Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. janúar 2014 15:02 Gunnar Páll Jóakimsson fagnar hér Anítu Hinriksdóttur.. Vísir/Valli „Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. Aníta setti þá nýtt Íslandsmet og Evrópumet unglinga og vann öruggan og glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi kvenna á Reykjavíkurleikunum. „Þetta fór fram úr björtustu vonum, ég vissi að hún gæti sett nýtt met en þetta var alveg frábært hjá henni,“ Aníta sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi fékk erfiða samkeppni í dag. Rose-Anne Galligan, írska hlaupakonan og hin þýska Aline Krebs veittu Anítu hinsvegar litla fyrirstöðu í hlaupinu. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því hversu erfiða samkeppni Aníta fékk í dag, írska stelpan hljóp hraðar en Aníta í Gautaborg í fyrra og er gríðarlega sterkur keppinautur.“ „Við höfum verið að æfa stíft undanfarið og hún var ósátt með tímann sinn um síðustu helgi. Við reyndum að létta æfingarnar í vikunni og það skilaði sér í dag. Þegar mikið álag er á æfingunum stuttu fyrir mót nær maður ekki að hlaupa jafn hratt,“ Aníta náði forskotinu á upphafsmetrum hlaupsins og hélt öruggri forystu allt hlaupið. „Við tókum æfingu á miðvikudag þar sem ég leyfði henni að gefa allt í þetta og finna í hvernig formi hún væri. Hún fann það strax á þeirri æfingu að hún væri tilbúin í þetta.“ „Við vildum ná fyrsta hringnum á tæplega 30 sekúndum og ekkert spá í hvað þær væru að gera. Aníta er vön að leiða hlaup og það stressar hana ekkert, við lögðum upp með að hlaupa jafn fyrstu 400 metrana og að vinna út frá því,“ sagði Gunnar Páll.Aníta Hinriksdóttir með ungum aðdáendum. Vísir/Valli Frjálsar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
„Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. Aníta setti þá nýtt Íslandsmet og Evrópumet unglinga og vann öruggan og glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi kvenna á Reykjavíkurleikunum. „Þetta fór fram úr björtustu vonum, ég vissi að hún gæti sett nýtt met en þetta var alveg frábært hjá henni,“ Aníta sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi fékk erfiða samkeppni í dag. Rose-Anne Galligan, írska hlaupakonan og hin þýska Aline Krebs veittu Anítu hinsvegar litla fyrirstöðu í hlaupinu. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því hversu erfiða samkeppni Aníta fékk í dag, írska stelpan hljóp hraðar en Aníta í Gautaborg í fyrra og er gríðarlega sterkur keppinautur.“ „Við höfum verið að æfa stíft undanfarið og hún var ósátt með tímann sinn um síðustu helgi. Við reyndum að létta æfingarnar í vikunni og það skilaði sér í dag. Þegar mikið álag er á æfingunum stuttu fyrir mót nær maður ekki að hlaupa jafn hratt,“ Aníta náði forskotinu á upphafsmetrum hlaupsins og hélt öruggri forystu allt hlaupið. „Við tókum æfingu á miðvikudag þar sem ég leyfði henni að gefa allt í þetta og finna í hvernig formi hún væri. Hún fann það strax á þeirri æfingu að hún væri tilbúin í þetta.“ „Við vildum ná fyrsta hringnum á tæplega 30 sekúndum og ekkert spá í hvað þær væru að gera. Aníta er vön að leiða hlaup og það stressar hana ekkert, við lögðum upp með að hlaupa jafn fyrstu 400 metrana og að vinna út frá því,“ sagði Gunnar Páll.Aníta Hinriksdóttir með ungum aðdáendum. Vísir/Valli
Frjálsar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira