Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2014 16:39 Hanna Birna og Valgerður tókust á í þinginu nú fyrir stundu, um hið svokallaða lekamál. Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu var málshefjandi í sérstökum umræðutíma á Alþingi nú fyrir stundu um stöðu hælisleitenda en sérstaklega var tekið fyrir hið svokallaða lekamál; minnisblað sem komst í hendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um málefni Tony Omos. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og var farið að hitna verulega í umræðunni þegar á hana leið og undir lok hennar.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var greinilega ekki ánægð með hvernig mál þróuðust en í síðustu ræðu sinni var henni orðið heitt í hamsi: „Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það hér og annars staðar. Og, Valgerður ætti að læra að virða trúnað og vitna ekki í samtöl á nefndarfundum. Mörður [Árnason] hefur umrætt minnisblað undir höndum! Hann upplýsti um það hér áðan. Ég hvet hann til að upplýsa þingheim um hvar hann fékk þetta minnisblað. Það er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu. Hvet hann til að koma með gagnið! Ráðuneytið er búið að gera það sem það getur. Nú er málið í kæruferli. En, áfram halda menn að bera fram ásakanir. Það læðist að manni sá grunur, sama hversu oft það er upplýst, læðist að manni sá grunur að málið snúist um eitthvað allt annað en hag hælisleitenda, heldur pólitík og að komið sé í veg fyrir að sá ráðherra sem hér stendur geti staðið fyrir þeim breytingum sem hann vill.“ Þetta var í kjölfar þess að Valgerður hafði komið í ræðustól öðru sinni og talað um að það sé ekkert svar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur Sjálfstæðisflokki, að nú standi yfir lögreglurannsókn. Einhvers staðar hafi upplýsingar farið úr kerfinu og það sé mjög alvarlegt. Hanna Birna hafi verið að vinna vel í þessum málum en það sé ekki nóg þegar brotalöm af þessu tagi er í kerfinu. Málið fari í það farið að talið sé að spjótum sé beint að starfsmönnum innanríkisráðuneytisins en „hvernig leið hælisleitandanum sem sér þetta minnisblað um sig. Hælisleitendur eru óvarðir og hafa ekki status ráðuneytisstarfsmanns. Hvernig gat þetta gerst?“ Meðal þeirra sem tók þátt í umræðunni var Mörður Árnason Samfylkingu sem sagði að innanríkisráðherra segði sig ekki hafa neitt að fela. En, þá ætti hann ekki að fela neitt. Ekki væri nóg að láta rekstrarfélag stjórnarráðsins rannsaka stjórnarráðsins. Mörður upplýsti þá um að hann hefði minnisblaðið undir höndum og það bæri öll einkenni þess að eiga ætt og uppruna að rekja til ráðuneytisins, sá væri kanselístíllinn á því. Lekamálið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu var málshefjandi í sérstökum umræðutíma á Alþingi nú fyrir stundu um stöðu hælisleitenda en sérstaklega var tekið fyrir hið svokallaða lekamál; minnisblað sem komst í hendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um málefni Tony Omos. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og var farið að hitna verulega í umræðunni þegar á hana leið og undir lok hennar.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var greinilega ekki ánægð með hvernig mál þróuðust en í síðustu ræðu sinni var henni orðið heitt í hamsi: „Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það hér og annars staðar. Og, Valgerður ætti að læra að virða trúnað og vitna ekki í samtöl á nefndarfundum. Mörður [Árnason] hefur umrætt minnisblað undir höndum! Hann upplýsti um það hér áðan. Ég hvet hann til að upplýsa þingheim um hvar hann fékk þetta minnisblað. Það er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu. Hvet hann til að koma með gagnið! Ráðuneytið er búið að gera það sem það getur. Nú er málið í kæruferli. En, áfram halda menn að bera fram ásakanir. Það læðist að manni sá grunur, sama hversu oft það er upplýst, læðist að manni sá grunur að málið snúist um eitthvað allt annað en hag hælisleitenda, heldur pólitík og að komið sé í veg fyrir að sá ráðherra sem hér stendur geti staðið fyrir þeim breytingum sem hann vill.“ Þetta var í kjölfar þess að Valgerður hafði komið í ræðustól öðru sinni og talað um að það sé ekkert svar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur Sjálfstæðisflokki, að nú standi yfir lögreglurannsókn. Einhvers staðar hafi upplýsingar farið úr kerfinu og það sé mjög alvarlegt. Hanna Birna hafi verið að vinna vel í þessum málum en það sé ekki nóg þegar brotalöm af þessu tagi er í kerfinu. Málið fari í það farið að talið sé að spjótum sé beint að starfsmönnum innanríkisráðuneytisins en „hvernig leið hælisleitandanum sem sér þetta minnisblað um sig. Hælisleitendur eru óvarðir og hafa ekki status ráðuneytisstarfsmanns. Hvernig gat þetta gerst?“ Meðal þeirra sem tók þátt í umræðunni var Mörður Árnason Samfylkingu sem sagði að innanríkisráðherra segði sig ekki hafa neitt að fela. En, þá ætti hann ekki að fela neitt. Ekki væri nóg að láta rekstrarfélag stjórnarráðsins rannsaka stjórnarráðsins. Mörður upplýsti þá um að hann hefði minnisblaðið undir höndum og það bæri öll einkenni þess að eiga ætt og uppruna að rekja til ráðuneytisins, sá væri kanselístíllinn á því.
Lekamálið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira