„Ég ætla ekki að grilla neinn" Jóhannes Stefánsson skrifar 31. janúar 2014 23:00 Mín skoðun fer í loftið næsta sunnudag á Stöð 2 í opinni dagskrá, en Mikael Torfason, aðalristjóri 365, mun ekki liggja á skoðunum sínum í þættinum. "Þetta er frétta- og þjóðmálaþáttur þar sem farið verður yfir málefni líðandi stundar. Þátturinn er hefðbundinn umræðuþáttur um stjórnmál og önnur þjóðmál með þeirri undantekningu að þáttastjórnandinn hefur skoðun og tekur virkan þátt," segir Mikael. "Ég hef lengi ritstýrt dagblöðum og hef komið minni skoðun á framfæri í ákveðnum hluta blaðanna, í leiðara eða í skoðanahluta blaðanna. Hugmyndin með þættinum er að færa þann hluta dagblaðanna í sjónvarp. Flest dagblöð hafa fasta penna sem skrifa greinar þar sem þeirra sjónarmið fá að heyrast, það verður eins í þættinum, þar verða fastir gestir sem fá að segja sína skoðun á mönnum og málefnum," bætir hann við. érfræðingar þáttarins eru þau Elliði Vignisson, Svandís Svavarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Júlíusdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Gaukur Úlfarsson sér um dagskrárgerð en um ritstjórn þáttarins sjá blaða- og fréttamenn 365-miðla auk Bergs Ebba Benediktssonar.„Kemur ekki í veg fyrir að ég geti tekiviðtöl við fólk“ "Þó ég fái að hafa mína skoðun í þættinum kemur það ekki í veg fyrir að ég geti tekið viðtöl við fólk. Gestir þáttarins fá raunverulega að segja sína hlið, þátturinn á að vera sanngjarn og heiðarlegur og við munum leita sannleikans," segir Mikael. Hann segir kveða við nýjan tón í þættinum sem verður að erlendri fyrirmynd og sambærilegur þáttum Piers Morgan á CNN, Bills O?Reilly á Fox eða jafnvel Meet the Press á NBC. "Í þættinum verða mikilvæg samfélagsmál krufin og þau rædd frá öllum hliðum. Þetta verður sanngjarn og heiðarlegur þáttur fyrir alla sem láta sig þjóðmál á Íslandi varða," segir Mikael Torfason að endingu. Ísland í dag ræddi við Mikael í kvöld vegna þáttaraðarinnar, en viðtalið má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Mín skoðun Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Mín skoðun fer í loftið næsta sunnudag á Stöð 2 í opinni dagskrá, en Mikael Torfason, aðalristjóri 365, mun ekki liggja á skoðunum sínum í þættinum. "Þetta er frétta- og þjóðmálaþáttur þar sem farið verður yfir málefni líðandi stundar. Þátturinn er hefðbundinn umræðuþáttur um stjórnmál og önnur þjóðmál með þeirri undantekningu að þáttastjórnandinn hefur skoðun og tekur virkan þátt," segir Mikael. "Ég hef lengi ritstýrt dagblöðum og hef komið minni skoðun á framfæri í ákveðnum hluta blaðanna, í leiðara eða í skoðanahluta blaðanna. Hugmyndin með þættinum er að færa þann hluta dagblaðanna í sjónvarp. Flest dagblöð hafa fasta penna sem skrifa greinar þar sem þeirra sjónarmið fá að heyrast, það verður eins í þættinum, þar verða fastir gestir sem fá að segja sína skoðun á mönnum og málefnum," bætir hann við. érfræðingar þáttarins eru þau Elliði Vignisson, Svandís Svavarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Júlíusdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Gaukur Úlfarsson sér um dagskrárgerð en um ritstjórn þáttarins sjá blaða- og fréttamenn 365-miðla auk Bergs Ebba Benediktssonar.„Kemur ekki í veg fyrir að ég geti tekiviðtöl við fólk“ "Þó ég fái að hafa mína skoðun í þættinum kemur það ekki í veg fyrir að ég geti tekið viðtöl við fólk. Gestir þáttarins fá raunverulega að segja sína hlið, þátturinn á að vera sanngjarn og heiðarlegur og við munum leita sannleikans," segir Mikael. Hann segir kveða við nýjan tón í þættinum sem verður að erlendri fyrirmynd og sambærilegur þáttum Piers Morgan á CNN, Bills O?Reilly á Fox eða jafnvel Meet the Press á NBC. "Í þættinum verða mikilvæg samfélagsmál krufin og þau rædd frá öllum hliðum. Þetta verður sanngjarn og heiðarlegur þáttur fyrir alla sem láta sig þjóðmál á Íslandi varða," segir Mikael Torfason að endingu. Ísland í dag ræddi við Mikael í kvöld vegna þáttaraðarinnar, en viðtalið má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Mín skoðun Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira