Facebook er nú við að það festa kaup á farsímaforritinu WhatsApp en frá þessu greinir á fréttaveitu Reuters. Eru kaupin talin liður í því að auka vinsældir Facebook á meðal ungs fólks.
Kaupverðið er talið vera um það bil 16 milljarðar dollara eða tæplega 2000 milljarðar íslenskra króna. Í kjölfarið verður gerð hlutafjáraukning upp á 3 milljarða dollara í Facebook og munu stofnendur WhatsApp fá kauprétt á þeim bréfum. Auk þess mun einn stofnenda WhatsApp, Jan Koum, taka sæti í stjórn Facebook.
Allen & Co aðstoðuðu Facebook við samningsgerðina en Morgan Stanley sá um ráðgjöf fyrir WhatsApp.

