Æ mikilvægara björgunarstarf Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. desember 2013 07:00 Enn og aftur hefur óeigingjarnt sjálfboðastarf björgunarsveitanna sannað gildi sitt undanfarna daga. Í óveðrinu sem gengið hefur yfir víða á landinu hikuðu björgunarsveitarmenn ekki við að standa upp frá jólaborðinu og fara frá fjölskyldum sínum til að aðstoða samborgara í vandræðum. Mikilvægi björgunarsveitanna fer vaxandi ef eitthvað er vegna síaukins ferðamannastraums til landsins, líka yfir vetrarmánuðina. Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu, segir í grein í Fréttablaðinu í gær að björgunarsveitir og lögregla hafi undanfarin ár bjargað hundruðum ferðamanna að vetrarlagi, sem hafi fest bíla í snjó, villzt af leið eða lent í hrakningum utan alfaraleiða. Tilgangur greinar Jónasar er að hvetja alla þá sem eru í samskiptum við ferðamenn eða starfa við ferðaþjónustu að veita ferðamönnum réttar upplýsingar þannig að þeir fari sér ekki að voða í óblíðum vetrarveðrum. Því miður benda sumar fréttir jólahelgarinnar til að það vanti talsvert upp á ábyrgðartilfinningu sumra í ferðaþjónustunni, sem ana út í vitleysu með hópa ferðamanna og búa til fullkomlega óþörf verkefni fyrir björgunarsveitirnar. Í fréttum RÚV var þannig sagt frá því að leiðsögumaður á vegum ferðaskrifstofu sem býður upp á ævintýraferðir hefði hunzað viðvaranir björgunarsveitarinnar í Öræfum og lagt út í óveðrið. Niðurstaðan varð sú að björgunarsveitin sem hafði ráðið ferðaskrifstofunni frá því að leggja af stað þurfti að bjarga ferðamönnunum og leiðsögumönnum þeirra. Nú stendur ein mesta fjáröflunarvertíð björgunarsveitanna fyrir dyrum, flugeldasalan fyrir áramótin. Það er óhætt að hvetja alla landsmenn, sem á annað borð ætla að kaupa flugelda, til að styrkja björgunarsveitirnar með framlagi sínu. Við eigum alveg gríðarlega mikið undir því að búnaður og tæki sveitanna sé eins og bezt verður á kosið. Við vitum aldrei hvenær við eða okkar nánustu geta þurft á aðstoð þeirra að halda. Um leið og við gerum okkar bezta til að styðja við bakið á björgunarsveitunum þarf að huga að því hvernig komið verður í veg fyrir að vaxandi ferðamannastraumur valdi of miklu álagi á þær. Núverandi fjárhagsgrundvöllur þeirra stendur ekki undir mikið víðtækari starfsemi eða fleiri útköllum en þær þurfa nú að fást við. Það hlýtur að koma til skoðunar hvort ferðaþjónustan komi með einhverjum hætti inn í fjármögnun björgunarsveitanna, því að hún á ekki síður en almenningur í landinu mikið undir því að þær séu hlutverki sínu vaxnar. Það er lágmark að fyrirtæki í ferðaþjónustu sýni varkárni, taki mark á ráðleggingum björgunarsveitanna og ani ekki út í óþarfa áhættu. Með réttum ráðleggingum til ferðamanna og ábyrgri hegðun þeirra sem skipuleggja ferðir þeirra er áreiðanlega hægt að fækka óþörfum útköllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Enn og aftur hefur óeigingjarnt sjálfboðastarf björgunarsveitanna sannað gildi sitt undanfarna daga. Í óveðrinu sem gengið hefur yfir víða á landinu hikuðu björgunarsveitarmenn ekki við að standa upp frá jólaborðinu og fara frá fjölskyldum sínum til að aðstoða samborgara í vandræðum. Mikilvægi björgunarsveitanna fer vaxandi ef eitthvað er vegna síaukins ferðamannastraums til landsins, líka yfir vetrarmánuðina. Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu, segir í grein í Fréttablaðinu í gær að björgunarsveitir og lögregla hafi undanfarin ár bjargað hundruðum ferðamanna að vetrarlagi, sem hafi fest bíla í snjó, villzt af leið eða lent í hrakningum utan alfaraleiða. Tilgangur greinar Jónasar er að hvetja alla þá sem eru í samskiptum við ferðamenn eða starfa við ferðaþjónustu að veita ferðamönnum réttar upplýsingar þannig að þeir fari sér ekki að voða í óblíðum vetrarveðrum. Því miður benda sumar fréttir jólahelgarinnar til að það vanti talsvert upp á ábyrgðartilfinningu sumra í ferðaþjónustunni, sem ana út í vitleysu með hópa ferðamanna og búa til fullkomlega óþörf verkefni fyrir björgunarsveitirnar. Í fréttum RÚV var þannig sagt frá því að leiðsögumaður á vegum ferðaskrifstofu sem býður upp á ævintýraferðir hefði hunzað viðvaranir björgunarsveitarinnar í Öræfum og lagt út í óveðrið. Niðurstaðan varð sú að björgunarsveitin sem hafði ráðið ferðaskrifstofunni frá því að leggja af stað þurfti að bjarga ferðamönnunum og leiðsögumönnum þeirra. Nú stendur ein mesta fjáröflunarvertíð björgunarsveitanna fyrir dyrum, flugeldasalan fyrir áramótin. Það er óhætt að hvetja alla landsmenn, sem á annað borð ætla að kaupa flugelda, til að styrkja björgunarsveitirnar með framlagi sínu. Við eigum alveg gríðarlega mikið undir því að búnaður og tæki sveitanna sé eins og bezt verður á kosið. Við vitum aldrei hvenær við eða okkar nánustu geta þurft á aðstoð þeirra að halda. Um leið og við gerum okkar bezta til að styðja við bakið á björgunarsveitunum þarf að huga að því hvernig komið verður í veg fyrir að vaxandi ferðamannastraumur valdi of miklu álagi á þær. Núverandi fjárhagsgrundvöllur þeirra stendur ekki undir mikið víðtækari starfsemi eða fleiri útköllum en þær þurfa nú að fást við. Það hlýtur að koma til skoðunar hvort ferðaþjónustan komi með einhverjum hætti inn í fjármögnun björgunarsveitanna, því að hún á ekki síður en almenningur í landinu mikið undir því að þær séu hlutverki sínu vaxnar. Það er lágmark að fyrirtæki í ferðaþjónustu sýni varkárni, taki mark á ráðleggingum björgunarsveitanna og ani ekki út í óþarfa áhættu. Með réttum ráðleggingum til ferðamanna og ábyrgri hegðun þeirra sem skipuleggja ferðir þeirra er áreiðanlega hægt að fækka óþörfum útköllum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun