Að ná viðskiptunum heim Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. desember 2013 07:00 Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið í gær. Hann vísaði þar til viðtals við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verzlunar og þjónustu, í fréttum RÚV þar sem fjallað var um dræma sölu á fatnaði fyrir jólin. Sigurður Pálmi gefur ekki mikið fyrir þær útskýringar Andrésar að háum tollum, verzlunarferðum Íslendinga og aukinni netverzlun sé um að kenna. Hann bendir á að þegar sem bezt gekk hjá fataverzluninni hafi Íslendingar ekki síður verið duglegir að fara í verzlunarferðir og getað keypt inn á mun hagstæðara gengi en nú. Ofan á vörur keyptar á netinu bætist sendingarkostnaður, tollar og virðisaukaskattur, rétt eins og á vörur sem kaupmenn flytji inn. Tollar og virðisaukaskattur hafi lítið breytzt frá því í góðærinu. Kaupmaðurinn í Sports Direct segir að verzlunin verði að líta í eigin barm: „Það liggur fyrir að íslensk verslun er óhagkvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunarhúsnæði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum meira verslunarhúsnæði en breskir kollegar. Og fjármagnið til að borga eitt hæsta leiguverð í Evrópu kemur beint úr vasa neytenda.“ Það er heilmikið til í þessari gagnrýni – frá kaupmanni sem hefur stuðlað að lækkun vöruverðs í sínum geira. Í skýrslu McKinsey um hvernig mætti efla hagvöxt á Íslandi kom fram að ein leiðin til að efla framleiðni í íslenzkri verzlun væri að lækka tolla, en íslenzk verzlun væri líka langt á eftir nágrannalöndunum hvað varðaði framleiðni bæði vinnuafls og verzlunarrýmis. Með öðrum orðum vinna of margir í búðum á Íslandi og þær eru í of stóru húsnæði. Það getur enginn lagað nema verzlunarfyrirtækin sjálf. Andrés Magnússon sagði í áðurnefndu sjónvarpsviðtali að stjórnvöld bæru mesta ábyrgð á stöðunni. „Þau hafa í hendi sér að ná þessum viðskiptum heim,“ sagði hann. En það er ekkert endilega hlutverk stjórnvalda að „ná viðskiptunum heim“. Íslenzk verzlun má alveg hafa dálitla útlenda samkeppni til að halda henni á tánum. SVÞ hafa réttilega lagt mikla áherzlu á að draga úr tollvernd og öðrum hindrunum í vegi innflutnings búvara, til þess að landbúnaðurinn fái aukna samkeppni og neytendur njóti lægra verðs sem af henni hlýzt. En svo kvarta þau þegar nefnd um eflingu póstverzlunar leggur til að sendingar sem kosta minna en 2.000 krónur verði undanþegnar aðflutningsgjöldum. Kaupmenn þiggja með öðrum orðum tollverndina þegar hún er í boði. Þetta mál er ekki svart og hvítt. Auðvitað þarf íslenzk verzlun að búa við hagstætt tollaumhverfi. En það er rétt hjá Sigurði Pálma að verzlunin þarf að vera sveigjanlegri til að geta brugðizt við nýrri samkeppni á borð við alþjóðlega netverzlun. Það dugir ekki að ákalla bara stjórnvöld sér til hjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið í gær. Hann vísaði þar til viðtals við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verzlunar og þjónustu, í fréttum RÚV þar sem fjallað var um dræma sölu á fatnaði fyrir jólin. Sigurður Pálmi gefur ekki mikið fyrir þær útskýringar Andrésar að háum tollum, verzlunarferðum Íslendinga og aukinni netverzlun sé um að kenna. Hann bendir á að þegar sem bezt gekk hjá fataverzluninni hafi Íslendingar ekki síður verið duglegir að fara í verzlunarferðir og getað keypt inn á mun hagstæðara gengi en nú. Ofan á vörur keyptar á netinu bætist sendingarkostnaður, tollar og virðisaukaskattur, rétt eins og á vörur sem kaupmenn flytji inn. Tollar og virðisaukaskattur hafi lítið breytzt frá því í góðærinu. Kaupmaðurinn í Sports Direct segir að verzlunin verði að líta í eigin barm: „Það liggur fyrir að íslensk verslun er óhagkvæm, hún kaupir inn á háu verði vegna smæðar og fjarlægðar við meginlandið og hefur offjárfest gríðarlega í verslunarhúsnæði. Íslensk verslun notar til dæmis tæplega þrisvar sinnum meira verslunarhúsnæði en breskir kollegar. Og fjármagnið til að borga eitt hæsta leiguverð í Evrópu kemur beint úr vasa neytenda.“ Það er heilmikið til í þessari gagnrýni – frá kaupmanni sem hefur stuðlað að lækkun vöruverðs í sínum geira. Í skýrslu McKinsey um hvernig mætti efla hagvöxt á Íslandi kom fram að ein leiðin til að efla framleiðni í íslenzkri verzlun væri að lækka tolla, en íslenzk verzlun væri líka langt á eftir nágrannalöndunum hvað varðaði framleiðni bæði vinnuafls og verzlunarrýmis. Með öðrum orðum vinna of margir í búðum á Íslandi og þær eru í of stóru húsnæði. Það getur enginn lagað nema verzlunarfyrirtækin sjálf. Andrés Magnússon sagði í áðurnefndu sjónvarpsviðtali að stjórnvöld bæru mesta ábyrgð á stöðunni. „Þau hafa í hendi sér að ná þessum viðskiptum heim,“ sagði hann. En það er ekkert endilega hlutverk stjórnvalda að „ná viðskiptunum heim“. Íslenzk verzlun má alveg hafa dálitla útlenda samkeppni til að halda henni á tánum. SVÞ hafa réttilega lagt mikla áherzlu á að draga úr tollvernd og öðrum hindrunum í vegi innflutnings búvara, til þess að landbúnaðurinn fái aukna samkeppni og neytendur njóti lægra verðs sem af henni hlýzt. En svo kvarta þau þegar nefnd um eflingu póstverzlunar leggur til að sendingar sem kosta minna en 2.000 krónur verði undanþegnar aðflutningsgjöldum. Kaupmenn þiggja með öðrum orðum tollverndina þegar hún er í boði. Þetta mál er ekki svart og hvítt. Auðvitað þarf íslenzk verzlun að búa við hagstætt tollaumhverfi. En það er rétt hjá Sigurði Pálma að verzlunin þarf að vera sveigjanlegri til að geta brugðizt við nýrri samkeppni á borð við alþjóðlega netverzlun. Það dugir ekki að ákalla bara stjórnvöld sér til hjálpar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun