Merkimiðar fyrir jólapakkana Dagný Gísla. skrifar 29. nóvember 2013 12:30 Endurnýttu gömul jólakort og búðu til merkimiða fyrir pakkana í ár. Mikið af pappír safnast upp í kringum jólaundirbúning og eftir aðfangadag sem hægt er að endurnýta á margvíslegan hátt. Þá er um að gera að safna honum saman í poka og endurnýta árið eftir. Sumir eiga heilu skókassana af gömlum jólakortum sem eru geymdir inni í skáp, safna ryki og enginn skoðar. Áður en þú hendir þeim í pappírstunnuna er hér einföld og skemmtileg leið til að endurnýta þau.Útklipptir merkimiðar úr gömlum kortum.Þú þarft: Gömul jólakort Skæri Gatara Lok af krukku Blýant 1. Taktu til öll notuð jólakort og tvöfalda merkimiða sem þú finnur. 2. Klipptu fremri hliðina af kortinu og skoðaðu hvort það sé einhver ákveðinn hluti sem þú vilt nota af myndinni. 3. Notaðu lok af krukku, settu á réttan stað á bakhliðinni og strikaðu í kringum. 4.Klipptu vandlega eftir línunum og reyndu að fá fullkominn hring. 5. Notaðu annan hluta af gataranum og gataðu nálægt brúninni hvar sem er á hringnum. 6. Skrifaðu jólakveðju á merkimiðann, settu borða í gegnum gatið og festu á pakkann. 7. Prufaðu einnig þessa aðferð með gömlum plötuumslögum, það kemur vel út. Jólafréttir Mest lesið Uppruni jólasiðanna Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gyðingakökur Jól Gáttaþefur kom í nótt Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Erfið leiðin að jólaskónum Jól Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól
Endurnýttu gömul jólakort og búðu til merkimiða fyrir pakkana í ár. Mikið af pappír safnast upp í kringum jólaundirbúning og eftir aðfangadag sem hægt er að endurnýta á margvíslegan hátt. Þá er um að gera að safna honum saman í poka og endurnýta árið eftir. Sumir eiga heilu skókassana af gömlum jólakortum sem eru geymdir inni í skáp, safna ryki og enginn skoðar. Áður en þú hendir þeim í pappírstunnuna er hér einföld og skemmtileg leið til að endurnýta þau.Útklipptir merkimiðar úr gömlum kortum.Þú þarft: Gömul jólakort Skæri Gatara Lok af krukku Blýant 1. Taktu til öll notuð jólakort og tvöfalda merkimiða sem þú finnur. 2. Klipptu fremri hliðina af kortinu og skoðaðu hvort það sé einhver ákveðinn hluti sem þú vilt nota af myndinni. 3. Notaðu lok af krukku, settu á réttan stað á bakhliðinni og strikaðu í kringum. 4.Klipptu vandlega eftir línunum og reyndu að fá fullkominn hring. 5. Notaðu annan hluta af gataranum og gataðu nálægt brúninni hvar sem er á hringnum. 6. Skrifaðu jólakveðju á merkimiðann, settu borða í gegnum gatið og festu á pakkann. 7. Prufaðu einnig þessa aðferð með gömlum plötuumslögum, það kemur vel út.
Jólafréttir Mest lesið Uppruni jólasiðanna Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gyðingakökur Jól Gáttaþefur kom í nótt Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Erfið leiðin að jólaskónum Jól Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól