framlög til Ríkisútvarpsins um 215 milljónir króna og gera stofnuninni að sækja tekjutapið á auglýsingamarkað. Ráðherrann boðar lengri auglýsingatíma, tólf mínútur á klukkustund í stað átta, og að peningarnir sem ríkið sparar fari í menntakerfið. Vissulega tekur Ingvi Hrafn stórt upp í sig en hann er skiljanlega reiður. Á mannamáli er Illugi Gunnarsson að segja að ríkið ætli að senda sölumenn út af örkinni og hirða 215 milljónir af einkafyrirtækjum sem reiða sig á auglýsingatekjur. Þetta mun auðvitað koma verst niður á þeim sem minnstir eru á markaði og geta ekki notað stærðina til að verja sig. Ingvi Hrafn er stórhuga maður. Hann er að byggja upp frjálsa sjónvarpsstöð sem reiðir sig einvörðungu á auglýsingatekjur. Stríðsyfirlýsing Illuga Gunnarssonar gæti gert út af við hann. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Ingvi Hrafn vilji losna alveg við ríkið af auglýsingamarkaði. Verði honum að ósk sinni spáir hann því að hér muni þrífast „gífurlega fjölbreyttur fjölmiðlaheimur“. Taka má undir með fyrrverandi fréttastjóra Ríkisútvarpsins, að hér á landi yrði fjölmiðlalandslagið enn fjölbreyttara yrðu ríkinu sett takmörk á auglýsingamarkaði. Það er engin tilviljun að mesta gróskan á íslenskum fjölmiðlamarkaði er á netinu. Vefmiðlun fer vaxandi og hér á landi hafa sprottið upp mýmargir nýir miðlar á vefnum síðustu misserin. Þar hefur hlutunum einmitt verið komið þannig fyrir að ríkið fær ekki að selja auglýsingar á sinn vefmiðil; ruv.is. Ríkisútvarpið fær nefnilega milljarða í forgjöf í formi nefskatts og getur því hæglega boðið lægra verð á auglýsingamarkaði. Þá lifa þeir einir af sem eru nógu sterkir til að takast á við risann. Saga frjálsra miðla á Íslandi er saga sameiningar gegn Ríkisútvarpinu. Útgefandi Fréttablaðsins, 365 miðlar, á sér langa sögu sameininga. Bylgjan og Stöð 2 voru eitt sinn sitt fyrirtækið hvort, X-ið og visir.is sömuleiðis og auðvitað FM957 og Fréttablaðið. Þessir ólíku miðlar hafa sameinast hverjir öðrum og enn fleiri miðlum og eru nú nógu stórir eftir sameiningu til að geta keppt við ríkisbáknið. Að því leytinu til mætti halda því fram að stórfyrirtæki eins og 365 miðlar muni ekki endilega græða mest ef Ríkisútvarpið hverfur af auglýsingamarkaði. Það eru miklu fremur litlu fyrirtækin sem eiga mest undir því. Fyrirtæki eins og sjónvarpsstöðin ÍNN sem Ingvi Hrafn rekur. Menntamálaráðherra ætti að endurskoða þessar hugmyndir sínar. Miðað við stöðuna á fjölmiðlamarkaði væri miklu nær að takmarka umsvif ríkisins. Til dæmis með því að ríkið hætti að bjóða morð fjár í erlent afþreyingarefni á móti frjálsum miðlum og þrýsta þannig verðinu upp. Þá væri ráð að hætta strax rekstri sérstakrar ríkisíþróttarásar. Hið sama má segja um rekstur fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það er ekkert í fréttum ríkisins sem ekki er gert jafn vel eða betur hjá frjálsum miðlum nú þegar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun