Cyrus var gestur þáttastjórnandans ódauðlega Jay Leno í vikunni, og var þar beðin um að veita Bieber góð ráð. Hún sat ekki á svörum, en ráðleggingar hennar mætti þýða á íslensku nokkurn veginn svona:
„Þú átt sand af seðlum, borgaðu fólki pening fyrir að sjá til þess að þú lendir ekki í vandræðum og skemmtu þér heima fyrir.“
Þetta uppskar mikinn hlátur og fagnaðarlæti meðal áhorfenda. „Kauptu þér hús og komdu fyrir skemmtistað í því,“ bætti hin óborganlega Cyrus við.
Myndband af ummælum söngkonunnar má sjá hér fyrir neðan.