Í kringum jól og áramót gefast jafnan mörg tilefni til að skarta sínu fegursta. Hér gefur að líta hugmynd að einfaldri greiðslu sem flestir ættu að ráða við. Tanja Dagbjört Sigurðardóttir, hárgreiðslusveinn hjá hárgreiðslustofunni Hairbrush í Kópavogi, sýnir réttu handtökin.
1. Byrjið á því að krulla hárið.
2. Skiptið hárinu í fjóra parta; efri hluta, neðri hluta og tvo hliðarparta. Setjið neðsta hlutann í tagl. Túperið efsta hluta hársins til að búa til háan hnakka.