Í eldhúsinu hennar Evu - Ofnbakaðar kalkúnabringur 8. janúar 2014 17:31 Ofnbakaðar kalkúnabringur Uppskriftir miðast við fjóra1 kg kalkúnabringasmjörkalkúnakryddsalt og pipar3 dl vatn1 kjúklingateningurAðferð: Hitið smjör á pönnu, kryddið bringuna með kalkúnakryddi, salti og pipar. Brúnið bringuna á öllum hliðum á pönnunni í örfáar mínútur. Setjið bringuna í eldfast mót. Sjóðið vatn og leysið kjúklingatening upp í vatninu, hellið vökvanum í eldfasta mótið. Gott er að setja smá smjörklípu ofan á bringuna áður en hún fer inn í ofn. Bringan er sett inn í ofn við 90°C í 1,5 klst. Gott er að stinga kjötmæli í bringuna eftir 1,5 klst. Mælirinn ætti að sýna 73–74°C. Þá er bringan tilbúin, ef ekki þá þarf hún að vera svolítið lengur í ofninum. Bringan þarf að hvíla þegar hún er komin út úr ofninum í 15–20 mínútur. Sveppasósa 250 g blandaðir sveppir smjör ½ l rjómi 2 dl vatn + soð 1 tsk. góð berjasulta salt og pipar Aðferð: Skerið sveppina smátt. Steikið sveppina upp úr smjöri í potti og kryddið til með salti og pipar. Bætið síðan rjómanum saman við og leyfið sósunni að malla við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið út í vatni og soðinu sem kom frá kalkúnabringunni, hellið vökvanum sem er í eldfasta mótinu og bætið út í sósuna. Setjið smávegis af sultu saman við. Leyfið sósunni að malla svolítið lengur, smakkið auðvitað til og kryddið að vild. Sætkartöflumús með piparosti 5–600 g sætar kartöflur 1–2 msk. smjör 90 g rifinn piparostur salt og pipar Aðferð: Sætar kartöflur eru skrældar og skornar í svipað stóra bita. Þær eru svo settar í pott og vatn rétt látið fljóta yfir. Suðan látin koma upp og soðið í 25–30 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Vatninu er síðan hellt af. Kartöflurnar stappaðar fínt með smjöri og bragðbættar með piparosti, salti og pipar. Rósakál steikt á pönnu með beikoni og rjóma 500 g ferskt rósakál 100 g beikon 1½ dl rjómi salt og piparAðferð: Rósakálið er skolað, hreinsað og skorið í tvennt. Sjóðið rósakálið í léttsöltu vatni í 2–3 mínútur. Vatninu er síðan hellt af. Setjið smjörklípu á pönnu, skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnunni. Bætið rósakálinu saman við beikonið og steikið í 5 mínútur við vægan hita. Rjómanum er síðan bætt út á pönnuna og kryddað til með salti og pipar. Leyfið rósakálinu og beikoninu að malla í rjómanum við vægan hita í nokkrar mínútur. Waldorfsalat 2 græn epli 1½ sellerí 25 græn vínber 1 dós sýrður rjómi 2–3 msk. þeyttur rjómi 2 dl valhnetur, þurrristaðar á pönnu 1 tsk. agavesíróp smá súkkulaði til þess að strá yfir Aðferð: Kjarnhreinsið eplin, flysjið og skerið í litla bita. Skerið sellerí í litla bita. Skerið vínber í tvennt. Grófhakkið hneturnar og þurrristið á pönnu. Pískið saman sýrðan rjóma og rjóma. Blandið síðan öllu saman í skál og sáldrið smá súkkulaði yfir í lokin. Geymið í kæli þar til salatið er borið fram. Eva Laufey Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf
Ofnbakaðar kalkúnabringur Uppskriftir miðast við fjóra1 kg kalkúnabringasmjörkalkúnakryddsalt og pipar3 dl vatn1 kjúklingateningurAðferð: Hitið smjör á pönnu, kryddið bringuna með kalkúnakryddi, salti og pipar. Brúnið bringuna á öllum hliðum á pönnunni í örfáar mínútur. Setjið bringuna í eldfast mót. Sjóðið vatn og leysið kjúklingatening upp í vatninu, hellið vökvanum í eldfasta mótið. Gott er að setja smá smjörklípu ofan á bringuna áður en hún fer inn í ofn. Bringan er sett inn í ofn við 90°C í 1,5 klst. Gott er að stinga kjötmæli í bringuna eftir 1,5 klst. Mælirinn ætti að sýna 73–74°C. Þá er bringan tilbúin, ef ekki þá þarf hún að vera svolítið lengur í ofninum. Bringan þarf að hvíla þegar hún er komin út úr ofninum í 15–20 mínútur. Sveppasósa 250 g blandaðir sveppir smjör ½ l rjómi 2 dl vatn + soð 1 tsk. góð berjasulta salt og pipar Aðferð: Skerið sveppina smátt. Steikið sveppina upp úr smjöri í potti og kryddið til með salti og pipar. Bætið síðan rjómanum saman við og leyfið sósunni að malla við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið út í vatni og soðinu sem kom frá kalkúnabringunni, hellið vökvanum sem er í eldfasta mótinu og bætið út í sósuna. Setjið smávegis af sultu saman við. Leyfið sósunni að malla svolítið lengur, smakkið auðvitað til og kryddið að vild. Sætkartöflumús með piparosti 5–600 g sætar kartöflur 1–2 msk. smjör 90 g rifinn piparostur salt og pipar Aðferð: Sætar kartöflur eru skrældar og skornar í svipað stóra bita. Þær eru svo settar í pott og vatn rétt látið fljóta yfir. Suðan látin koma upp og soðið í 25–30 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Vatninu er síðan hellt af. Kartöflurnar stappaðar fínt með smjöri og bragðbættar með piparosti, salti og pipar. Rósakál steikt á pönnu með beikoni og rjóma 500 g ferskt rósakál 100 g beikon 1½ dl rjómi salt og piparAðferð: Rósakálið er skolað, hreinsað og skorið í tvennt. Sjóðið rósakálið í léttsöltu vatni í 2–3 mínútur. Vatninu er síðan hellt af. Setjið smjörklípu á pönnu, skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnunni. Bætið rósakálinu saman við beikonið og steikið í 5 mínútur við vægan hita. Rjómanum er síðan bætt út á pönnuna og kryddað til með salti og pipar. Leyfið rósakálinu og beikoninu að malla í rjómanum við vægan hita í nokkrar mínútur. Waldorfsalat 2 græn epli 1½ sellerí 25 græn vínber 1 dós sýrður rjómi 2–3 msk. þeyttur rjómi 2 dl valhnetur, þurrristaðar á pönnu 1 tsk. agavesíróp smá súkkulaði til þess að strá yfir Aðferð: Kjarnhreinsið eplin, flysjið og skerið í litla bita. Skerið sellerí í litla bita. Skerið vínber í tvennt. Grófhakkið hneturnar og þurrristið á pönnu. Pískið saman sýrðan rjóma og rjóma. Blandið síðan öllu saman í skál og sáldrið smá súkkulaði yfir í lokin. Geymið í kæli þar til salatið er borið fram.
Eva Laufey Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf