Kökunni útdeilt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. desember 2013 00:00 Ekki þarf að efast um að þeir sem eiga rétt á lækkun höfuðstóls húsnæðislánsins síns samkvæmt skuldalækkunartillögunum sem kynntar voru um síðustu helgi verði ríkisstjórninni þakklátir fyrir greiðann. Eftir stendur eins og fyrr sú spurning hvort hópurinn sem nú fær aðstoð frá ríkinu sé endilega sá sem þurfti mest á henni að halda og hvort þetta sé skynsamlegasta ráðstöfun fjárins sem sameiginlegur sjóður okkar hefur til ráðstöfunar. Það er jákvætt að skuldalækkunaraðgerðirnar eru umfangsminni en í fyrstu var látið skína í. Fyrir kosningar talaði Framsóknarflokkurinn um skuldaniðurfellingu upp á 240 til 300 milljarða, sem átti að fjármagna með „svigrúminu“ í samningum við erlenda kröfuhafa. Nú liggur fyrir að bein skuldaniðurfelling er ekki nema upp á áttatíu milljarða. Svo gefst fólki kostur á að greiða niður lánin sín um sjötíu milljarða í viðbót með því að nýta iðgjöld til séreignarlífeyrissparnaðar. Á móti gefur ríkissjóður skattaafslátt. Út af fyrir sig er ágætt að skýjaborgir framsóknarmanna um að nota „svigrúmið“ komu ekki til framkvæmda, því að fáir skildu hvernig þær hugmyndir áttu að virka. Á endanum hafa þeir líklega ekki skilið það sjálfir. En um leið er ljóst að ekki hefur verið staðið við loforðin um að ríkissjóður bæri ekki kostnað eða áhættu af skuldaniðurfærslunni. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar segja að áhrifin á ríkissjóð verði „óveruleg“, þrátt fyrir að hann verði látinn bera tuga milljarða króna kostnað á ári og rökstyðja það með því að þeir muni á móti afla nýrra tekna með bankaskatti. Það er hætt við að þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefðu ekki látið síðustu ríkisstjórn komast upp með svona málflutning. Auðvitað er hér verið að taka áhættu fyrir hönd skattgreiðenda. Áhættu- og óvissuþættirnir í málinu eru raunar allmargir. Tekjurnar eru ekki í hendi, deilt er um lögmæti bankaskattsins og líklegt að á það verði látið reyna fyrir dómstólum. Sömuleiðis er óvíst um áhrifin á verðbólguna. Hagfræðingar telja líklegt að þótt aðgerðirnar ýti undir hagvöxt með því að efla eftirspurn, muni þær jafnframt skapa þrýsting á verðlagið og gengi krónunnar. Það er líka óvíst hvaða áhrif það hefur á álit fjárfesta á Íslandi og mat alþjóðlegu matsfyrirtækjanna á lánshæfi ríkissjóðs að þrengja enn að kröfuhöfum föllnu bankanna, eins og klárlega er gert með þessum aðgerðum. Allt á þetta eftir að koma í ljós og úr því sem komið er lítið annað að gera en að vona það bezta. Það er dálítið kaldhæðnislegt að ríkisstjórn flokkanna sem gagnrýndu fyrri stjórnvöld hvað mest fyrir skort á aðgerðum í þágu atvinnulífsins, vaxtar og fjárfestingar, hafi gert einhverja umfangsmestu millifærsluaðgerð Íslandssögunnar að sínu fyrsta og stærsta forgangsmáli. En þá er það kannski líka frá og þessi stjórn, sem margir í atvinnulífinu bundu miklar vonir við, getur snúið sér að því verkefni að reyna að stækka kökuna sem er til skiptanna í stað þess að brjóta heilann svona fast um hvernig eigi að útdeila henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Ekki þarf að efast um að þeir sem eiga rétt á lækkun höfuðstóls húsnæðislánsins síns samkvæmt skuldalækkunartillögunum sem kynntar voru um síðustu helgi verði ríkisstjórninni þakklátir fyrir greiðann. Eftir stendur eins og fyrr sú spurning hvort hópurinn sem nú fær aðstoð frá ríkinu sé endilega sá sem þurfti mest á henni að halda og hvort þetta sé skynsamlegasta ráðstöfun fjárins sem sameiginlegur sjóður okkar hefur til ráðstöfunar. Það er jákvætt að skuldalækkunaraðgerðirnar eru umfangsminni en í fyrstu var látið skína í. Fyrir kosningar talaði Framsóknarflokkurinn um skuldaniðurfellingu upp á 240 til 300 milljarða, sem átti að fjármagna með „svigrúminu“ í samningum við erlenda kröfuhafa. Nú liggur fyrir að bein skuldaniðurfelling er ekki nema upp á áttatíu milljarða. Svo gefst fólki kostur á að greiða niður lánin sín um sjötíu milljarða í viðbót með því að nýta iðgjöld til séreignarlífeyrissparnaðar. Á móti gefur ríkissjóður skattaafslátt. Út af fyrir sig er ágætt að skýjaborgir framsóknarmanna um að nota „svigrúmið“ komu ekki til framkvæmda, því að fáir skildu hvernig þær hugmyndir áttu að virka. Á endanum hafa þeir líklega ekki skilið það sjálfir. En um leið er ljóst að ekki hefur verið staðið við loforðin um að ríkissjóður bæri ekki kostnað eða áhættu af skuldaniðurfærslunni. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar segja að áhrifin á ríkissjóð verði „óveruleg“, þrátt fyrir að hann verði látinn bera tuga milljarða króna kostnað á ári og rökstyðja það með því að þeir muni á móti afla nýrra tekna með bankaskatti. Það er hætt við að þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefðu ekki látið síðustu ríkisstjórn komast upp með svona málflutning. Auðvitað er hér verið að taka áhættu fyrir hönd skattgreiðenda. Áhættu- og óvissuþættirnir í málinu eru raunar allmargir. Tekjurnar eru ekki í hendi, deilt er um lögmæti bankaskattsins og líklegt að á það verði látið reyna fyrir dómstólum. Sömuleiðis er óvíst um áhrifin á verðbólguna. Hagfræðingar telja líklegt að þótt aðgerðirnar ýti undir hagvöxt með því að efla eftirspurn, muni þær jafnframt skapa þrýsting á verðlagið og gengi krónunnar. Það er líka óvíst hvaða áhrif það hefur á álit fjárfesta á Íslandi og mat alþjóðlegu matsfyrirtækjanna á lánshæfi ríkissjóðs að þrengja enn að kröfuhöfum föllnu bankanna, eins og klárlega er gert með þessum aðgerðum. Allt á þetta eftir að koma í ljós og úr því sem komið er lítið annað að gera en að vona það bezta. Það er dálítið kaldhæðnislegt að ríkisstjórn flokkanna sem gagnrýndu fyrri stjórnvöld hvað mest fyrir skort á aðgerðum í þágu atvinnulífsins, vaxtar og fjárfestingar, hafi gert einhverja umfangsmestu millifærsluaðgerð Íslandssögunnar að sínu fyrsta og stærsta forgangsmáli. En þá er það kannski líka frá og þessi stjórn, sem margir í atvinnulífinu bundu miklar vonir við, getur snúið sér að því verkefni að reyna að stækka kökuna sem er til skiptanna í stað þess að brjóta heilann svona fast um hvernig eigi að útdeila henni.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun