Stokkseyrarmálið: Fórnarlambið sveipað plasti 13. janúar 2014 17:08 Hinrik og Gísli voru þeir einu ákærða sem mættu fyrir dóm. Mynd/Vísir Húsráðandi í húsinu sem Stokkseyrarmálið er kennt við kom fyrir dóm í dag. Hann sagði að einn hinna ákærðu, Davíð Freyr, hefði hringt og spurt hvor hann mætti koma í heimsókn. Hann hafi síðan mætt með tveimur mönnum, þar á meðal fórnarlambinu. Húsráðandi sagðist hafi upplifað sem fórnarlambið hafi lent í slagsmálum en vildi ekki skipta sér af málinu. Þeir hafi fyrst farið með fórnarlambið inn í herbergi og síðan niður í kjallara þar sem þeir hafi bundið hann við burðarbita. Davíð Freyr og félagi hans hafi síðan farið á brott. Þegar hann hafi leyst fórnarlambið hafi það verið sveipað plastpoka einum fata. Hann segist ekki hafa orðið var við að fórnarlambið hafi verið beitt ofbeldi. Við vitnisburð sagðist húsráðandi ekki hafa kannast við félaga Davíðs Freys, hann hafi seinna heyrt að þar hafi verið Stefán Blackburn. Húsráðandi fór síðan í göngutúr en hringdi síðan í Davíð Frey sem sagði honum að sleppa piltinum. Húsráðandi hafi komið honum í sturtu og týnt til klink fyrir hann.Sívar Bragason, faðir Stefáns Loga Sívarssonar, bar vitni í gegnum síma í dag. Hann sagðist ekki muna mikið frá þeim dögum þegar árásin átti sér stað. Hann sagðist hafa verið í húsinu við Trönuhraun þegar Stefán Blackburn og félagar hafi komið með Stokkseyrarfórnarlambið. Sívar sagði að þá þegar hafi verið búið að sprengja vörina á fórnarlambinu og því hafi hann drifið drenginn í sturtu. „Það var agalegt að sjá greyið. Þá voru Stefán Blackburn og þessi vinur hans búnir að lemja hann,“ sagði Sívar. Stefán og félagar hafi síðan farið. Sívar sagði að sonur sinn hefði ekki verið viðstaddur, hann hafi rétt litið inn í um hálftíma. Sívar sagðist hafa gert sér grein fyrir því að til stæði að misþyrma fórnarlambinu. Eitt vitni, stúlka, sem kom fyrir dómara í dag var viðstödd þegar Stefán Logi réðst á eitt fórnarlambanna í íbúð í Grýtubakka. Ástæðan fyrir barsmíðunum hafi verið frásögn fórnarlambsins af sambandi Stokkseyrarfórnarlambsins við fyrrverandi kærustu Stefáns Sívarsson. Vitnið sagðist ekki kannast við margt sem fram kom í skýrslutöku hjá lögreglunni og að hún hefði verið beitt miklum þrýstingi. Stúlkan er einnig vitni í ákæru gegn Stefáni vegna innbrots á heimili foreldra barnsmóður Stefáns. Hún sagði að faðir barnsmóður hans hafi komið út með hníf og ætlað að stinga hann. Hinrik Geir Helgason, einn hinna ákærðu, hafi þá stokkið út og tekið hann í burtu. Hún sagði fyrir skýrslutöku að Stefán hefði verið mjög reiður, hafi verið í slæmu ástandi og illa stemmdur andlega og líkamlega. Hún hafi síðar fengið taugaáfall. Þegar verjandi Stefáns Sívarssonar spurði stúlkuna út í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún ekki hafa sagt rétt frá hjá lögreglu þar sem hún hafi verið beitt þrýstingi. Stokkseyrarmálið Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Húsráðandi í húsinu sem Stokkseyrarmálið er kennt við kom fyrir dóm í dag. Hann sagði að einn hinna ákærðu, Davíð Freyr, hefði hringt og spurt hvor hann mætti koma í heimsókn. Hann hafi síðan mætt með tveimur mönnum, þar á meðal fórnarlambinu. Húsráðandi sagðist hafi upplifað sem fórnarlambið hafi lent í slagsmálum en vildi ekki skipta sér af málinu. Þeir hafi fyrst farið með fórnarlambið inn í herbergi og síðan niður í kjallara þar sem þeir hafi bundið hann við burðarbita. Davíð Freyr og félagi hans hafi síðan farið á brott. Þegar hann hafi leyst fórnarlambið hafi það verið sveipað plastpoka einum fata. Hann segist ekki hafa orðið var við að fórnarlambið hafi verið beitt ofbeldi. Við vitnisburð sagðist húsráðandi ekki hafa kannast við félaga Davíðs Freys, hann hafi seinna heyrt að þar hafi verið Stefán Blackburn. Húsráðandi fór síðan í göngutúr en hringdi síðan í Davíð Frey sem sagði honum að sleppa piltinum. Húsráðandi hafi komið honum í sturtu og týnt til klink fyrir hann.Sívar Bragason, faðir Stefáns Loga Sívarssonar, bar vitni í gegnum síma í dag. Hann sagðist ekki muna mikið frá þeim dögum þegar árásin átti sér stað. Hann sagðist hafa verið í húsinu við Trönuhraun þegar Stefán Blackburn og félagar hafi komið með Stokkseyrarfórnarlambið. Sívar sagði að þá þegar hafi verið búið að sprengja vörina á fórnarlambinu og því hafi hann drifið drenginn í sturtu. „Það var agalegt að sjá greyið. Þá voru Stefán Blackburn og þessi vinur hans búnir að lemja hann,“ sagði Sívar. Stefán og félagar hafi síðan farið. Sívar sagði að sonur sinn hefði ekki verið viðstaddur, hann hafi rétt litið inn í um hálftíma. Sívar sagðist hafa gert sér grein fyrir því að til stæði að misþyrma fórnarlambinu. Eitt vitni, stúlka, sem kom fyrir dómara í dag var viðstödd þegar Stefán Logi réðst á eitt fórnarlambanna í íbúð í Grýtubakka. Ástæðan fyrir barsmíðunum hafi verið frásögn fórnarlambsins af sambandi Stokkseyrarfórnarlambsins við fyrrverandi kærustu Stefáns Sívarsson. Vitnið sagðist ekki kannast við margt sem fram kom í skýrslutöku hjá lögreglunni og að hún hefði verið beitt miklum þrýstingi. Stúlkan er einnig vitni í ákæru gegn Stefáni vegna innbrots á heimili foreldra barnsmóður Stefáns. Hún sagði að faðir barnsmóður hans hafi komið út með hníf og ætlað að stinga hann. Hinrik Geir Helgason, einn hinna ákærðu, hafi þá stokkið út og tekið hann í burtu. Hún sagði fyrir skýrslutöku að Stefán hefði verið mjög reiður, hafi verið í slæmu ástandi og illa stemmdur andlega og líkamlega. Hún hafi síðar fengið taugaáfall. Þegar verjandi Stefáns Sívarssonar spurði stúlkuna út í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún ekki hafa sagt rétt frá hjá lögreglu þar sem hún hafi verið beitt þrýstingi.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira