Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2014 20:48 Innanríkisráðherra segir ekkert benda til að trúnaðargögnum um hælisleitanda hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu. Þingmenn stjórnarandstöðu hvöttu til þess á Alþingi í dag að óháð rannsókn færi fram á hvaðan upplýsingunum var lekið til fjölmiðla. Umræður um lekamálið svo kallaða hætta ekki og héldu áfram á Alþingi í dag. Innanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa kannað málið til hlýtar og velti fyrir sér hvort einhverjar aðrar hvatir lægu að baki umræðunni en umhyggja fyrir hælisleitendum.Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu sífjölgandi hælisleitenda á Íslandi þó margt hefði verið gert til bóta. „En góður og fagur ásetningur er ekki nóg ef á sama tíma er komið fram við hælisleitendur þannig að ekki sé hægt að kalla það annað en fantaskap,“ sagði Valgerður. Og vísaði þar til mála flóttamannsins Tony Omos, en persónulegar upplýsingar um hann láku til fjölmiðla. Innan ríkisráðherra sagði nokkra aðilia fá gögn um hælisleitendur séu úrskurðir Útlendingastofnunar kærðir til innanríkisráðuneytisins. Ítarlega rannsókn hafi farið fram á þessu máli innan ráðuneytisins. „Niðurstaða þessara athugana er að ekkert í gögnum ráðuneytisins bendir til þess að trúnaðargögn hafi verið send til aðila sem ekki eiga rétt á þeim lögum samkvæmt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hvöttu til að óháðrar rannsóknar á málinu. „Og ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir ráðuneytið og fyrir þennan málaflokk allan að ráðuneytið sé hreinsað af þeim ávirðingum sem hér um ræðir,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði ráðherra eiga að geta svarað fyrir uppruna minnisblaðsins sem lekið var. „Þeir sem hafa í höndum eins og ég það minnisblað sem hér á að vera um að ræða, sjá að þetta minnisblað er bæði að efni, stíl og áferð komið úr eða að minnsta kosti búið til á þann hátt, að það sé komið úr ráðuneyti eða undirstofnun ráðuneytis,“ sagði Mörður. Innanríkisráðherra hvatti Mörð til að upplýsa þingheim um hvar hann hafi fengið minnisblaðið. „Vegna þess að minnisblaðið sem verið hefur í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar, er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna. Þá læddist að mönnum sá grunur að málið snérist um allt annað en trúnaðarupplýsingar gagnvart hælisleitendum. „Það snúist um pólitík, það snúist um að koma í veg fyrir það að ráðuneytið geti með trúverðugum hætti unnið að þessum mikilvægu málefnum og það snúist um það að koma í veg fyrir það að sá ráðherra sem hér stendur geti innleitt breytingar sem sannarlega er ágreiningur um,“ sagði Hanna Birna á Alþingi í dag. Lekamálið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Innanríkisráðherra segir ekkert benda til að trúnaðargögnum um hælisleitanda hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu. Þingmenn stjórnarandstöðu hvöttu til þess á Alþingi í dag að óháð rannsókn færi fram á hvaðan upplýsingunum var lekið til fjölmiðla. Umræður um lekamálið svo kallaða hætta ekki og héldu áfram á Alþingi í dag. Innanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa kannað málið til hlýtar og velti fyrir sér hvort einhverjar aðrar hvatir lægu að baki umræðunni en umhyggja fyrir hælisleitendum.Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu sífjölgandi hælisleitenda á Íslandi þó margt hefði verið gert til bóta. „En góður og fagur ásetningur er ekki nóg ef á sama tíma er komið fram við hælisleitendur þannig að ekki sé hægt að kalla það annað en fantaskap,“ sagði Valgerður. Og vísaði þar til mála flóttamannsins Tony Omos, en persónulegar upplýsingar um hann láku til fjölmiðla. Innan ríkisráðherra sagði nokkra aðilia fá gögn um hælisleitendur séu úrskurðir Útlendingastofnunar kærðir til innanríkisráðuneytisins. Ítarlega rannsókn hafi farið fram á þessu máli innan ráðuneytisins. „Niðurstaða þessara athugana er að ekkert í gögnum ráðuneytisins bendir til þess að trúnaðargögn hafi verið send til aðila sem ekki eiga rétt á þeim lögum samkvæmt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hvöttu til að óháðrar rannsóknar á málinu. „Og ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir ráðuneytið og fyrir þennan málaflokk allan að ráðuneytið sé hreinsað af þeim ávirðingum sem hér um ræðir,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði ráðherra eiga að geta svarað fyrir uppruna minnisblaðsins sem lekið var. „Þeir sem hafa í höndum eins og ég það minnisblað sem hér á að vera um að ræða, sjá að þetta minnisblað er bæði að efni, stíl og áferð komið úr eða að minnsta kosti búið til á þann hátt, að það sé komið úr ráðuneyti eða undirstofnun ráðuneytis,“ sagði Mörður. Innanríkisráðherra hvatti Mörð til að upplýsa þingheim um hvar hann hafi fengið minnisblaðið. „Vegna þess að minnisblaðið sem verið hefur í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar, er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna. Þá læddist að mönnum sá grunur að málið snérist um allt annað en trúnaðarupplýsingar gagnvart hælisleitendum. „Það snúist um pólitík, það snúist um að koma í veg fyrir það að ráðuneytið geti með trúverðugum hætti unnið að þessum mikilvægu málefnum og það snúist um það að koma í veg fyrir það að sá ráðherra sem hér stendur geti innleitt breytingar sem sannarlega er ágreiningur um,“ sagði Hanna Birna á Alþingi í dag.
Lekamálið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira