Forseti Úkraínu hefur sagt upp leiðtoga úkraínska hersins, Col Gen Volodymyr Zamana. Flotaforingi sjóhers Úkraínu, Júrí Iliin tekur við starfinu.
Uppsögnin kemur í kjölfar gríðarlegra óeirða sem geisað hafa í landinu síðastliðna daga en að minnsta kosti tuttugu og sex hafa fallið í átökunum og þúsundir slasast.
Mótmælin í landinu hafa staðið í þrjá mánuði en átök blossuðu skyndilega upp í gær þegar stjórnarandstöðumenn reyndu að koma í gegn frumvarpi á þinginu sem dregið hefði úr völdum forsetans Viktors Janúkóvitsj.
Umræðan kom upp á Alþingi í dag og var utanríkisráðherra var hvattur til að skoða stöðuna.
Evrópusambandið íhugar aðgerðir gegn yfirvöldum í Úkraínu og hefur forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sambandið styðji við bakið á Úkraínumönnum á leið sinni að endurbótum, lýðræði og frið.
Sjónvarpað er frá óeirðunum og hægt er að fylgjast með þeim hér.
Yfirmaður úkraínska hersins rekinn
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Mest lesið




„Til hamingju hálfvitar“
Innlent



Stöðvaður á 116 kílómetra hraða
Innlent

Útför páfans á laugardag
Erlent

