55 ára prins ætlar að keppa fyrir Mexíkó á ÓL í Sotsjí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2014 23:30 Prins Hubertus of Hohenlohe-Langenburg sést hér eftir að hafa komið í mark á síðustu Vetrarólympíuleikum þá aðeins 51 árs. Vísir/NordicPhotos/Getty Prins Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er á leiðinni til Rússlands þar sem hann ætlar að keppa í alpagreinum. Þetta er kannski ekki fréttnæmt nema vegna þess að hann er 55 ára gamall og eini keppandi Mexíkó á öðrum Vetrarólympíuleikunum í röð. Hohenlohe stofnaði Skíðasamband Mexíkó árið 1981 og hefur síðan tekið þátt í fimm Vetrarólympíuleikum fyrir hönd Mexíkó. Hann var með á ÓL í Sarajevo 1984, ÓL í Calgary 1988, ÓL í Albertville 1992, ÓL í Lillehammer 1994 og ÓL í Vancouver 2010 þar sem hann var eins og nú eini keppandinn frá sínu landi. Aðalástæðan fyrir því að prinsinn Hubertus of Hohenlohe-Langenburg mætir á Vetrarólympíuleikana segir hann vera til þess að vekja athygli á vetrargreinunum í heitu löndunum í heiminum. Það er hinsvegar ekki mikið um snjó í Mexíkó eins og allir vita. Þetta verða sjöttu Ólympíuleikarnir hans en fyrir fjórum árum varð hann 46. í svigi og 78. í stórsvigi. Bestum árangri náði hann í Sarajevo 1984 þegar hann varð í 26. sæti í svigi. Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er fæddur 2. febrúar 1959 og verður annar elsti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum frá upphafi þegar hann rennir sér niður brekkuna á ÓL í Sotsjí. Hohenlohe-Langenburg er ekki bara skíðamaður og þýskur prins því hann er einnig ljósmyndari, viðskiptamaður og poppsöngvari sem kemur undir nöfnunum Andy Himalaya eða Royal Disaster, Konunglega stórslysið. Þeir sem hafa áhuga á tónlistarferli kappans geta smellt hér fyrir neðan á myndband hans við lagið Higher than Mars.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Prins Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er á leiðinni til Rússlands þar sem hann ætlar að keppa í alpagreinum. Þetta er kannski ekki fréttnæmt nema vegna þess að hann er 55 ára gamall og eini keppandi Mexíkó á öðrum Vetrarólympíuleikunum í röð. Hohenlohe stofnaði Skíðasamband Mexíkó árið 1981 og hefur síðan tekið þátt í fimm Vetrarólympíuleikum fyrir hönd Mexíkó. Hann var með á ÓL í Sarajevo 1984, ÓL í Calgary 1988, ÓL í Albertville 1992, ÓL í Lillehammer 1994 og ÓL í Vancouver 2010 þar sem hann var eins og nú eini keppandinn frá sínu landi. Aðalástæðan fyrir því að prinsinn Hubertus of Hohenlohe-Langenburg mætir á Vetrarólympíuleikana segir hann vera til þess að vekja athygli á vetrargreinunum í heitu löndunum í heiminum. Það er hinsvegar ekki mikið um snjó í Mexíkó eins og allir vita. Þetta verða sjöttu Ólympíuleikarnir hans en fyrir fjórum árum varð hann 46. í svigi og 78. í stórsvigi. Bestum árangri náði hann í Sarajevo 1984 þegar hann varð í 26. sæti í svigi. Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er fæddur 2. febrúar 1959 og verður annar elsti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum frá upphafi þegar hann rennir sér niður brekkuna á ÓL í Sotsjí. Hohenlohe-Langenburg er ekki bara skíðamaður og þýskur prins því hann er einnig ljósmyndari, viðskiptamaður og poppsöngvari sem kemur undir nöfnunum Andy Himalaya eða Royal Disaster, Konunglega stórslysið. Þeir sem hafa áhuga á tónlistarferli kappans geta smellt hér fyrir neðan á myndband hans við lagið Higher than Mars.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira